Reynslan er ólygnust Jón Sigurðsson skrifar 20. ágúst 2014 07:00 Margt hefur tekist vel á fyrsta ári núverandi ríkisstjórnar. Atvinnuástand er þokkalegt og ýmsar framkvæmdir á döfinni. Ríkisfjármálin virðast nálgast jafnvægi. Að mörgu leyti má segja að hrunið sé að baki, en eftir er enn að vinna úr fjöldamörgu sem tengist hruninu. Til dæmis er velferðarkerfið greinilega enn í miklum vanda. En ýmislegt bendir til að los sé á stjórnsýslunni. Vandræðin sem dregist hafa yfir innanríkisráðherra eru dæmi um þetta. Dráttur á ákvörðunum um þrotabú bankanna er annað dæmi, og líka tafir á samþykki við áætlun um greiðslur Icesave. Þriðja dæmið gæti verið ummæli fjármálaráðherra þegar hann var rétt í þann mund að skipa seðlabankastjóra, að hann gæti „í augnablikinu“ hugsað sér að fjölga seðlabankastjórum. Síðan má nefna ummæli endurskipaðs seðlabankastjóra um störf sín aðeins „næstu misserin“. Þá er ákafi fjárlaganefndarmanna að tryggja jafnvægi vissulega lofsverður, en ekki fullyrðingar þeirra sem svo eru hraktar jafnóðum. Framundan eru margvíslegar streitur í íslensku efnahagslífi. Og þá getur verið varasamt að forsætisráðherra fari að segja óvæntar spaugsögur. Ekki síst vekur það efasemdir þegar honum mistekst þannig með alþjóðlega kjötbrandara sína að menn halda að hann sé að tala í alvöru. Helstu hættumerkin nú eru að hagvöxtur er algerlega drifinn áfram af einkaneyslu. Að sama skapi er innflutningur að aukast, jafnt í vörum sem þjónustu. Framundan eru aðgerðir til skuldalækkunar sem bætast við þessa neysluspennu, og má þakka að aðeins verður staðið við lítinn hluta loforðanna. Fasteignaverð hefur hækkað og nokkur merki eru um verðbólu. Margt bendir til þess að veruleg harka verði á vinnumarkaði á komandi vetri. Mikil vonbrigði eru innan launþegafélaganna með framvinduna upp á síðkastið, og má reikna með hörðum aðgerðum þeirra. Þetta er gamalkunn atburðarás. En þenslu- og verðbólguvandræði birtast yfirleitt ekki greinilega fyrr en of seint. Þau hlaðast upp í smáskömmtum mánuð eftir mánuð, og loks verður ekki komist lengur undan því að bregðast við þeim, venjulega með gengisfellingu. Jafnvel þótt makríll og ferðamenn skili vel af sér, má nú þegar sjá merki um slíka framvindu. Ein hættan birtist í ummælum stjórnmálamanna um þrotabú föllnu bankanna og uppgjör þeirra. Best væri auðvitað að stjórnmálamenn gættu sín á öllum ummælum um slík málefni sem eru viðfangsefni samningamanna eða dómara. Öll þessi ummæli eru þýdd og geymd í vopnabúrum erlendra lögmanna. Það getur verið varhugavert að fullyrða nokkuð um það hvort er „betra eða heppilegara“ samningur eða gjaldþrotameðferð. Það er áhættusamt ef hagsmunaaðilar fá átyllu til að saka stjórnvöld um pólitískan þrýsting meðan mál eru í vinnslu. Þetta er ekki sagt hér til að „tala niður íslenskan málstað“, heldur er vinur sá er til vamms segir. Gjaldeyrishöftum verður ekki lyft á næstunni, enda flókið ferli áður við þrotabú bankanna. Fyrir utan verðtryggða krónu höfum við nú þegar margfalt gengi: opinbert haftagengi, lækkað útboðsgengi Seðlabankans, og ýmis frávik í öðrum skiptum. Margir hrökkva við þegar talað er um að „einangra“ þrotabúin og áhrif uppgjöra „frá hagkerfinu“ að öðru leyti. Menn fara að velta því fyrir sér hvort nú eigi virkilega að hverfa aftur fyrir árið 1959 og byrja á ný með millifærslur, uppbætur og margfalt gengi. Í sömu átt hníga sum gagnrýnisorð ráðamanna um peningamálastefnu Seðlabankans. Vonandi hafa ráðamenn reynslu þjóðarinnar í huga og varast gömul víti þegar ákvarðanir verða teknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Margt hefur tekist vel á fyrsta ári núverandi ríkisstjórnar. Atvinnuástand er þokkalegt og ýmsar framkvæmdir á döfinni. Ríkisfjármálin virðast nálgast jafnvægi. Að mörgu leyti má segja að hrunið sé að baki, en eftir er enn að vinna úr fjöldamörgu sem tengist hruninu. Til dæmis er velferðarkerfið greinilega enn í miklum vanda. En ýmislegt bendir til að los sé á stjórnsýslunni. Vandræðin sem dregist hafa yfir innanríkisráðherra eru dæmi um þetta. Dráttur á ákvörðunum um þrotabú bankanna er annað dæmi, og líka tafir á samþykki við áætlun um greiðslur Icesave. Þriðja dæmið gæti verið ummæli fjármálaráðherra þegar hann var rétt í þann mund að skipa seðlabankastjóra, að hann gæti „í augnablikinu“ hugsað sér að fjölga seðlabankastjórum. Síðan má nefna ummæli endurskipaðs seðlabankastjóra um störf sín aðeins „næstu misserin“. Þá er ákafi fjárlaganefndarmanna að tryggja jafnvægi vissulega lofsverður, en ekki fullyrðingar þeirra sem svo eru hraktar jafnóðum. Framundan eru margvíslegar streitur í íslensku efnahagslífi. Og þá getur verið varasamt að forsætisráðherra fari að segja óvæntar spaugsögur. Ekki síst vekur það efasemdir þegar honum mistekst þannig með alþjóðlega kjötbrandara sína að menn halda að hann sé að tala í alvöru. Helstu hættumerkin nú eru að hagvöxtur er algerlega drifinn áfram af einkaneyslu. Að sama skapi er innflutningur að aukast, jafnt í vörum sem þjónustu. Framundan eru aðgerðir til skuldalækkunar sem bætast við þessa neysluspennu, og má þakka að aðeins verður staðið við lítinn hluta loforðanna. Fasteignaverð hefur hækkað og nokkur merki eru um verðbólu. Margt bendir til þess að veruleg harka verði á vinnumarkaði á komandi vetri. Mikil vonbrigði eru innan launþegafélaganna með framvinduna upp á síðkastið, og má reikna með hörðum aðgerðum þeirra. Þetta er gamalkunn atburðarás. En þenslu- og verðbólguvandræði birtast yfirleitt ekki greinilega fyrr en of seint. Þau hlaðast upp í smáskömmtum mánuð eftir mánuð, og loks verður ekki komist lengur undan því að bregðast við þeim, venjulega með gengisfellingu. Jafnvel þótt makríll og ferðamenn skili vel af sér, má nú þegar sjá merki um slíka framvindu. Ein hættan birtist í ummælum stjórnmálamanna um þrotabú föllnu bankanna og uppgjör þeirra. Best væri auðvitað að stjórnmálamenn gættu sín á öllum ummælum um slík málefni sem eru viðfangsefni samningamanna eða dómara. Öll þessi ummæli eru þýdd og geymd í vopnabúrum erlendra lögmanna. Það getur verið varhugavert að fullyrða nokkuð um það hvort er „betra eða heppilegara“ samningur eða gjaldþrotameðferð. Það er áhættusamt ef hagsmunaaðilar fá átyllu til að saka stjórnvöld um pólitískan þrýsting meðan mál eru í vinnslu. Þetta er ekki sagt hér til að „tala niður íslenskan málstað“, heldur er vinur sá er til vamms segir. Gjaldeyrishöftum verður ekki lyft á næstunni, enda flókið ferli áður við þrotabú bankanna. Fyrir utan verðtryggða krónu höfum við nú þegar margfalt gengi: opinbert haftagengi, lækkað útboðsgengi Seðlabankans, og ýmis frávik í öðrum skiptum. Margir hrökkva við þegar talað er um að „einangra“ þrotabúin og áhrif uppgjöra „frá hagkerfinu“ að öðru leyti. Menn fara að velta því fyrir sér hvort nú eigi virkilega að hverfa aftur fyrir árið 1959 og byrja á ný með millifærslur, uppbætur og margfalt gengi. Í sömu átt hníga sum gagnrýnisorð ráðamanna um peningamálastefnu Seðlabankans. Vonandi hafa ráðamenn reynslu þjóðarinnar í huga og varast gömul víti þegar ákvarðanir verða teknar.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun