Þjóðlist bæði sunnan heiða og norðan Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2014 13:00 Bára og Chris eiga ýmis sérkennileg hljóðfæri sem þau leika á undir söng sínum. Fréttablaðið/GVA Það er nóg að gera þessa dagana hjá dúóinu Funa sem samanstendur af þeim Báru Grímsdóttur kvæðakonu og Chris Foster þjóðlagasöngvara og gítarista. Svo byrjað sé á deginum í dag þá verða þau á þjóðlagatónleikum í Norræna húsinu kvöld sem hefjast klukkan 20, ásamt norsku tónlistarkonunum Lindu Gytri frá Oldedalen sem státar af titlinum Noregsmeistari í harmonikuleik og Unni Lövlid sem er rödd vesturstrandar Noregs og þykir með betri þjóðlagatónlistarkonum. „Þetta eru í raun þrískiptir tónleikar. Við skiptumst á að koma þar fram, við Chris saman og þær Linda Gytri og Unni Lövlid hvor í sínu lagi,“ lýsir Bára. „Chris verður með langspilið og ég með borðhörpu sem heitir Kantele og Chris spilar líka á gítar. Efnið er blanda af gömlum íslenskum lögum sem hafa fundist í handritum, og enskum kvæðalögum. Ég ætla til dæmis að syngja enska ballöðu við langspilið. Lagið er þjóðlag og textinn sannsögulegur.“ Svo er það stóra þjóðlistahátíðin á Akureyri sem hefst á morgun og stendur fram á laugardag. Þar verður bæði þjóðlagatónlist og þjóðdansar á dagskrá í meðferð fjölda listamanna frá Norðurlöndunum og nokkurra frá Írlandi og Skotlandi. Meðal þeirra íslensku eru Bára og Chris sem verða með tónleika á Kaffi Akureyri á föstudaginn, 22. ágúst. Þar flytja þau útsetningu á lagi sem Bára samdi við ljóð eldklerksins Jóns Steingrímsonar um Móðuharðindin. „Lagið heitir Angurvaka og við leikum undir á tvö langspil,“ lýsir Bára og bætir því að gárungarnir segi að eldklerkurinn sjálfur hafi leikið undurvel á langspil. Menning Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Það er nóg að gera þessa dagana hjá dúóinu Funa sem samanstendur af þeim Báru Grímsdóttur kvæðakonu og Chris Foster þjóðlagasöngvara og gítarista. Svo byrjað sé á deginum í dag þá verða þau á þjóðlagatónleikum í Norræna húsinu kvöld sem hefjast klukkan 20, ásamt norsku tónlistarkonunum Lindu Gytri frá Oldedalen sem státar af titlinum Noregsmeistari í harmonikuleik og Unni Lövlid sem er rödd vesturstrandar Noregs og þykir með betri þjóðlagatónlistarkonum. „Þetta eru í raun þrískiptir tónleikar. Við skiptumst á að koma þar fram, við Chris saman og þær Linda Gytri og Unni Lövlid hvor í sínu lagi,“ lýsir Bára. „Chris verður með langspilið og ég með borðhörpu sem heitir Kantele og Chris spilar líka á gítar. Efnið er blanda af gömlum íslenskum lögum sem hafa fundist í handritum, og enskum kvæðalögum. Ég ætla til dæmis að syngja enska ballöðu við langspilið. Lagið er þjóðlag og textinn sannsögulegur.“ Svo er það stóra þjóðlistahátíðin á Akureyri sem hefst á morgun og stendur fram á laugardag. Þar verður bæði þjóðlagatónlist og þjóðdansar á dagskrá í meðferð fjölda listamanna frá Norðurlöndunum og nokkurra frá Írlandi og Skotlandi. Meðal þeirra íslensku eru Bára og Chris sem verða með tónleika á Kaffi Akureyri á föstudaginn, 22. ágúst. Þar flytja þau útsetningu á lagi sem Bára samdi við ljóð eldklerksins Jóns Steingrímsonar um Móðuharðindin. „Lagið heitir Angurvaka og við leikum undir á tvö langspil,“ lýsir Bára og bætir því að gárungarnir segi að eldklerkurinn sjálfur hafi leikið undurvel á langspil.
Menning Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“