Veðrið um verslunarmannahelgina: „Ekkert sem peysa eða úlpa getur ekki reddað“ Bjarki Ármannsson skrifar 1. ágúst 2014 08:30 Hér má sjá veðurspá fyrir nokkrar helstu útihátíðir helgarinnar. Mynd/Fréttablaðið Verslunarmannahelgin gengur nú í garð og hefur veðurspáin oft verið verri. Þrátt fyrir heldur vætusamt sumar, stefnir ekki í mikla rigningu um helgina. „Það verður eiginlega keimlíkt veður um allt land,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það verður hægur vindur og stöku skúrir en á flestum stöðum verður bjart. Það er helst allra syðst sem hvessir á sunnudaginn og mesta úrkoman verður kannski þar, þótt hún verði aldrei það mikil. Þá verður aðallega þurrt fyrir austan.“ Samkvæmt spá Veðurstofu er von á nokkuð svölu veðri um land allt. Kuldapollur kemur úr norðri og hiti verður á bilinu sjö til þrettán stig. Hlýjast verður suðvestan til á landinu, þar sem hiti mun kannski ná upp í um fimmtán stig, en svalast á Norðurlandi. „Það er samt ekkert sem peysa eða úlpa getur ekki reddað,“ segir Birta Líf. Sömuleiðis hefur veðurspáin í Vestmannaeyjum oft verið verri fyrir verslunarmannahelgina. „Það verður hægur vindur framan af hjá þeim í Eyjum og einhverjar skúrir,“ segir Birta Líf. „Á sunnudaginn er kannski heldur búist við rigningu og það hvessir svolítið þar.“ Birta Líf segir að í raun sé ekki von á eftirminnilega góðu eða eftirminnilega slæmu veðri um verslunarmannahelgina og enginn landshluti afgerandi betur staddur en annar. „Þetta er ekkert mikið veður,“ segir hún. „Ef þetta væri venjuleg helgi, held ég að allir væru bara ljómandi glaðir.“ Veður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Verslunarmannahelgin gengur nú í garð og hefur veðurspáin oft verið verri. Þrátt fyrir heldur vætusamt sumar, stefnir ekki í mikla rigningu um helgina. „Það verður eiginlega keimlíkt veður um allt land,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það verður hægur vindur og stöku skúrir en á flestum stöðum verður bjart. Það er helst allra syðst sem hvessir á sunnudaginn og mesta úrkoman verður kannski þar, þótt hún verði aldrei það mikil. Þá verður aðallega þurrt fyrir austan.“ Samkvæmt spá Veðurstofu er von á nokkuð svölu veðri um land allt. Kuldapollur kemur úr norðri og hiti verður á bilinu sjö til þrettán stig. Hlýjast verður suðvestan til á landinu, þar sem hiti mun kannski ná upp í um fimmtán stig, en svalast á Norðurlandi. „Það er samt ekkert sem peysa eða úlpa getur ekki reddað,“ segir Birta Líf. Sömuleiðis hefur veðurspáin í Vestmannaeyjum oft verið verri fyrir verslunarmannahelgina. „Það verður hægur vindur framan af hjá þeim í Eyjum og einhverjar skúrir,“ segir Birta Líf. „Á sunnudaginn er kannski heldur búist við rigningu og það hvessir svolítið þar.“ Birta Líf segir að í raun sé ekki von á eftirminnilega góðu eða eftirminnilega slæmu veðri um verslunarmannahelgina og enginn landshluti afgerandi betur staddur en annar. „Þetta er ekkert mikið veður,“ segir hún. „Ef þetta væri venjuleg helgi, held ég að allir væru bara ljómandi glaðir.“
Veður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira