Innrásin í þig Hallgrímur Helgason skrifar 8. september 2014 07:00 Stundum getur einn maður breytt heiminum, hafi hann hugrekkið til þess. Ætli við getum ekki kallað Edward Snowden slíkan mann. Nú er liðið rúmt ár frá því hann gekk úr starfi sínu fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA), flúði land og færði heimsbyggðinni fréttir sem voru svo slæmar og svo stórar að við erum enn að melta þær. Skúrkur eða hetja? spyrja landar hans enn. Eftir því sem tíminn líður hallast sífellt fleiri að því síðarnefnda. Sjálfur ber Snowden sér ekki á brjóst en þessi smávaxni, grannholda maður virðist þó búa yfir miklum innri styrk. „Þótt ég myndi enda í Guantánamo hefði ég ekki gert neitt öðruvísi.“ Slíkir menn eru dýrmætir í heimi sem ferðast sífellt hraðar frá þeirri samtíð sem við teljum okkur skilja. Án þeirra væri okkur alls ókunnugt um framferði myrkrahöfðingjanna sem líkt og í amerískri formúlukvikmynd sitja í kjarnorkubyrgjum sínum útí eyðimörkinni og sanka að sér lífum okkar allra, sjúga úr okkur staðreyndir, símtöl og ljósmyndir, sem við héldum í sakleysi okkar að við ættum ein, í mesta lagi fésbókarvinirnir líka. (Sjálfsagt mun orðið „Snowden“ tryggja tölvupósti til Fréttablaðsins, með þessari grein í viðhengi, eilíft líf í gagnaveri vestur í Utah.) Tæknin er hérinn en þekkingin er skjaldbakan, það þekkjum við Íslendingar. Okkar sérstaka skjaldbaka silast enn um slóðir hérans fyrir hrun. Og á meðan tæknin fær að athafna sig utan við upplýsta umræðu, í rökkrinu sem ríkir handan við núið og internetið, mun hún alltaf ganga lengra en löglegt er. Það er víst í eðli mannsins, spennandi nýjungar gera hann óprúttinn. En ekki þarf nema einn mann til að kveikja ljósið og þá blasa myrkraverkin við. Og heimurinn rankar við sér: Innrásin í Írak gat af sér aðra: Innrásina í þig. Því miður hefur umræðan um Snowden farið fram hjá mörgum hérlendis sem annarstaðar. Af því tilefni er efnt til upplestra víða um heim í kvöld, 8. september. Í alþjóðlegu átaki kemur fólk saman og les upp orð hans, allt frá Lillehammer til Cape Town, frá Nýja-Sjálandi til Kólumbíu. Framlag okkar verður á Loft Hostel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Stundum getur einn maður breytt heiminum, hafi hann hugrekkið til þess. Ætli við getum ekki kallað Edward Snowden slíkan mann. Nú er liðið rúmt ár frá því hann gekk úr starfi sínu fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA), flúði land og færði heimsbyggðinni fréttir sem voru svo slæmar og svo stórar að við erum enn að melta þær. Skúrkur eða hetja? spyrja landar hans enn. Eftir því sem tíminn líður hallast sífellt fleiri að því síðarnefnda. Sjálfur ber Snowden sér ekki á brjóst en þessi smávaxni, grannholda maður virðist þó búa yfir miklum innri styrk. „Þótt ég myndi enda í Guantánamo hefði ég ekki gert neitt öðruvísi.“ Slíkir menn eru dýrmætir í heimi sem ferðast sífellt hraðar frá þeirri samtíð sem við teljum okkur skilja. Án þeirra væri okkur alls ókunnugt um framferði myrkrahöfðingjanna sem líkt og í amerískri formúlukvikmynd sitja í kjarnorkubyrgjum sínum útí eyðimörkinni og sanka að sér lífum okkar allra, sjúga úr okkur staðreyndir, símtöl og ljósmyndir, sem við héldum í sakleysi okkar að við ættum ein, í mesta lagi fésbókarvinirnir líka. (Sjálfsagt mun orðið „Snowden“ tryggja tölvupósti til Fréttablaðsins, með þessari grein í viðhengi, eilíft líf í gagnaveri vestur í Utah.) Tæknin er hérinn en þekkingin er skjaldbakan, það þekkjum við Íslendingar. Okkar sérstaka skjaldbaka silast enn um slóðir hérans fyrir hrun. Og á meðan tæknin fær að athafna sig utan við upplýsta umræðu, í rökkrinu sem ríkir handan við núið og internetið, mun hún alltaf ganga lengra en löglegt er. Það er víst í eðli mannsins, spennandi nýjungar gera hann óprúttinn. En ekki þarf nema einn mann til að kveikja ljósið og þá blasa myrkraverkin við. Og heimurinn rankar við sér: Innrásin í Írak gat af sér aðra: Innrásina í þig. Því miður hefur umræðan um Snowden farið fram hjá mörgum hérlendis sem annarstaðar. Af því tilefni er efnt til upplestra víða um heim í kvöld, 8. september. Í alþjóðlegu átaki kemur fólk saman og les upp orð hans, allt frá Lillehammer til Cape Town, frá Nýja-Sjálandi til Kólumbíu. Framlag okkar verður á Loft Hostel.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun