Endurspeglar fjölbreytileika Asparfells Álfrún Pálsdóttir skrifar 5. júlí 2014 10:30 Listakonan Sara Riel er ánægð með nýjustu veggmynd sína Fjöður sem verður afhjúpuð í dag en verkið er 17metra hátt. F25040714 Vísir/Arnþór „Þetta er 17 metra hátt verk sem gerir það líklega að mínu stærsta og metnaðarfyllsta verki hingað til,“ segir myndlistarkonan Sara Riel en í dag kl. 15 verður afhjúpað verk eftir hana á vegggafli við Asparfellið í Breiðholti. Veggmyndin ber nafnið Fjöður þar sem 43 fuglum er raðað saman til að mynda eina heild. Sara eyddi nokkrum dögum á Náttúrufræðistofnun Íslands í heimildavinnu þar sem hún skrásetti og skissaði fjölbreytt úrval fugla sem þar er að finna. „Það var mjög áhugavert að eyða tíma þar, eins og að vera í líkhúsi. Fuglarnir sem ég notaði eru af alls kyns tegundum, farfuglar sem og fuglar sem eiga uppruna sinn að rekja hingað. Mér finnst það endurspegla þennan breiða og fjölbreytta hóp sem býr í þessu fjölmenna fjölbýlishúsi,“ segir Sara sem hlaut einróma samþykki fyrir verkinu hjá íbúum Asparfellsins áður en hún hófst handa fyrir tæpu ári og naut sín vel að vinna í Breiðholtinu. „Þetta byrjaði mjög vel í fyrra en eins og flestir muna voru ekki margir þurrir dagar í fyrrasumar og -haust. Verkið er unnið með akrýlhúsamálningu sem þarf að þorna á milli sem er erfitt þegar það koma vinda- og vætusamir dagar eða þessir klassísku íslensku dagar þar sem skiptast á skin og skúrir. Um miðjan september fékk ég nóg, var kalt og þreytt sem gerir ekki gott þegar maður er að reyna að skapa eitthvað. Svo ég tók aftur upp þráðinn núna um miðjan maí.“ Sara er þekkt fyrir veggmyndir sínar víðs vegar um borgina. Fjöður er málað í fimm lögum af málningu með litlum penslum og í því eru alls kyns skuggar og stílbrigði sem listakonan er þekkt fyrir en skuggi sem hún bætti við í lokin býr til þá sjónblekkingu að fjöðrin virðist svífa á veggnum. Eins og fyrr segir verður verkið Fjöðrin afhjúpað í dag klukkan 15 í Asparfelli 2-12 af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson flytja nokkur lög og þá munu dansararnir Stefán Halldór Egilsson og Hallman Ísleifur Sigurðarson sýna popping-dans við athöfnina. „Það er hvorki opnunartími né aðgangseyrir að verkinu og ég hvet alla til að kíkja við,“ segir Sara að lokum. Menning Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Þetta er 17 metra hátt verk sem gerir það líklega að mínu stærsta og metnaðarfyllsta verki hingað til,“ segir myndlistarkonan Sara Riel en í dag kl. 15 verður afhjúpað verk eftir hana á vegggafli við Asparfellið í Breiðholti. Veggmyndin ber nafnið Fjöður þar sem 43 fuglum er raðað saman til að mynda eina heild. Sara eyddi nokkrum dögum á Náttúrufræðistofnun Íslands í heimildavinnu þar sem hún skrásetti og skissaði fjölbreytt úrval fugla sem þar er að finna. „Það var mjög áhugavert að eyða tíma þar, eins og að vera í líkhúsi. Fuglarnir sem ég notaði eru af alls kyns tegundum, farfuglar sem og fuglar sem eiga uppruna sinn að rekja hingað. Mér finnst það endurspegla þennan breiða og fjölbreytta hóp sem býr í þessu fjölmenna fjölbýlishúsi,“ segir Sara sem hlaut einróma samþykki fyrir verkinu hjá íbúum Asparfellsins áður en hún hófst handa fyrir tæpu ári og naut sín vel að vinna í Breiðholtinu. „Þetta byrjaði mjög vel í fyrra en eins og flestir muna voru ekki margir þurrir dagar í fyrrasumar og -haust. Verkið er unnið með akrýlhúsamálningu sem þarf að þorna á milli sem er erfitt þegar það koma vinda- og vætusamir dagar eða þessir klassísku íslensku dagar þar sem skiptast á skin og skúrir. Um miðjan september fékk ég nóg, var kalt og þreytt sem gerir ekki gott þegar maður er að reyna að skapa eitthvað. Svo ég tók aftur upp þráðinn núna um miðjan maí.“ Sara er þekkt fyrir veggmyndir sínar víðs vegar um borgina. Fjöður er málað í fimm lögum af málningu með litlum penslum og í því eru alls kyns skuggar og stílbrigði sem listakonan er þekkt fyrir en skuggi sem hún bætti við í lokin býr til þá sjónblekkingu að fjöðrin virðist svífa á veggnum. Eins og fyrr segir verður verkið Fjöðrin afhjúpað í dag klukkan 15 í Asparfelli 2-12 af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson flytja nokkur lög og þá munu dansararnir Stefán Halldór Egilsson og Hallman Ísleifur Sigurðarson sýna popping-dans við athöfnina. „Það er hvorki opnunartími né aðgangseyrir að verkinu og ég hvet alla til að kíkja við,“ segir Sara að lokum.
Menning Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“