Busarnir boðnir velkomnir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. ágúst 2014 07:00 Eftir nokkra daga byrja þúsundir ólögráða unglinga í nýjum skóla, framhaldsskóla. Foreldrarnir gera væntanlega ráð fyrir að vel verði tekið á móti þeim, enda geta margir verið dálítið litlir í sér þótt þeir séu orðnir sextán ára og telji sig færa í flestan sjó. Það er líka raunin víðast hvar, að minnsta kosti af hálfu skólayfirvalda og kennara. Hins vegar er ekki hægt að gera ráð fyrir að eldri samnemendur fagni þeim sem koma nýir í skólann, alltént ekki í öllum skólum. Sums staðar er tekið á móti nýnemum með kaffi og kökum, kvöldvökum og skoðunarferðum, en ennþá tíðkast í sumum framhaldsskólum fáránlegar „busavígslur“, þar sem börn eru atyrt, niðurlægð á ýmsan hátt og í sumum tilvikum hreinlega beitt ofbeldi. Til upprifjunar má tína til sumt af því sem hefur verið gert við „busana“ á allra síðustu árum. Væga útgáfan er að segja nýnemunum að þeir séu „óæðri“, megi ekki koma á ákveðin svæði í skólanum, eigi að hneigja sig fyrir eldri nemum eða sýna þeim undirgefni á annan hátt. Í svæsnari tilfellum er fólk gegnbleytt með garðslöngu, því er dýft ofan í fiskikör með slori, látið drekka ógeðsdrykki, margir í einu eru hífðir upp í neti með krana, fólk er bundið eða lokað inni. Margt af þessu væri ekki á röngum stað í ákæru fyrir frelsissviptingu og líkamsárás. Í ákveðnum skólum hefur gætt tregðu til að breyta þessari ómenningu. Fyrir tveimur árum fjallaði Fréttablaðið um busavígslur í skóla, þar sem vatni var sprautað á nýnema, þeir voru látnir baða sig í slori og ís og velta sér upp úr drullu. Skólameistarinn sagði í viðtali við blaðið: „Eigum við ekki að segja að þetta sé hefð og hefðir miða ekkert alltaf að því sem er uppbyggilegt.“ Hefðir af þessu tagi eru samt svo augljóslega vondar. Það er galin röksemdafærsla að eldri nemar eigi einhvern rétt á að koma illa fram við nýnema af því að einu sinni var komið þannig fram við þá sjálfa. Og skólameistari sem firrir sig ábyrgð á slíku athæfi í sínum skóla er ekki starfi sínu vaxinn. Það er þess vegna sérstaklega jákvætt að í ár hafa Skólameistarafélag Íslands og Félag íslenzkra framhaldsskóla skorið upp herör gegn ofbeldi og niðurlægingu í tengslum við busavígslur. Hjalti Jón Sveinsson, formaður beggja félaga og skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, sagði í Fréttablaðinu í gær að leggja ætti áherzlu á að halda til haga skemmtilegum siðum og venjum þar sem nemendur væru boðnir velkomnir en hætta hinum niðurlægjandi busavígslum. Í sumum skólum gæti það þýtt afturhvarf til upprunans; í Menntaskólanum í Reykjavík er til dæmis eldgömul hefð fyrir „tolleringum“ en á seinni áratugum hefur hlaðizt utan á hana alls konar leikaraskapur, ómenning og vitleysa sem gjarnan má afnema. Kjarni málsins er sá að framhaldsskólarnir eru menntastofnanir, sem eiga að byggja fólk upp en ekki brjóta það niður. Í þeim anda á að sjálfsögðu að taka á móti nýnemum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Eftir nokkra daga byrja þúsundir ólögráða unglinga í nýjum skóla, framhaldsskóla. Foreldrarnir gera væntanlega ráð fyrir að vel verði tekið á móti þeim, enda geta margir verið dálítið litlir í sér þótt þeir séu orðnir sextán ára og telji sig færa í flestan sjó. Það er líka raunin víðast hvar, að minnsta kosti af hálfu skólayfirvalda og kennara. Hins vegar er ekki hægt að gera ráð fyrir að eldri samnemendur fagni þeim sem koma nýir í skólann, alltént ekki í öllum skólum. Sums staðar er tekið á móti nýnemum með kaffi og kökum, kvöldvökum og skoðunarferðum, en ennþá tíðkast í sumum framhaldsskólum fáránlegar „busavígslur“, þar sem börn eru atyrt, niðurlægð á ýmsan hátt og í sumum tilvikum hreinlega beitt ofbeldi. Til upprifjunar má tína til sumt af því sem hefur verið gert við „busana“ á allra síðustu árum. Væga útgáfan er að segja nýnemunum að þeir séu „óæðri“, megi ekki koma á ákveðin svæði í skólanum, eigi að hneigja sig fyrir eldri nemum eða sýna þeim undirgefni á annan hátt. Í svæsnari tilfellum er fólk gegnbleytt með garðslöngu, því er dýft ofan í fiskikör með slori, látið drekka ógeðsdrykki, margir í einu eru hífðir upp í neti með krana, fólk er bundið eða lokað inni. Margt af þessu væri ekki á röngum stað í ákæru fyrir frelsissviptingu og líkamsárás. Í ákveðnum skólum hefur gætt tregðu til að breyta þessari ómenningu. Fyrir tveimur árum fjallaði Fréttablaðið um busavígslur í skóla, þar sem vatni var sprautað á nýnema, þeir voru látnir baða sig í slori og ís og velta sér upp úr drullu. Skólameistarinn sagði í viðtali við blaðið: „Eigum við ekki að segja að þetta sé hefð og hefðir miða ekkert alltaf að því sem er uppbyggilegt.“ Hefðir af þessu tagi eru samt svo augljóslega vondar. Það er galin röksemdafærsla að eldri nemar eigi einhvern rétt á að koma illa fram við nýnema af því að einu sinni var komið þannig fram við þá sjálfa. Og skólameistari sem firrir sig ábyrgð á slíku athæfi í sínum skóla er ekki starfi sínu vaxinn. Það er þess vegna sérstaklega jákvætt að í ár hafa Skólameistarafélag Íslands og Félag íslenzkra framhaldsskóla skorið upp herör gegn ofbeldi og niðurlægingu í tengslum við busavígslur. Hjalti Jón Sveinsson, formaður beggja félaga og skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, sagði í Fréttablaðinu í gær að leggja ætti áherzlu á að halda til haga skemmtilegum siðum og venjum þar sem nemendur væru boðnir velkomnir en hætta hinum niðurlægjandi busavígslum. Í sumum skólum gæti það þýtt afturhvarf til upprunans; í Menntaskólanum í Reykjavík er til dæmis eldgömul hefð fyrir „tolleringum“ en á seinni áratugum hefur hlaðizt utan á hana alls konar leikaraskapur, ómenning og vitleysa sem gjarnan má afnema. Kjarni málsins er sá að framhaldsskólarnir eru menntastofnanir, sem eiga að byggja fólk upp en ekki brjóta það niður. Í þeim anda á að sjálfsögðu að taka á móti nýnemum.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun