Aukin framleiðni, meiri hamingja, minna stress Teitur Guðmundsson skrifar 19. ágúst 2014 09:00 Hver kannast ekki við það að vinna aðeins fram eftir, vera of seinn til dæmis að sækja börnin í skóla eða leikskóla, gleyma sér í vinnunni? Svara tölvupósti á kvöldin þar sem ekki náðist að ganga frá honum í vinnutíma eða jafnvel taka fundi eftir vinnu, um kvöld og helgar. Þurfa að ganga á frítíma sinn og sinna nánustu til að klára verkefni? Líklega kannast flestir stjórnendur við slíkt og eiga í mismiklum vandræðum með að samræma vinnu og einkalíf. Þá hefur töluvert verið fjallað um kulnun og álag í starfi, undirmönnun samanber heilbrigðisstarfsmenn sem hlaupa hraðar og komast varla á klósett og ýmsa fleiri í viðlíka stöðu. Ekki má gleyma þeim sem standa vaktir við hina ýmsu vinnu og eru á skjön við aðra fjölskyldumeðlimi í rútínunni, hvað þá að þeir fái reglubundinn svefn og nærist á hefðbundnum tímum. Þeir sem þurfa að vinna auka- og yfirvinnu til að hafa í sig og á og þannig mætti lengi telja.Meiri sveigjanleiki Vinnan göfgar manninn, sagði einhver, og er það eflaust rétt, hlutverk, ábyrgð og samneyti við annað fólk skiptir máli fyrir fjárhag, heilsu og sjálfstæði hvers og eins. Talsverð umræða hefur þó spunnist um vinnuframlag og framleiðni undanfarið. Aukinn þungi er varðandi það að draga úr viðveru, stytta vinnuvikuna og auka sveigjanleika starfsmanna. Vísað er í ýmsar tölur því til stuðnings og samanburð á milli landa. Í sömu andrá er rætt að þrátt fyrir skemmri vinnutíma verði að finna leiðir til að viðhalda sömu kjörum, því ef slíkt ekki takist snúist það upp í andhverfu sína, að draga úr vinnu. Sumir sérfræðingar á sviði heilsu og vinnuverndar hafa bent á það að það gæti verið þjóðhagslega hagkvæmt að fara slíka leið. Sérstaklega er hægt að benda á John Ashton sem er læknir og prófessor í Bretlandi og fer fyrir lýðheilsumálum þar í landi í UK Faculty of Public Health, en margir fleiri þá líka hérlendis hafa imprað á slíku og má nefna Samtök iðnaðarins, BSRB, Reykjavíkurborg og ýmsa fleiri.Tími fyrir hugðarefnin Hægt er að ímynda sér að starfsmenn myndu fagna þessari breyttu tilhögun og samneyti milli foreldra og barna, fjölskyldu, vina og kunningja gæti aukist. Meiri tími skapaðist fyrir hugðarefni og verkefni sem alla jafnan falla utan vinnutíma. Þá er einnig bent á það víða að slíkt fyrirkomulag auki framleiðni og hagnað fyrirtækja og jafnvel heilu þjóðanna. Aðrir hafa bent á að ekki sé allt reiknað með í jöfnunni þar að lútandi, en engu að síður verðum við Íslendingar að vera reiðubúnir að skoða slíkar breytingar með opnum huga. Í þessu samhengi er áhugavert að skoða tölur, í Bandaríkjunum vinnur 1 af hverjum 9 einstaklingum 50 klst. vinnuviku eða lengri, í Þýskalandi 1 af 18, Svíþjóð 1 af 81. Meðalvinnuvika á Íslandi er hvað lengst í Evrópu og vinna Íslendingar samkvæmt gögnum OECD flestar vinnustundir þjóða í Skandinavíu. Áhrifin á heilsu fólks eru gífurleg en þar er meðal annars bent á það að andleg líðan og streita sem skapast við þessar kringumstæður getur verið bókstaflega sjúkdómsvaldandi á margvíslegan hátt. Við þekkjum það að depurð, þunglyndi og kvíði eru meðal algengustu orsaka fyrir vanvirkni og örorku auk stoðkerfisvanda sem oftsinnis skapast vegna langvarandi álags við vinnu. Við höfum ítrekað fengið fregnir af því að Íslendingar eigi met í notkun þunglyndislyfja og svefnlyfja sem líklega að einhverju leyti má rekja til umhverfisþátta eins og vinnuálags. En hér spila einnig hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein, offita, sykursýki og hvers konar aðrir sjúkdómar með og aukast líkurnar á þeim öllum sé ekki jafnvægi milli vinnu og einkalífs.Minna um veikindi Þar sem ekki er að vænta að skipulag sem þetta hljóti hljómgrunn nema atvinnurekendur og ríki sjái sér hag í því er vert að benda á þá staðreynd að talið er að svokölluð skammtímaveikindi myndu minnka sem og langtímaveikindi, auk þess hefur verið bent á lækkun slysatíðni í sömu andrá. Að ógleymdri aukinni framleiðni. Ef veikindi á Íslandi eru talin saman kosta þau tugi milljarða á ári hverju. Auðvitað er ekki raunhæft að draga með öllu úr þeim, en ef við gefum okkur að þeim myndi fækka sem nemur 20 af hundraði gætu það verið allt að 5-10 milljarðar á hverju ári sem sköpuðust þar eingöngu. Það er því til mikils að vinna, ekki bara í því tilliti að auka hamingju og vellíðan sem ætti þó alltaf að vera í fyrsta sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við það að vinna aðeins fram eftir, vera of seinn til dæmis að sækja börnin í skóla eða leikskóla, gleyma sér í vinnunni? Svara tölvupósti á kvöldin þar sem ekki náðist að ganga frá honum í vinnutíma eða jafnvel taka fundi eftir vinnu, um kvöld og helgar. Þurfa að ganga á frítíma sinn og sinna nánustu til að klára verkefni? Líklega kannast flestir stjórnendur við slíkt og eiga í mismiklum vandræðum með að samræma vinnu og einkalíf. Þá hefur töluvert verið fjallað um kulnun og álag í starfi, undirmönnun samanber heilbrigðisstarfsmenn sem hlaupa hraðar og komast varla á klósett og ýmsa fleiri í viðlíka stöðu. Ekki má gleyma þeim sem standa vaktir við hina ýmsu vinnu og eru á skjön við aðra fjölskyldumeðlimi í rútínunni, hvað þá að þeir fái reglubundinn svefn og nærist á hefðbundnum tímum. Þeir sem þurfa að vinna auka- og yfirvinnu til að hafa í sig og á og þannig mætti lengi telja.Meiri sveigjanleiki Vinnan göfgar manninn, sagði einhver, og er það eflaust rétt, hlutverk, ábyrgð og samneyti við annað fólk skiptir máli fyrir fjárhag, heilsu og sjálfstæði hvers og eins. Talsverð umræða hefur þó spunnist um vinnuframlag og framleiðni undanfarið. Aukinn þungi er varðandi það að draga úr viðveru, stytta vinnuvikuna og auka sveigjanleika starfsmanna. Vísað er í ýmsar tölur því til stuðnings og samanburð á milli landa. Í sömu andrá er rætt að þrátt fyrir skemmri vinnutíma verði að finna leiðir til að viðhalda sömu kjörum, því ef slíkt ekki takist snúist það upp í andhverfu sína, að draga úr vinnu. Sumir sérfræðingar á sviði heilsu og vinnuverndar hafa bent á það að það gæti verið þjóðhagslega hagkvæmt að fara slíka leið. Sérstaklega er hægt að benda á John Ashton sem er læknir og prófessor í Bretlandi og fer fyrir lýðheilsumálum þar í landi í UK Faculty of Public Health, en margir fleiri þá líka hérlendis hafa imprað á slíku og má nefna Samtök iðnaðarins, BSRB, Reykjavíkurborg og ýmsa fleiri.Tími fyrir hugðarefnin Hægt er að ímynda sér að starfsmenn myndu fagna þessari breyttu tilhögun og samneyti milli foreldra og barna, fjölskyldu, vina og kunningja gæti aukist. Meiri tími skapaðist fyrir hugðarefni og verkefni sem alla jafnan falla utan vinnutíma. Þá er einnig bent á það víða að slíkt fyrirkomulag auki framleiðni og hagnað fyrirtækja og jafnvel heilu þjóðanna. Aðrir hafa bent á að ekki sé allt reiknað með í jöfnunni þar að lútandi, en engu að síður verðum við Íslendingar að vera reiðubúnir að skoða slíkar breytingar með opnum huga. Í þessu samhengi er áhugavert að skoða tölur, í Bandaríkjunum vinnur 1 af hverjum 9 einstaklingum 50 klst. vinnuviku eða lengri, í Þýskalandi 1 af 18, Svíþjóð 1 af 81. Meðalvinnuvika á Íslandi er hvað lengst í Evrópu og vinna Íslendingar samkvæmt gögnum OECD flestar vinnustundir þjóða í Skandinavíu. Áhrifin á heilsu fólks eru gífurleg en þar er meðal annars bent á það að andleg líðan og streita sem skapast við þessar kringumstæður getur verið bókstaflega sjúkdómsvaldandi á margvíslegan hátt. Við þekkjum það að depurð, þunglyndi og kvíði eru meðal algengustu orsaka fyrir vanvirkni og örorku auk stoðkerfisvanda sem oftsinnis skapast vegna langvarandi álags við vinnu. Við höfum ítrekað fengið fregnir af því að Íslendingar eigi met í notkun þunglyndislyfja og svefnlyfja sem líklega að einhverju leyti má rekja til umhverfisþátta eins og vinnuálags. En hér spila einnig hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein, offita, sykursýki og hvers konar aðrir sjúkdómar með og aukast líkurnar á þeim öllum sé ekki jafnvægi milli vinnu og einkalífs.Minna um veikindi Þar sem ekki er að vænta að skipulag sem þetta hljóti hljómgrunn nema atvinnurekendur og ríki sjái sér hag í því er vert að benda á þá staðreynd að talið er að svokölluð skammtímaveikindi myndu minnka sem og langtímaveikindi, auk þess hefur verið bent á lækkun slysatíðni í sömu andrá. Að ógleymdri aukinni framleiðni. Ef veikindi á Íslandi eru talin saman kosta þau tugi milljarða á ári hverju. Auðvitað er ekki raunhæft að draga með öllu úr þeim, en ef við gefum okkur að þeim myndi fækka sem nemur 20 af hundraði gætu það verið allt að 5-10 milljarðar á hverju ári sem sköpuðust þar eingöngu. Það er því til mikils að vinna, ekki bara í því tilliti að auka hamingju og vellíðan sem ætti þó alltaf að vera í fyrsta sæti.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar