Hef stefnt að þessu undanfarin tvö ár Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. júlí 2014 07:00 Sigurbergur hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö ár. Fréttablaðið/Vilhelm Stórskyttan Sigurbergur Sveinsson snýr aftur í atvinnumennsku næsta haust eftir að hann skrifaði undir eins árs samning við HC Erlangen um helgina. Sigurbergur sem hefur leikið með Haukum undanfarin tvö ár þarf því að rifja upp þýskukunnáttuna en hann lék áður fyrr með Hannover-Burgdorf og Rheiland í Þýskalandi og Basel í Sviss. „Þýskan er ekkert sérstök en ég ætla mér að læra hana í þetta skiptið. Það gerir dvölina miklu betri að geta talað tungumálið. Það hjálpar manni að aðlagast,“ sagði Sigurbergur.Eins árs samningur Sigurbergur skrifaði undir eins árs samning hjá Erlangen en félagið leikur í fyrsta sinn í efstu deild í þýska handboltanum. Það verður önnur barátta en Sigurbergur þekkir en hann hefur leikið með Haukum undanfarin tvö ár sem hafa barist um alla titla sem í boði voru. „Ég er búinn að stefna að því allt frá því ég kom heim að fara aftur út og ég er búinn að vera að vinna í þessu í smátíma núna. Vonandi eru góð ár framundan en aðalatriðið er að haldast heill næstu árin. Þetta var alltaf markmiðið, ég hafði metnað fyrir því að komast aftur út í atvinnumennsku. Mig langar að sjá hvert ég get náð í handboltanum, það var ástæðan fyrir því að ég gerði aðeins eins árs samning,“ sagði Sigurbergur sem vildi aðeins eins árs samning. „Þeir buðu mér tveggja ára samning en ég ætla að gefa allt sem ég á í þetta eina ár og sjá hvar við stöndum eftir það. Ég hafði gott af því að koma heim á sínum tíma og ég hef verið heppinn með þjálfara. Aron Kristjánsson og Patrekur Jóhannesson eru búnir að hjálpa mér mikið og gera mig að betri leikmanni,“ sagði Sigurbergur sem ætlar aðeins að einbeita sér að handboltanum og sjá hvernig staðan verður eftir eitt ár. „Félagið er að leika í fyrsta sinn í efstu deild og það er búin að vera gríðarlega mikil uppbygging síðustu ár. Ég hreifst af umgjörðinni þarna, það er vel staðið að öllu og það verður eflaust mikil stemning þegar liðið leikur í fyrsta sinn í efstu deild. Ég mun keppa við ungan strák um stöðu og fæ vonandi að spila töluvert sem ætti að gera mig að betri leikmanni.“Blendnar tilfinningar Patrekur Jóhannesson, þjálfari Sigurbergs hjá Haukum, viðurkenndi að það væri skrýtin tilfinning að sjá á eftir Sigurbergi. „Það eru vissulega blendnar tilfinningar. Annars vegar er þetta frábært fyrir hann og fyrir félagið að við séum að framleiða atvinnumenn en við erum auðvitað að missa góðan leikmann,“ sagði Patrekur sem hefur fulla trú á að Sigurbergur muni standa sig vel í Þýskalandi. „Ég held að hann sé betur í stakk búinn að takast á við þetta og það var einfaldlega kominn tími á þetta. Þegar menn eru orðnir nógu góðir kemur alltaf áhugi erlendis frá. Markmiðið í Haukum er alltaf að gera leikmennina betri og maður er stoltur af að sjá hann fara út. Hann er öflugur leikmaður og það var mjög gaman að vinna með honum í vetur,“ sagði Patrekur stoltur af sínum manni. Olís-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Stórskyttan Sigurbergur Sveinsson snýr aftur í atvinnumennsku næsta haust eftir að hann skrifaði undir eins árs samning við HC Erlangen um helgina. Sigurbergur sem hefur leikið með Haukum undanfarin tvö ár þarf því að rifja upp þýskukunnáttuna en hann lék áður fyrr með Hannover-Burgdorf og Rheiland í Þýskalandi og Basel í Sviss. „Þýskan er ekkert sérstök en ég ætla mér að læra hana í þetta skiptið. Það gerir dvölina miklu betri að geta talað tungumálið. Það hjálpar manni að aðlagast,“ sagði Sigurbergur.Eins árs samningur Sigurbergur skrifaði undir eins árs samning hjá Erlangen en félagið leikur í fyrsta sinn í efstu deild í þýska handboltanum. Það verður önnur barátta en Sigurbergur þekkir en hann hefur leikið með Haukum undanfarin tvö ár sem hafa barist um alla titla sem í boði voru. „Ég er búinn að stefna að því allt frá því ég kom heim að fara aftur út og ég er búinn að vera að vinna í þessu í smátíma núna. Vonandi eru góð ár framundan en aðalatriðið er að haldast heill næstu árin. Þetta var alltaf markmiðið, ég hafði metnað fyrir því að komast aftur út í atvinnumennsku. Mig langar að sjá hvert ég get náð í handboltanum, það var ástæðan fyrir því að ég gerði aðeins eins árs samning,“ sagði Sigurbergur sem vildi aðeins eins árs samning. „Þeir buðu mér tveggja ára samning en ég ætla að gefa allt sem ég á í þetta eina ár og sjá hvar við stöndum eftir það. Ég hafði gott af því að koma heim á sínum tíma og ég hef verið heppinn með þjálfara. Aron Kristjánsson og Patrekur Jóhannesson eru búnir að hjálpa mér mikið og gera mig að betri leikmanni,“ sagði Sigurbergur sem ætlar aðeins að einbeita sér að handboltanum og sjá hvernig staðan verður eftir eitt ár. „Félagið er að leika í fyrsta sinn í efstu deild og það er búin að vera gríðarlega mikil uppbygging síðustu ár. Ég hreifst af umgjörðinni þarna, það er vel staðið að öllu og það verður eflaust mikil stemning þegar liðið leikur í fyrsta sinn í efstu deild. Ég mun keppa við ungan strák um stöðu og fæ vonandi að spila töluvert sem ætti að gera mig að betri leikmanni.“Blendnar tilfinningar Patrekur Jóhannesson, þjálfari Sigurbergs hjá Haukum, viðurkenndi að það væri skrýtin tilfinning að sjá á eftir Sigurbergi. „Það eru vissulega blendnar tilfinningar. Annars vegar er þetta frábært fyrir hann og fyrir félagið að við séum að framleiða atvinnumenn en við erum auðvitað að missa góðan leikmann,“ sagði Patrekur sem hefur fulla trú á að Sigurbergur muni standa sig vel í Þýskalandi. „Ég held að hann sé betur í stakk búinn að takast á við þetta og það var einfaldlega kominn tími á þetta. Þegar menn eru orðnir nógu góðir kemur alltaf áhugi erlendis frá. Markmiðið í Haukum er alltaf að gera leikmennina betri og maður er stoltur af að sjá hann fara út. Hann er öflugur leikmaður og það var mjög gaman að vinna með honum í vetur,“ sagði Patrekur stoltur af sínum manni.
Olís-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni