Skrifaði leikrit með orðum afa síns Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. júlí 2014 13:00 Oscar Wilde. Réttarhöldin yfir honum hafa verið endursköpuð í fjölda bóka og kvikmynda, en aldrei fyrr með hans eigin orðum. Mynd: Wikipedia Nýtt leikrit, The Trials of Oscar Wilde, var frumsýnt í St. James-leikhúsinu í London í síðustu viku. Höfundurinn er barnabarn skáldsins, Merlin Holland, og hann byggir leikritið á málsgögnum hinna frægu réttarhalda þar sem Wilde var dæmdur til fangavistar fyrir samkynhneigð. Þetta er í fyrsta sinn sem orðrétt samskipti Wildes við ákærendur sína eru notuð í leikriti. Merlin Holland segir frá því í grein sem hann skrifar í breska blaðið The Independent síðastliðinn miðvikudag að hann hafi fengið málsskjölin í hendur árið 2000 þegar hann vann að sýningu um afa sinn í tilefni af því að hundrað ár voru liðin frá dauða hans. „Ef það væri til heilagur kaleikur í rannsóknum á Wilde þá myndi það að finna hans eigin orð skrifuð upp á einu af stærstu augnablikunum í lífi hans komast ansi hátt á lista yfir tilnefningar til hans,“ segir Holland í greininni. Hann upplýsir jafnframt að ýmsar af þeim tilvitnunum sem notaðar hafa verið í gegnum tíðina þegar réttarhöldunum er lýst séu umorðanir eða hreinlega tilbúningur og lestur málsskjalanna varpi allt öðru ljósi á persónu Oscars Wilde en hingað til hefur verið gert. Hann klykkir þó út með því að segja að barátta Wildes fyrir réttinum hafi verið háð „með þeim stíl og sannfæringu sem við eigum að venjast frá Oscar Wilde“. Menning Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Nýtt leikrit, The Trials of Oscar Wilde, var frumsýnt í St. James-leikhúsinu í London í síðustu viku. Höfundurinn er barnabarn skáldsins, Merlin Holland, og hann byggir leikritið á málsgögnum hinna frægu réttarhalda þar sem Wilde var dæmdur til fangavistar fyrir samkynhneigð. Þetta er í fyrsta sinn sem orðrétt samskipti Wildes við ákærendur sína eru notuð í leikriti. Merlin Holland segir frá því í grein sem hann skrifar í breska blaðið The Independent síðastliðinn miðvikudag að hann hafi fengið málsskjölin í hendur árið 2000 þegar hann vann að sýningu um afa sinn í tilefni af því að hundrað ár voru liðin frá dauða hans. „Ef það væri til heilagur kaleikur í rannsóknum á Wilde þá myndi það að finna hans eigin orð skrifuð upp á einu af stærstu augnablikunum í lífi hans komast ansi hátt á lista yfir tilnefningar til hans,“ segir Holland í greininni. Hann upplýsir jafnframt að ýmsar af þeim tilvitnunum sem notaðar hafa verið í gegnum tíðina þegar réttarhöldunum er lýst séu umorðanir eða hreinlega tilbúningur og lestur málsskjalanna varpi allt öðru ljósi á persónu Oscars Wilde en hingað til hefur verið gert. Hann klykkir þó út með því að segja að barátta Wildes fyrir réttinum hafi verið háð „með þeim stíl og sannfæringu sem við eigum að venjast frá Oscar Wilde“.
Menning Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira