Rússnesk rómantík í öndvegi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2014 13:00 Simfóníuhljómsveit Toronto. Simfóníuhljómsveit Toronto hefur leik í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn klukkan 19.30, undir stjórn hins kanadíska Peters Oundjian. Með sveitinni er fiðlusnillingurinn James Ehnes, sem hefur leikið í bestu tónleikasölum heims með mörgum virtustu hljómsveitum og stjórnendum sem völ er á og fengið góða dóma. Rússnesk rómantík einkennir dagskrá hljómsveitarinnar á tónleikunum í Hörpu. Þar eru sinfónískir dansar op. 45 eftir Rakkmaninoff meðal verka og Ehnes mun leika hinn sívinsæla fiðlukonsert Tsjaíkovskís. Toronto Symphony Orchestra þykir vera úrvalshljómsveit. Hún var stofnuð árið 1922 og hefur vaxið mikið undir stjórn Peters Oundjian sem nú hefur haldið um tónsprota hennar í tíu ár. Því er hljómsveitin að fagna með tónleikaferðalagi um Evrópu nú í ágúst en tónleikarnir í Hörpu eru lokahnykkur þeirrar ferðar. Fyrstu tónleikarnir í þeirri ferð voru í Vín í Austurríki, þaðan hélt sveitin til Wiesbaden í Þýskalandi og áfram til Amsterdam í Hollandi. Hingað kemur hún frá Finnlandi, þar sem hún spilar í Helsinki Music Centre í kvöld. Einleikarar úr sveitinni koma fram á Menningarnæturkvöldi 23. ágúst milli klukkan 19.30 og 21.30 í Norðurljósasal Hörpu og gefa gestum forsmekkinn að því sem koma skal kvöldið eftir. Vestur-Íslendingurinn Pearl Pálmason (1915-2006) fiðluleikari lék með Toronto Symphony Orchestra frá 1941 til 1981. Hún var um tíma aðstoðarkonsertmeistari sveitarinnar og hljóp iðulega í skarðið í forföllum konsertmeistarans. Pearl var dóttir íslenskra innflytjenda í Winnipeg. Foreldrar hennar voru Gróa Sveinsdóttir frá Kletti í Borgarfirði og Sveinn Pálmason frá Ysta-Gili í Langadal í Húnaþingi. Pearl lærði ung á fiðlu og átti glæstan feril í tónlistinni. Hún hélt tvenna tónleika í Gamla bíói árið 1938 við góðar undirtektir. Undirleikari var Árni Kristjánsson. Hún lék með Canadian Opera Symphony í Toronto frá 1981 til 1985 og árið 1987 varð hún konsertmeistari Oakville Symphony Orchestra, þá 71 árs. Menning Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Simfóníuhljómsveit Toronto hefur leik í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn klukkan 19.30, undir stjórn hins kanadíska Peters Oundjian. Með sveitinni er fiðlusnillingurinn James Ehnes, sem hefur leikið í bestu tónleikasölum heims með mörgum virtustu hljómsveitum og stjórnendum sem völ er á og fengið góða dóma. Rússnesk rómantík einkennir dagskrá hljómsveitarinnar á tónleikunum í Hörpu. Þar eru sinfónískir dansar op. 45 eftir Rakkmaninoff meðal verka og Ehnes mun leika hinn sívinsæla fiðlukonsert Tsjaíkovskís. Toronto Symphony Orchestra þykir vera úrvalshljómsveit. Hún var stofnuð árið 1922 og hefur vaxið mikið undir stjórn Peters Oundjian sem nú hefur haldið um tónsprota hennar í tíu ár. Því er hljómsveitin að fagna með tónleikaferðalagi um Evrópu nú í ágúst en tónleikarnir í Hörpu eru lokahnykkur þeirrar ferðar. Fyrstu tónleikarnir í þeirri ferð voru í Vín í Austurríki, þaðan hélt sveitin til Wiesbaden í Þýskalandi og áfram til Amsterdam í Hollandi. Hingað kemur hún frá Finnlandi, þar sem hún spilar í Helsinki Music Centre í kvöld. Einleikarar úr sveitinni koma fram á Menningarnæturkvöldi 23. ágúst milli klukkan 19.30 og 21.30 í Norðurljósasal Hörpu og gefa gestum forsmekkinn að því sem koma skal kvöldið eftir. Vestur-Íslendingurinn Pearl Pálmason (1915-2006) fiðluleikari lék með Toronto Symphony Orchestra frá 1941 til 1981. Hún var um tíma aðstoðarkonsertmeistari sveitarinnar og hljóp iðulega í skarðið í forföllum konsertmeistarans. Pearl var dóttir íslenskra innflytjenda í Winnipeg. Foreldrar hennar voru Gróa Sveinsdóttir frá Kletti í Borgarfirði og Sveinn Pálmason frá Ysta-Gili í Langadal í Húnaþingi. Pearl lærði ung á fiðlu og átti glæstan feril í tónlistinni. Hún hélt tvenna tónleika í Gamla bíói árið 1938 við góðar undirtektir. Undirleikari var Árni Kristjánsson. Hún lék með Canadian Opera Symphony í Toronto frá 1981 til 1985 og árið 1987 varð hún konsertmeistari Oakville Symphony Orchestra, þá 71 árs.
Menning Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“