Út fyrir rammana Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. ágúst 2014 07:00 Gleðigangan, sem farin verður í Reykjavík í dag, er dálítið sérstakt fyrirbæri. Hún er nánast orðin ein af okkar þjóðlegu hefðum, rétt eins og sautjándi júní eða menningarnótt, en um leið er hún í stöðugri uppreisn gegn hefðbundnum hugsunarhætti um það hvernig fólk á eða má vera og ekki vera. Í gleðigöngunni er fjölbreytileika mannlífsins fagnað, í öllum sínum regnbogans litum. Mannlífið er nefnilega dásamlega fjölbreytt – og um leið býsna flókið. Nú orðið njóta samkynhneigðir sömu lagalegu réttinda og gagnkynhneigðir á nánast öllum sviðum. En mannfólkið skiptist ekki bara í samkynhneigt fólk og gagnkynhneigt. Í gleðigöngunni taka líka þátt hinir tvíkynhneigðu, transfólk og intersex-fólk. Þetta er fólk sem samfélagið viðurkenndi ekki einu sinni að væri til fyrir ekki svo löngu síðan og löggjöf landsins endurspeglar ekki tilvist þess og réttindi nema að takmörkuðu leyti. Eva Rún Snorradóttir sviðslistakona var í gær í athyglisverðu viðtali í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins. Hún segist þar telja að gleðigangan skipti enn miklu máli í mannréttindabaráttunni, sem sé í raun nýhafin. Þó hafi hún haft áhyggjur af að hátíðin styrki skiptinguna í samkynhneigða og gagnkynhneigða sem sé „náttúrlega alveg hundgömul og er bara skáldskapur sem á ekki lengur við“. Eva segir að rammarnir í samfélaginu séu áfram sterkir: „Það er allt í lagi að vera hommi eða lesbía innan viss ramma en svo verður þetta allt annar handleggur þegar kemur að intersex-fólki og transfólki til dæmis. Ég held að það sé meira að segja enn þá mjög erfitt að vera tvíkynhneigður því að þá koma fordómarnir bæði frá samkynhneigða og gagnkynhneigða samfélaginu. Þú verður að vera annaðhvort eða.“ Eva segist þannig þeirrar skoðunar að mannréttindabaráttan sem er undirliggjandi í gleðigöngunni, snúist „alls ekkert um samkynhneigða og gagnkynhneigða heldur um að opna hugann og leysa upp þetta heterónorm“. Hún segir hátíðina „tækifæri fyrir alla til að líta í eigin barm og skoða sig og uppgötva að ekkert eitt er eðlilegra en annað. Það eru allir frík á einhvern hátt og eiginlega er mest fríkí að finnast maður vera „eðlilegur“. Hvað þýðir það eiginlega? Það er ekki hægt að vera eins og allir hinir, það hugtak fuðrar upp um leið og maður segir það.“ Það er býsna mikið til í þessu. Íslenzkt samfélag er að opnast og viðurkenningin á því að allir þurfi hreint ekki að vera eins fer vaxandi. Samt eimir mjög eftir af alls konar fordómum og jafnvel sumir þeir sem telja sig hafa verið fórnarlömb fordóma eru hugsanlega ekki alveg lausir við þá sjálfir þegar þeir eru komnir inn í hlýju normsins. Gleðigöngunnar er því sannarlega þörf. Þess er skemmst að minnast að reynt var að kæra gönguna í fyrra til lögreglu og barnaverndaryfirvalda af því að einhverjar þröngsýnar sálir töldu sér misboðið. Það eru alls ekki allir reiðubúnir að viðurkenna rétt fólks til að vera það sjálft. Baráttu þeirra sem vilja brjóta hina þröngu ramma einsleits samfélags er hvergi nærri lokið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Gleðigangan, sem farin verður í Reykjavík í dag, er dálítið sérstakt fyrirbæri. Hún er nánast orðin ein af okkar þjóðlegu hefðum, rétt eins og sautjándi júní eða menningarnótt, en um leið er hún í stöðugri uppreisn gegn hefðbundnum hugsunarhætti um það hvernig fólk á eða má vera og ekki vera. Í gleðigöngunni er fjölbreytileika mannlífsins fagnað, í öllum sínum regnbogans litum. Mannlífið er nefnilega dásamlega fjölbreytt – og um leið býsna flókið. Nú orðið njóta samkynhneigðir sömu lagalegu réttinda og gagnkynhneigðir á nánast öllum sviðum. En mannfólkið skiptist ekki bara í samkynhneigt fólk og gagnkynhneigt. Í gleðigöngunni taka líka þátt hinir tvíkynhneigðu, transfólk og intersex-fólk. Þetta er fólk sem samfélagið viðurkenndi ekki einu sinni að væri til fyrir ekki svo löngu síðan og löggjöf landsins endurspeglar ekki tilvist þess og réttindi nema að takmörkuðu leyti. Eva Rún Snorradóttir sviðslistakona var í gær í athyglisverðu viðtali í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins. Hún segist þar telja að gleðigangan skipti enn miklu máli í mannréttindabaráttunni, sem sé í raun nýhafin. Þó hafi hún haft áhyggjur af að hátíðin styrki skiptinguna í samkynhneigða og gagnkynhneigða sem sé „náttúrlega alveg hundgömul og er bara skáldskapur sem á ekki lengur við“. Eva segir að rammarnir í samfélaginu séu áfram sterkir: „Það er allt í lagi að vera hommi eða lesbía innan viss ramma en svo verður þetta allt annar handleggur þegar kemur að intersex-fólki og transfólki til dæmis. Ég held að það sé meira að segja enn þá mjög erfitt að vera tvíkynhneigður því að þá koma fordómarnir bæði frá samkynhneigða og gagnkynhneigða samfélaginu. Þú verður að vera annaðhvort eða.“ Eva segist þannig þeirrar skoðunar að mannréttindabaráttan sem er undirliggjandi í gleðigöngunni, snúist „alls ekkert um samkynhneigða og gagnkynhneigða heldur um að opna hugann og leysa upp þetta heterónorm“. Hún segir hátíðina „tækifæri fyrir alla til að líta í eigin barm og skoða sig og uppgötva að ekkert eitt er eðlilegra en annað. Það eru allir frík á einhvern hátt og eiginlega er mest fríkí að finnast maður vera „eðlilegur“. Hvað þýðir það eiginlega? Það er ekki hægt að vera eins og allir hinir, það hugtak fuðrar upp um leið og maður segir það.“ Það er býsna mikið til í þessu. Íslenzkt samfélag er að opnast og viðurkenningin á því að allir þurfi hreint ekki að vera eins fer vaxandi. Samt eimir mjög eftir af alls konar fordómum og jafnvel sumir þeir sem telja sig hafa verið fórnarlömb fordóma eru hugsanlega ekki alveg lausir við þá sjálfir þegar þeir eru komnir inn í hlýju normsins. Gleðigöngunnar er því sannarlega þörf. Þess er skemmst að minnast að reynt var að kæra gönguna í fyrra til lögreglu og barnaverndaryfirvalda af því að einhverjar þröngsýnar sálir töldu sér misboðið. Það eru alls ekki allir reiðubúnir að viðurkenna rétt fólks til að vera það sjálft. Baráttu þeirra sem vilja brjóta hina þröngu ramma einsleits samfélags er hvergi nærri lokið.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun