Gefur mömmu engan afslátt Kristjana Arnarsdóttir skrifar 15. júlí 2014 10:00 Allt frá því Arnar útskrifaðist frá LHÍ í fyrra hefur hann verið á kafi í verkefnum. Fréttablaðið/Daníel „Mér finnst alltaf gaman að heyra góðar sögur, hvort sem það er í leikhúsi eða á meðal vina, það er að segja ef það er góður sögumaður. Mig langaði sjálfan að segja áhugaverða sögu og úr varð þetta verk,“ segir leikarinn Arnar Dan Kristjánsson, sem frumsýnir verkið Landsliðið á línu í Tjarnarbíói á laugardaginn. Verkið fjallar um ungan dreng sem fer á sjó en verður fyrir barðinu á áhöfn sem hefur þróað með sér gróteskan húmor. Drengurinn tekur þessum húmor sem sannleika með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Arnari en hann útskrifaðist frá LHÍ í fyrra og fékk í kjölfarið samning hjá Borgarleikhúsinu. „Ég ætti í raun að vera í mjög góðu fríi og slaka á. Síðasta ár tók á og ég vann eins og brjálæðingur. En mig langaði ekki að láta staðar numið svo ég hafði samband við Guðmund Inga [Þorvaldsson], framkvæmdastjóra Tjarnarbíós, og honum leist vel á,“ segir Arnar, sem heldur á vit nýrra ævintýra í haust. „Ég verð ekki áfram í Borgarleikhúsinu næsta vetur. En ég tek því fagnandi, nú opnast nýjar dyr og önnur verkefni fá vængi.“ Landsliðið á Línu verður frumsýnt í Tjarnarbíó á laugardaginn og kostar miðinn 2000 krónur. Á því verða engar undantekningar. „Ég er bara ungur, lítill strákur að reyna að lifa af listinni. Mamma fær engan afslátt,“ segir Arnar og hlær Menning Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Mér finnst alltaf gaman að heyra góðar sögur, hvort sem það er í leikhúsi eða á meðal vina, það er að segja ef það er góður sögumaður. Mig langaði sjálfan að segja áhugaverða sögu og úr varð þetta verk,“ segir leikarinn Arnar Dan Kristjánsson, sem frumsýnir verkið Landsliðið á línu í Tjarnarbíói á laugardaginn. Verkið fjallar um ungan dreng sem fer á sjó en verður fyrir barðinu á áhöfn sem hefur þróað með sér gróteskan húmor. Drengurinn tekur þessum húmor sem sannleika með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Arnari en hann útskrifaðist frá LHÍ í fyrra og fékk í kjölfarið samning hjá Borgarleikhúsinu. „Ég ætti í raun að vera í mjög góðu fríi og slaka á. Síðasta ár tók á og ég vann eins og brjálæðingur. En mig langaði ekki að láta staðar numið svo ég hafði samband við Guðmund Inga [Þorvaldsson], framkvæmdastjóra Tjarnarbíós, og honum leist vel á,“ segir Arnar, sem heldur á vit nýrra ævintýra í haust. „Ég verð ekki áfram í Borgarleikhúsinu næsta vetur. En ég tek því fagnandi, nú opnast nýjar dyr og önnur verkefni fá vængi.“ Landsliðið á Línu verður frumsýnt í Tjarnarbíó á laugardaginn og kostar miðinn 2000 krónur. Á því verða engar undantekningar. „Ég er bara ungur, lítill strákur að reyna að lifa af listinni. Mamma fær engan afslátt,“ segir Arnar og hlær
Menning Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“