Lækkun ofurtolla, vanmetin mótvægisaðgerð Þórólfur Matthíasson skrifar 18. september 2014 07:00 Að beiðni íslenskra stjórnvalda gerði sérfræðingateymi á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins úttekt á skattakerfinu íslenska. Sérfræðingarnir skiluðu viðamikilli skýrslu í september 2010. Í viðauka er listi yfir 24 tillögur og ráðleggingar sem lúta að endurbótum á skattakerfinu. Þessar ráðleggingar snúast um allt frá breyttu fyrirkomulagi á skattlagningu einyrkjatekna og einkahlutafélaga til hækkunar á veiðigjaldi og umhverfisgjöldum. Sérfræðingarnir lögðu einnig til að vörugjaldakerfið yrði einfaldað verulega eða lagt af (með hugsanlegri undantekningu fyrir matvöru með háu fitu- eða sykurinnihaldi). Og síðast en ekki síst lögðu þeir til að undanþágum í virðisaukaskattskerfinu yrði fækkað verulega og að hærra þrepið yrði lækkað og hið lægra hækkað, jafnframt því sem gripið yrði til mótvægisaðgerða til að bæta lægri tekjuhópum (barnafjölskyldum og öryrkjum) þann tiltölulega litla skaða sem aðgerðin myndi valda.Þvert á ráðleggingar AGS Ekki verður sagt að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi gengið langt í að hrinda tillögum sérfræðingahópsins í framkvæmd umfram þau skref sem þegar höfðu verið tekin varðandi álagningu veiðigjalds. Framlag ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur til þessa falist í að lækka veiðigjaldið, þvert á ráðleggingar sérfræðingahóps AGS! En með nýframlögðu fjárlagafrumvarpi og fylgiplöggum þess er gengið til verka: Lægra þrep virðisaukaskatts hækkað og hærra þrepið lækkað lítillega, jafnframt því sem vörugjöld eru afnumin, líka á sykri. Svo virðist sem afnám vörugjalda ásamt hækkun barnabóta sé hugsað sem mótvægisaðgerð við íþyngjandi áhrifum hækkunar lægra virðisaukaskattsþrepsins. Sú aðgerð er ekki nema að hluta til í anda ráðlegginga sérfræðinga AGS. Hlutur lífeyrisþega liggur óbættur hjá garði auk þess sem skilvirkni vörugjaldaniðurfellingarinnar sem mótvægisaðgerðar er umdeilanleg.Afnám ofurtolla Allnokkrar tillögur um skilvirkari mótvægisaðgerðir hafa komið fram frá því að fjárlagafrumvarp og tilheyrandi tekjuöflunarfrumvörp voru lögð fram. Ein þessara tillagna felur í sér afnám ofurtolla á innfluttum landbúnaðarafurðum, enda vega landbúnaðarafurðir þungt í innkaupakörfu tekjulægstu heimilanna. Samkvæmt útreikningum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, nam kostnaður neytenda af ofurtollunum sjö milljörðum króna á árinu 2013, en hækkun lægra þreps vasksins kostar neytendur ellefu milljarða króna. Fréttamaður Kastljóss bar þessa hugmynd undir forsætisráðherra í þætti sínum þann 11. september síðastliðinn. Forsætisráðherra hélt því fram að lækkun ofurtolla hefði minni áhrif á buddu neytenda en lækkun vörugjaldanna. Ríkissjóður hefur þrjá milljarða í tekjur af vörugjöldum á matvöru og 3,5 milljarða af öðrum vörum (ísskápum og flatskjáum). Í framhaldinu lagði forsætisráðherra að jöfnu áhrif afnám landbúnaðarofurtollanna á tekjur ríkissjóðs (tveir milljarðar króna) og áhrif á afkomu heimilanna í landinu (líka tveir milljarðar króna).Lægri matarreikningur Þetta er rangt. Lækkun ofurtolla á landbúnaðarafurðum mun ekki aðeins lækka verðið á þeim fáu oststykkjum og nautalærum sem flutt eru til landsins. Lækkun ofurtolla mun þvinga innlenda framleiðendur til að finna hagræðingarleiðir og lækka sína vöru einnig. Þess myndu neytendur vissulega njóta í lægra vöruverði, rétt eins og OECD bendir á. Með því að afnema vörugjöld á matvöru og ofurtolla á landbúnaðarvöru má lækka matarreikning heimilanna um allt að 10 milljarða króna. Væri gripið til þessa ráðs, að fella niður bæði ofurtolla og vörugjöld á mat, má ætla að auðvelt yrði að ná almennri sátt um fyrirhugaðar skattalagabreytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Að beiðni íslenskra stjórnvalda gerði sérfræðingateymi á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins úttekt á skattakerfinu íslenska. Sérfræðingarnir skiluðu viðamikilli skýrslu í september 2010. Í viðauka er listi yfir 24 tillögur og ráðleggingar sem lúta að endurbótum á skattakerfinu. Þessar ráðleggingar snúast um allt frá breyttu fyrirkomulagi á skattlagningu einyrkjatekna og einkahlutafélaga til hækkunar á veiðigjaldi og umhverfisgjöldum. Sérfræðingarnir lögðu einnig til að vörugjaldakerfið yrði einfaldað verulega eða lagt af (með hugsanlegri undantekningu fyrir matvöru með háu fitu- eða sykurinnihaldi). Og síðast en ekki síst lögðu þeir til að undanþágum í virðisaukaskattskerfinu yrði fækkað verulega og að hærra þrepið yrði lækkað og hið lægra hækkað, jafnframt því sem gripið yrði til mótvægisaðgerða til að bæta lægri tekjuhópum (barnafjölskyldum og öryrkjum) þann tiltölulega litla skaða sem aðgerðin myndi valda.Þvert á ráðleggingar AGS Ekki verður sagt að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi gengið langt í að hrinda tillögum sérfræðingahópsins í framkvæmd umfram þau skref sem þegar höfðu verið tekin varðandi álagningu veiðigjalds. Framlag ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur til þessa falist í að lækka veiðigjaldið, þvert á ráðleggingar sérfræðingahóps AGS! En með nýframlögðu fjárlagafrumvarpi og fylgiplöggum þess er gengið til verka: Lægra þrep virðisaukaskatts hækkað og hærra þrepið lækkað lítillega, jafnframt því sem vörugjöld eru afnumin, líka á sykri. Svo virðist sem afnám vörugjalda ásamt hækkun barnabóta sé hugsað sem mótvægisaðgerð við íþyngjandi áhrifum hækkunar lægra virðisaukaskattsþrepsins. Sú aðgerð er ekki nema að hluta til í anda ráðlegginga sérfræðinga AGS. Hlutur lífeyrisþega liggur óbættur hjá garði auk þess sem skilvirkni vörugjaldaniðurfellingarinnar sem mótvægisaðgerðar er umdeilanleg.Afnám ofurtolla Allnokkrar tillögur um skilvirkari mótvægisaðgerðir hafa komið fram frá því að fjárlagafrumvarp og tilheyrandi tekjuöflunarfrumvörp voru lögð fram. Ein þessara tillagna felur í sér afnám ofurtolla á innfluttum landbúnaðarafurðum, enda vega landbúnaðarafurðir þungt í innkaupakörfu tekjulægstu heimilanna. Samkvæmt útreikningum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, nam kostnaður neytenda af ofurtollunum sjö milljörðum króna á árinu 2013, en hækkun lægra þreps vasksins kostar neytendur ellefu milljarða króna. Fréttamaður Kastljóss bar þessa hugmynd undir forsætisráðherra í þætti sínum þann 11. september síðastliðinn. Forsætisráðherra hélt því fram að lækkun ofurtolla hefði minni áhrif á buddu neytenda en lækkun vörugjaldanna. Ríkissjóður hefur þrjá milljarða í tekjur af vörugjöldum á matvöru og 3,5 milljarða af öðrum vörum (ísskápum og flatskjáum). Í framhaldinu lagði forsætisráðherra að jöfnu áhrif afnám landbúnaðarofurtollanna á tekjur ríkissjóðs (tveir milljarðar króna) og áhrif á afkomu heimilanna í landinu (líka tveir milljarðar króna).Lægri matarreikningur Þetta er rangt. Lækkun ofurtolla á landbúnaðarafurðum mun ekki aðeins lækka verðið á þeim fáu oststykkjum og nautalærum sem flutt eru til landsins. Lækkun ofurtolla mun þvinga innlenda framleiðendur til að finna hagræðingarleiðir og lækka sína vöru einnig. Þess myndu neytendur vissulega njóta í lægra vöruverði, rétt eins og OECD bendir á. Með því að afnema vörugjöld á matvöru og ofurtolla á landbúnaðarvöru má lækka matarreikning heimilanna um allt að 10 milljarða króna. Væri gripið til þessa ráðs, að fella niður bæði ofurtolla og vörugjöld á mat, má ætla að auðvelt yrði að ná almennri sátt um fyrirhugaðar skattalagabreytingar.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun