Smalaði hundrað hrossum á flugvél Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 17. júlí 2014 00:01 Magnús á flugi. Hér er flugkappinn í háloftunum. Af hæðinni að dæma má ólíklegt teljast að hann hafi verið við smölun þegar myndin var tekin. Þótt menn séu farnir að nýta sér nútíma tækni við búnaðarstörf eiga fæstir því að venjast að sjá smala á flugvél reka hross í gerði í óbyggðum. Slíkt er þó ekki alóvenjulegt þegar Magnús Víkingur Grímsson á í hlut en hann rak um hundrað hross inn í gerði á Svínárnesi fyrir tveimur vikum en þau höfðu stungið búhöld sinn, Sigmund Jóhannesson, af. Var Sigmundur á viku yfirreið með hátt á þriðja tug ferðamanna. Þegar hópurinn hallaði höfði í Ásgarði við Kerlingarfjöll gaf girðingin sig og hrossin voru ekki lengi að nýta sér frelsið og tóku á rás. „Við sáum þetta um klukkan sex um morguninn,“ rifjar Sigmundur upp. „Svo ákváðum við að hringja í Magnús og athuga hvort hann gæti fundið hrossin og hann gerði gott betur en það.“ Þegar Magnús sá hrossin úr lofti voru þau komin suður fyrir Svínárnes en þar er gerði gott. „Fyrst ég var kominn á staðinn þá fannst mér við hæfi að koma að einhverju gagni,“ segir Magnús. „Þar sem ég er vanur vatnalendingum ákvað ég að setja vélina niður og framan í hrossalestina. Fremstu hestar risu upp á endann og vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Svo þegar ég endurtek þennan leik þá eru þeir enn á fullri ferð. Maður kemst náttúrulega í ham við þessar aðstæður, smalamenn kannast við það. Skiptir þá engu hvort smalinn er á hesti eða flugvél. Svo ég geri þetta í fimmtánda sinn, þá staldra hestarnir við svo ég held uppteknum hætti og kem þannig lestinni af stað og rak þá inn í réttina í Svínárnesi sem hefur verið um tíu kílómetra leið. Ég rak þá eftir slóða og hélt þeim við efnið með því að fara í hringi og koma sífellt aftan að þeim. Var ég því feginn að vera einn á ferð því hver sem er hefði orðið flugveikur eftir þessar hringbunur og var ég sjálfur orðinn ringlaður. En það eina sem Sigmundur þurfti að gera þegar hann kom að gerðinu var að loka hliðinu.“ Sigmundur var heldur en ekki kátur með málavöxtu og var ferðamönnum ekið í Svínárnes og þaðan haldið áfram för eins og ekkert hefði í skorist. Eins og sagan ber með sér er Magnús vanur að fara nýjar leiðir. Hefur hann til dæmis smalað sauðfé á flugvél í sinni búskapartíð. Eins hefur hann boðið upp á eins konar getnaðarflug frá Hrunamannahreppi. Byggðist sú þjónusta á þeirri kenningu að gáfnafar fólks fari eftir því í hvaða hæð það koma undir. Þeim mun hærra þeim mun meiri gáfur. Auglýsti hann þjónustuna í héraðsblaðinu en ekki fer fleiri sögum af henni. Ólíklegt telst þó að orðið „fluggáfaður“ eigi rætur sínar að rekja til þess arna. Hestar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Þótt menn séu farnir að nýta sér nútíma tækni við búnaðarstörf eiga fæstir því að venjast að sjá smala á flugvél reka hross í gerði í óbyggðum. Slíkt er þó ekki alóvenjulegt þegar Magnús Víkingur Grímsson á í hlut en hann rak um hundrað hross inn í gerði á Svínárnesi fyrir tveimur vikum en þau höfðu stungið búhöld sinn, Sigmund Jóhannesson, af. Var Sigmundur á viku yfirreið með hátt á þriðja tug ferðamanna. Þegar hópurinn hallaði höfði í Ásgarði við Kerlingarfjöll gaf girðingin sig og hrossin voru ekki lengi að nýta sér frelsið og tóku á rás. „Við sáum þetta um klukkan sex um morguninn,“ rifjar Sigmundur upp. „Svo ákváðum við að hringja í Magnús og athuga hvort hann gæti fundið hrossin og hann gerði gott betur en það.“ Þegar Magnús sá hrossin úr lofti voru þau komin suður fyrir Svínárnes en þar er gerði gott. „Fyrst ég var kominn á staðinn þá fannst mér við hæfi að koma að einhverju gagni,“ segir Magnús. „Þar sem ég er vanur vatnalendingum ákvað ég að setja vélina niður og framan í hrossalestina. Fremstu hestar risu upp á endann og vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Svo þegar ég endurtek þennan leik þá eru þeir enn á fullri ferð. Maður kemst náttúrulega í ham við þessar aðstæður, smalamenn kannast við það. Skiptir þá engu hvort smalinn er á hesti eða flugvél. Svo ég geri þetta í fimmtánda sinn, þá staldra hestarnir við svo ég held uppteknum hætti og kem þannig lestinni af stað og rak þá inn í réttina í Svínárnesi sem hefur verið um tíu kílómetra leið. Ég rak þá eftir slóða og hélt þeim við efnið með því að fara í hringi og koma sífellt aftan að þeim. Var ég því feginn að vera einn á ferð því hver sem er hefði orðið flugveikur eftir þessar hringbunur og var ég sjálfur orðinn ringlaður. En það eina sem Sigmundur þurfti að gera þegar hann kom að gerðinu var að loka hliðinu.“ Sigmundur var heldur en ekki kátur með málavöxtu og var ferðamönnum ekið í Svínárnes og þaðan haldið áfram för eins og ekkert hefði í skorist. Eins og sagan ber með sér er Magnús vanur að fara nýjar leiðir. Hefur hann til dæmis smalað sauðfé á flugvél í sinni búskapartíð. Eins hefur hann boðið upp á eins konar getnaðarflug frá Hrunamannahreppi. Byggðist sú þjónusta á þeirri kenningu að gáfnafar fólks fari eftir því í hvaða hæð það koma undir. Þeim mun hærra þeim mun meiri gáfur. Auglýsti hann þjónustuna í héraðsblaðinu en ekki fer fleiri sögum af henni. Ólíklegt telst þó að orðið „fluggáfaður“ eigi rætur sínar að rekja til þess arna.
Hestar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira