Með hugann við hætturnar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 22. ágúst 2014 07:00 Bárðarbunga, eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands, hefur látið á sér kræla að undanförnu og átt sviðið í fréttum vikunnar. Gos í fjallinu eða nálægt því gæti framkallað gífurlegar hamfarir, sérstaklega ef gýs undir mörg hundruð metra þykkri jökulhettunni. Þá getur jökulhlaup frá fjallinu ógnað byggðum og mannvirkjum í mörg hundruð kílómetra fjarlægð. Jarðvísindunum hefur fleygt svo fram að það er hægt að vakta eldfjall eins og Bárðarbungu margfalt betur en fyrir fáeinum árum, að ekki sé talað um á öldum áður, þegar engin leið var að vara fólk við eldsumbrotum. Það er því ekki líklegt að gos í Bárðarbungueldstöðinni komi okkur að óvörum og valdi til dæmis stórfelldu manntjóni. Samt er full þörf á að hafa varann á. Samfélag nútímans, með sínum samgöngu- og fjarskiptamannvirkjum, flugsamgöngum og svo framvegis, er á vissum sviðum viðkvæmara fyrir áhrifum náttúruhamfara en það var áður. Fréttablaðið fjallaði um það í gær að jarðhræringarnar við Bárðarbungu nú eru í raun framhald hrinu sem hófst árið 2007. Vorið 2010 var aftur talsverður órói í fjallinu og þá vöktu starfsmenn Almannavarna athygli á að ekki væri til sérstakt hættumat og viðbragðsáætlun vegna goss í Bárðarbungu, líkt og unnið hefði verið vegna Kötlu og Mýrdalsjökuls. Þá var sömuleiðis bent á að gos í Bárðarbungu gæti jafnvel orðið afdrifaríkara en gos í Eyjafjallajökli, sem þá var nýafstaðið, vegna hættu á hamfaraflóðum sem meðal annars gætu farið niður Jökulsá á Fjöllum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er hvorki hættumat né viðbragðsáætlun vegna Bárðarbungu tilbúið fjórum áður síðar. Málið er hins vegar í vinnslu sem hluti af víðtæku og heildstæðu hættumati vegna eldgosa, sem vinna hófst við árið 2011. Sigrún Karlsdóttir, náttúruvárstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í blaðinu að mikilvægast væri að vinnan væri hafin, þótt ekki hefði enn tekizt að ljúka hættumati fyrir Bárðarbungu. Framgangur og staða verkefnisins væri hins vegar „háð því fjármagni sem sé til verka hverju sinni“ og æskilegast væri að hættumat lægi fyrir um alla náttúruvá á Íslandi. Þegar Fréttablaðið fjallaði um hættumatið sumarið 2012 kom fram að verkefnið myndi í heild kosta hundruð milljóna króna, en eingöngu var tryggt fé upp á einhverja tugi milljóna á ári næstu þrjú árin. Það er augljóslega mikilvægt verkefni að ljúka gerð hættumats og viðbragðsáætlana fyrir allar helztu eldstöðvar landsins. Við búum í hættulegu landi, þar sem náttúruöflin geta reglulega gert okkur verulega skráveifu. Það skiptir máli að hafa hugann við þessar hættur og vera viðbúin hamförunum til þess að þær valdi ekki meiri hættu eða tjóni en nauðsynlegt er. Fjárfesting í slíkum viðbúnaði getur skilað sér margfalt til baka. Það þarf að huga að henni til langs tíma, líka þegar þrengingar eru í ríkisfjármálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Bárðarbunga, eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands, hefur látið á sér kræla að undanförnu og átt sviðið í fréttum vikunnar. Gos í fjallinu eða nálægt því gæti framkallað gífurlegar hamfarir, sérstaklega ef gýs undir mörg hundruð metra þykkri jökulhettunni. Þá getur jökulhlaup frá fjallinu ógnað byggðum og mannvirkjum í mörg hundruð kílómetra fjarlægð. Jarðvísindunum hefur fleygt svo fram að það er hægt að vakta eldfjall eins og Bárðarbungu margfalt betur en fyrir fáeinum árum, að ekki sé talað um á öldum áður, þegar engin leið var að vara fólk við eldsumbrotum. Það er því ekki líklegt að gos í Bárðarbungueldstöðinni komi okkur að óvörum og valdi til dæmis stórfelldu manntjóni. Samt er full þörf á að hafa varann á. Samfélag nútímans, með sínum samgöngu- og fjarskiptamannvirkjum, flugsamgöngum og svo framvegis, er á vissum sviðum viðkvæmara fyrir áhrifum náttúruhamfara en það var áður. Fréttablaðið fjallaði um það í gær að jarðhræringarnar við Bárðarbungu nú eru í raun framhald hrinu sem hófst árið 2007. Vorið 2010 var aftur talsverður órói í fjallinu og þá vöktu starfsmenn Almannavarna athygli á að ekki væri til sérstakt hættumat og viðbragðsáætlun vegna goss í Bárðarbungu, líkt og unnið hefði verið vegna Kötlu og Mýrdalsjökuls. Þá var sömuleiðis bent á að gos í Bárðarbungu gæti jafnvel orðið afdrifaríkara en gos í Eyjafjallajökli, sem þá var nýafstaðið, vegna hættu á hamfaraflóðum sem meðal annars gætu farið niður Jökulsá á Fjöllum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er hvorki hættumat né viðbragðsáætlun vegna Bárðarbungu tilbúið fjórum áður síðar. Málið er hins vegar í vinnslu sem hluti af víðtæku og heildstæðu hættumati vegna eldgosa, sem vinna hófst við árið 2011. Sigrún Karlsdóttir, náttúruvárstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í blaðinu að mikilvægast væri að vinnan væri hafin, þótt ekki hefði enn tekizt að ljúka hættumati fyrir Bárðarbungu. Framgangur og staða verkefnisins væri hins vegar „háð því fjármagni sem sé til verka hverju sinni“ og æskilegast væri að hættumat lægi fyrir um alla náttúruvá á Íslandi. Þegar Fréttablaðið fjallaði um hættumatið sumarið 2012 kom fram að verkefnið myndi í heild kosta hundruð milljóna króna, en eingöngu var tryggt fé upp á einhverja tugi milljóna á ári næstu þrjú árin. Það er augljóslega mikilvægt verkefni að ljúka gerð hættumats og viðbragðsáætlana fyrir allar helztu eldstöðvar landsins. Við búum í hættulegu landi, þar sem náttúruöflin geta reglulega gert okkur verulega skráveifu. Það skiptir máli að hafa hugann við þessar hættur og vera viðbúin hamförunum til þess að þær valdi ekki meiri hættu eða tjóni en nauðsynlegt er. Fjárfesting í slíkum viðbúnaði getur skilað sér margfalt til baka. Það þarf að huga að henni til langs tíma, líka þegar þrengingar eru í ríkisfjármálum.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun