Stóri sigurinn er að tveir buðu sig fram Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. september 2014 06:00 Einar Vilhjálmsson. mynd/vísir Einar Vilhjálmsson, Íslandsmethafi í spjótkasti og þrefaldur Ólympíufari, var í gær kosinn formaður Frjálsíþróttasambandsins á þingi þess á Akureyri, en hann hafði betur í baráttunni við fráfarandi varaformann, Benóný Jónsson, með 35 atkvæðum á móti 26. Ekki er langt síðan Einar ákvað að bjóða sig fram. „Það gerðist bara á útmánuðum í vor að sitjandi formaður ákvað að gefa ekki kost á sér. Þá opnaðist umræða um hverjir væru tilbúnir að ljá hreyfingunni krafta sína næstu tvö árin og ég var í þeirri stöðu að geta látið mig málaflokkinn varða og tekið áskorunum varðandi hann,“ sagði Einar við Fréttablaðið í gær. Ekki var um hatramman kosningaslag að ræða. „Ég fór ekki fram gegn einum né neinum. Stóri sigurinn var sá að tveir menn voru tilbúnir til þess að ljá hreyfingunni aðstoð sína. Ég sagði í ræðu minni á þinginu að ef Benóný yrði kosinn færi þar fram mjög góður formaður.“ Einar hefur marga fjöruna sopið þegar kemur að frjálsum íþróttum og hefur nokkuð skýra sýn á hvað hann vill bæta og breyta. „Ég bauð mig fram til að vinna að útbreiðslu og vexti íþróttarinnar á landsvísu. Ég vil líka hlúa að afreksstefnunni enn frekar og auka samtal milli þjálfara og hreyfingarinnar með jöfnuð fyrir alla að leiðarljósi. Ég steig einnig fram í vor og átti stóran þátt í hugmyndinni „Frímínútur“ sem miðar að því að virkja krakka í leik í löngu frímínútunum í skólum landsins.“ „Svo eru það eldri borgararnir en hvað varðar öldungaþáttinn blasa við spennandi verkefni. Ég vil opna og leyfa fleirum að njóta þessa góða starfs sem FRÍ hefur unnið. Þróun og útvíkkun á fjármagnsleiðum er líka sannarlega mjög aðkallandi. Ég ætla samt ekki að segjast ætla að gera hitt og þetta því allt kostar peninga,“ segir Einar sem er spenntur fyrir verkefninu. „Aldrei áður höfum við átt jafnglæsilegan mannauð ungmenna og ég lít á það sem mitt verkefni að koma á auknum verkefnum fyrir hreyfinguna og búa til þjálfarateymi sem hjálpast að,“ segir Einar Vilhjálmsson. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Sjá meira
Einar Vilhjálmsson, Íslandsmethafi í spjótkasti og þrefaldur Ólympíufari, var í gær kosinn formaður Frjálsíþróttasambandsins á þingi þess á Akureyri, en hann hafði betur í baráttunni við fráfarandi varaformann, Benóný Jónsson, með 35 atkvæðum á móti 26. Ekki er langt síðan Einar ákvað að bjóða sig fram. „Það gerðist bara á útmánuðum í vor að sitjandi formaður ákvað að gefa ekki kost á sér. Þá opnaðist umræða um hverjir væru tilbúnir að ljá hreyfingunni krafta sína næstu tvö árin og ég var í þeirri stöðu að geta látið mig málaflokkinn varða og tekið áskorunum varðandi hann,“ sagði Einar við Fréttablaðið í gær. Ekki var um hatramman kosningaslag að ræða. „Ég fór ekki fram gegn einum né neinum. Stóri sigurinn var sá að tveir menn voru tilbúnir til þess að ljá hreyfingunni aðstoð sína. Ég sagði í ræðu minni á þinginu að ef Benóný yrði kosinn færi þar fram mjög góður formaður.“ Einar hefur marga fjöruna sopið þegar kemur að frjálsum íþróttum og hefur nokkuð skýra sýn á hvað hann vill bæta og breyta. „Ég bauð mig fram til að vinna að útbreiðslu og vexti íþróttarinnar á landsvísu. Ég vil líka hlúa að afreksstefnunni enn frekar og auka samtal milli þjálfara og hreyfingarinnar með jöfnuð fyrir alla að leiðarljósi. Ég steig einnig fram í vor og átti stóran þátt í hugmyndinni „Frímínútur“ sem miðar að því að virkja krakka í leik í löngu frímínútunum í skólum landsins.“ „Svo eru það eldri borgararnir en hvað varðar öldungaþáttinn blasa við spennandi verkefni. Ég vil opna og leyfa fleirum að njóta þessa góða starfs sem FRÍ hefur unnið. Þróun og útvíkkun á fjármagnsleiðum er líka sannarlega mjög aðkallandi. Ég ætla samt ekki að segjast ætla að gera hitt og þetta því allt kostar peninga,“ segir Einar sem er spenntur fyrir verkefninu. „Aldrei áður höfum við átt jafnglæsilegan mannauð ungmenna og ég lít á það sem mitt verkefni að koma á auknum verkefnum fyrir hreyfinguna og búa til þjálfarateymi sem hjálpast að,“ segir Einar Vilhjálmsson.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Sjá meira