Innrásin í þig Hallgrímur Helgason skrifar 8. september 2014 07:00 Stundum getur einn maður breytt heiminum, hafi hann hugrekkið til þess. Ætli við getum ekki kallað Edward Snowden slíkan mann. Nú er liðið rúmt ár frá því hann gekk úr starfi sínu fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA), flúði land og færði heimsbyggðinni fréttir sem voru svo slæmar og svo stórar að við erum enn að melta þær. Skúrkur eða hetja? spyrja landar hans enn. Eftir því sem tíminn líður hallast sífellt fleiri að því síðarnefnda. Sjálfur ber Snowden sér ekki á brjóst en þessi smávaxni, grannholda maður virðist þó búa yfir miklum innri styrk. „Þótt ég myndi enda í Guantánamo hefði ég ekki gert neitt öðruvísi.“ Slíkir menn eru dýrmætir í heimi sem ferðast sífellt hraðar frá þeirri samtíð sem við teljum okkur skilja. Án þeirra væri okkur alls ókunnugt um framferði myrkrahöfðingjanna sem líkt og í amerískri formúlukvikmynd sitja í kjarnorkubyrgjum sínum útí eyðimörkinni og sanka að sér lífum okkar allra, sjúga úr okkur staðreyndir, símtöl og ljósmyndir, sem við héldum í sakleysi okkar að við ættum ein, í mesta lagi fésbókarvinirnir líka. (Sjálfsagt mun orðið „Snowden“ tryggja tölvupósti til Fréttablaðsins, með þessari grein í viðhengi, eilíft líf í gagnaveri vestur í Utah.) Tæknin er hérinn en þekkingin er skjaldbakan, það þekkjum við Íslendingar. Okkar sérstaka skjaldbaka silast enn um slóðir hérans fyrir hrun. Og á meðan tæknin fær að athafna sig utan við upplýsta umræðu, í rökkrinu sem ríkir handan við núið og internetið, mun hún alltaf ganga lengra en löglegt er. Það er víst í eðli mannsins, spennandi nýjungar gera hann óprúttinn. En ekki þarf nema einn mann til að kveikja ljósið og þá blasa myrkraverkin við. Og heimurinn rankar við sér: Innrásin í Írak gat af sér aðra: Innrásina í þig. Því miður hefur umræðan um Snowden farið fram hjá mörgum hérlendis sem annarstaðar. Af því tilefni er efnt til upplestra víða um heim í kvöld, 8. september. Í alþjóðlegu átaki kemur fólk saman og les upp orð hans, allt frá Lillehammer til Cape Town, frá Nýja-Sjálandi til Kólumbíu. Framlag okkar verður á Loft Hostel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Sjá meira
Stundum getur einn maður breytt heiminum, hafi hann hugrekkið til þess. Ætli við getum ekki kallað Edward Snowden slíkan mann. Nú er liðið rúmt ár frá því hann gekk úr starfi sínu fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA), flúði land og færði heimsbyggðinni fréttir sem voru svo slæmar og svo stórar að við erum enn að melta þær. Skúrkur eða hetja? spyrja landar hans enn. Eftir því sem tíminn líður hallast sífellt fleiri að því síðarnefnda. Sjálfur ber Snowden sér ekki á brjóst en þessi smávaxni, grannholda maður virðist þó búa yfir miklum innri styrk. „Þótt ég myndi enda í Guantánamo hefði ég ekki gert neitt öðruvísi.“ Slíkir menn eru dýrmætir í heimi sem ferðast sífellt hraðar frá þeirri samtíð sem við teljum okkur skilja. Án þeirra væri okkur alls ókunnugt um framferði myrkrahöfðingjanna sem líkt og í amerískri formúlukvikmynd sitja í kjarnorkubyrgjum sínum útí eyðimörkinni og sanka að sér lífum okkar allra, sjúga úr okkur staðreyndir, símtöl og ljósmyndir, sem við héldum í sakleysi okkar að við ættum ein, í mesta lagi fésbókarvinirnir líka. (Sjálfsagt mun orðið „Snowden“ tryggja tölvupósti til Fréttablaðsins, með þessari grein í viðhengi, eilíft líf í gagnaveri vestur í Utah.) Tæknin er hérinn en þekkingin er skjaldbakan, það þekkjum við Íslendingar. Okkar sérstaka skjaldbaka silast enn um slóðir hérans fyrir hrun. Og á meðan tæknin fær að athafna sig utan við upplýsta umræðu, í rökkrinu sem ríkir handan við núið og internetið, mun hún alltaf ganga lengra en löglegt er. Það er víst í eðli mannsins, spennandi nýjungar gera hann óprúttinn. En ekki þarf nema einn mann til að kveikja ljósið og þá blasa myrkraverkin við. Og heimurinn rankar við sér: Innrásin í Írak gat af sér aðra: Innrásina í þig. Því miður hefur umræðan um Snowden farið fram hjá mörgum hérlendis sem annarstaðar. Af því tilefni er efnt til upplestra víða um heim í kvöld, 8. september. Í alþjóðlegu átaki kemur fólk saman og les upp orð hans, allt frá Lillehammer til Cape Town, frá Nýja-Sjálandi til Kólumbíu. Framlag okkar verður á Loft Hostel.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar