Sýna í Ólafsdal, útihúsum og eyðibýlum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2014 10:30 "Þetta er víðfeðm sýning, rúmlega hundrað kílómetrar,“ segir Sólveig. Fréttablaðið/Daníel Listaverk eru í og umhverfis gamla bíla í hlöðunni í Ytri-Fagradal. „Það er svolítið öðruvísi að skoða myndlist þegar maður er úti í náttúrunni en í borginni. Maður er öðru vísi innstilltur, opinn fyrir umhverfinu og í fljótandi gír,“ segir Sólveig Aðalsteinsdóttir myndlistarkona í samtali um sýninguna Dalir og hólar sem er í byggðunum við Breiðafjörð. „Þetta eru afskaplega fallegar sveitir, Dalirnir og Reykhólasveitin og það er ágætt að hægja aðeins á ferðinni þar, enda margt að sjá,“ bætir hún við. Sýningin er á átta stöðum og hefur verið vel sótt af heimafólki og þeim sem eiga leið hjá, að sögn Sólveigar. „Svo eru alltaf einhverjir sem leggja leið sína hingað gagngert til að skoða hana og fara í þetta ferðalag. Það er nú hugmyndin að draga fólk í ferðalag. Þetta er víðfeðm sýning, rúmlega hundrað kílómetrar svo það er alveg dagsferð að fara um hana alla.“Í Sundlauginni á Reykhólum er verk eftir Eygló Harðardóttur.Dalir og hólar er haldin í fimmta sinn í sumar. Þema hennar er Litur. Myndlistarmennirnir Bjarki Bragason, Eygló Harðardóttur, Gerd Tinglum, Logi Bjarnason og Tumi Magnússon eiga þar verk og Sólveig er sýningarstjóri ásamt Þóru Sigurðardóttur. Þær fóru með listamennina um svæðið snemma vors. Allir sýna þeir í gamla landbúnaðarskólanum í Ólafsdal og dreifa sér víðar. Þrír sýna í hlöðu í Ytri-Fagradal, sem bændur höfðu notað fyrir gamla bíla og eyðibýli verða að sýningarsölum. Í Skarðsstöð, sem er gamall verslunarstaður, er listaverk á hreyfiás og tekur mið af því að vindurinn blæs þar um. Sólveig segir samstarf við land-og húsaeigendur hafa verið mjög gott. „Dalir og hólar er komin með ákveðinn sess og þó hún sé á sama svæði ár eftir ár er hún á mismunandi stöðum nema hvað Ólafsdalur er fastur punktur.“ Sýningin stendur til 10. ágúst. Menning Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Listaverk eru í og umhverfis gamla bíla í hlöðunni í Ytri-Fagradal. „Það er svolítið öðruvísi að skoða myndlist þegar maður er úti í náttúrunni en í borginni. Maður er öðru vísi innstilltur, opinn fyrir umhverfinu og í fljótandi gír,“ segir Sólveig Aðalsteinsdóttir myndlistarkona í samtali um sýninguna Dalir og hólar sem er í byggðunum við Breiðafjörð. „Þetta eru afskaplega fallegar sveitir, Dalirnir og Reykhólasveitin og það er ágætt að hægja aðeins á ferðinni þar, enda margt að sjá,“ bætir hún við. Sýningin er á átta stöðum og hefur verið vel sótt af heimafólki og þeim sem eiga leið hjá, að sögn Sólveigar. „Svo eru alltaf einhverjir sem leggja leið sína hingað gagngert til að skoða hana og fara í þetta ferðalag. Það er nú hugmyndin að draga fólk í ferðalag. Þetta er víðfeðm sýning, rúmlega hundrað kílómetrar svo það er alveg dagsferð að fara um hana alla.“Í Sundlauginni á Reykhólum er verk eftir Eygló Harðardóttur.Dalir og hólar er haldin í fimmta sinn í sumar. Þema hennar er Litur. Myndlistarmennirnir Bjarki Bragason, Eygló Harðardóttur, Gerd Tinglum, Logi Bjarnason og Tumi Magnússon eiga þar verk og Sólveig er sýningarstjóri ásamt Þóru Sigurðardóttur. Þær fóru með listamennina um svæðið snemma vors. Allir sýna þeir í gamla landbúnaðarskólanum í Ólafsdal og dreifa sér víðar. Þrír sýna í hlöðu í Ytri-Fagradal, sem bændur höfðu notað fyrir gamla bíla og eyðibýli verða að sýningarsölum. Í Skarðsstöð, sem er gamall verslunarstaður, er listaverk á hreyfiás og tekur mið af því að vindurinn blæs þar um. Sólveig segir samstarf við land-og húsaeigendur hafa verið mjög gott. „Dalir og hólar er komin með ákveðinn sess og þó hún sé á sama svæði ár eftir ár er hún á mismunandi stöðum nema hvað Ólafsdalur er fastur punktur.“ Sýningin stendur til 10. ágúst.
Menning Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“