Leikhúskenndir tónleikar á alvörutímum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2014 13:30 "Þetta eru voða skemmtileg lög og textarnir líka,“ segir Jóhanna um dagskrána í Iðnó annað kvöld. Fréttablaðið/Ernir „Ég er í því að lifa núna eins og hver dagur sé sá síðasti,“ segir Jóhanna Þórhallsdóttir hlæjandi og kveðst þar vera undir áhrifum frá textum á nýja diskinum sínum, sem ber titilinn Söngvar á alvörutímum. Þá texta segir hún meðal annars eftir Þorvald Þorsteinsson og Guðmund Sigurðsson, tengdaföður hennar, sem var kunnur revíuhöfundur. Hún ætlar að syngja þessa texta við eigin lög á tónleikum í Iðnó annað kvöld, sunnudag, ásamt fleiri snillingum og þar verða líka lög úr söngleikjum og leikritum. „Þetta er dálítið leikhúskennt prógramm og þess vegna finnst mér svo gaman að vera í Iðnó, það er aðalsöngleikhúsið í mínum huga og heldur vel utan um svona tónleika,“ segir söngkonan. Á sviðinu með Jóhönnu verða hinn finnski harmónikuleikari Matti Kallio, Kjartan Valdimarsson píanisti, Gunnar Hrafnsson sellóleikari, Jóhann Hjörleifsson trommuleikari, auk þess sem Sigurður Flosason mætir með saxófóninn og Egill Ólafsson tekur lagið með henni. „Við Egill vorum samtímis í Hamrahlíðarkórnum í denn en höfum aldrei sungið tvö saman áður,“ segir hún. Jóhanna getur þess líka að Gunnhildur, dóttir hennar, Einarsdóttir syngi með henni og vinkonur tvær, Thelma Hrönn og Lilja Dögg. „Síðan verður leynigestur,“ en að sjálfsögðu ljóstrar hún engu upp um hann. Menning Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég er í því að lifa núna eins og hver dagur sé sá síðasti,“ segir Jóhanna Þórhallsdóttir hlæjandi og kveðst þar vera undir áhrifum frá textum á nýja diskinum sínum, sem ber titilinn Söngvar á alvörutímum. Þá texta segir hún meðal annars eftir Þorvald Þorsteinsson og Guðmund Sigurðsson, tengdaföður hennar, sem var kunnur revíuhöfundur. Hún ætlar að syngja þessa texta við eigin lög á tónleikum í Iðnó annað kvöld, sunnudag, ásamt fleiri snillingum og þar verða líka lög úr söngleikjum og leikritum. „Þetta er dálítið leikhúskennt prógramm og þess vegna finnst mér svo gaman að vera í Iðnó, það er aðalsöngleikhúsið í mínum huga og heldur vel utan um svona tónleika,“ segir söngkonan. Á sviðinu með Jóhönnu verða hinn finnski harmónikuleikari Matti Kallio, Kjartan Valdimarsson píanisti, Gunnar Hrafnsson sellóleikari, Jóhann Hjörleifsson trommuleikari, auk þess sem Sigurður Flosason mætir með saxófóninn og Egill Ólafsson tekur lagið með henni. „Við Egill vorum samtímis í Hamrahlíðarkórnum í denn en höfum aldrei sungið tvö saman áður,“ segir hún. Jóhanna getur þess líka að Gunnhildur, dóttir hennar, Einarsdóttir syngi með henni og vinkonur tvær, Thelma Hrönn og Lilja Dögg. „Síðan verður leynigestur,“ en að sjálfsögðu ljóstrar hún engu upp um hann.
Menning Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira