Vond vinnubrögð Katrín Jakobsdóttir skrifar 4. júlí 2014 07:00 Ekki hefur starfsfólk Fiskistofu stokkið hæð sína af fögnuði þegar sjávarútvegsráðherra tilkynnti að störf þess myndu flytjast frá Hafnarfirði til Akureyrar í einu vetfangi, enda bárust fréttir af því að starfsfólki hefði verið boðin áfallahjálp í framhaldinu. Hugmyndin með flutningi Fiskistofu er að færa störf út á landsbyggðina – jákvætt og mikilvægt markmið – en í ljósi frétta af því hvernig staðið er að flutningnum hljóta allir að velta því fyrir sér hvort ríkisstjórnin vinni hér meiri skaða en gagn. Um langt árabil var litið á það sem eins konar náttúrulögmál að opinberar stofnanir væru á höfuðborgarsvæðinu, helst í Reykjavík. Vissulega eru það úrelt sjónarmið, ekki síst nú á tímum þegar tækniþróun gerir fólki mögulegt að sinna margs konar vinnu hvar sem er í heiminum. Það er líka eðlileg krafa að opinber störf dreifist um landið allt. Flutningur opinberra starfa út á land hefur oft gengið vel, bæði með flutningi stofnana en líka þegar svokölluð „störf án staðsetningar“ eru auglýst, en þá velur starfsfólk sjálft hvar á landinu það kýs að sinna vinnu sinni. Í ljósi þessarar góðu reynslu má spyrja hvort ekki hefði verið hægt að bera sig öðruvísi að í tilfelli Fiskistofu. Í stað þess að tilkynna starfsfólki að stofnunin yrði flutt á einu bretti hefði mátt starfrækja áfram starfsstöð Fiskistofu í Hafnarfirði þar sem þeir starfsmenn sem svo kjósa gætu unnið áfram samhliða því að starfsstöð Fiskistofu á Akureyri yrði efld stig af stigi með það í huga að höfuðstöðvarnar yrðu þar til framtíðar. Vinnubrögðin eru svo kapítuli út af fyrir sig en í þessu tilfelli ætti að vinna með starfsfólki en ekki tilkynna ákvarðanir ráðherra einhliða. Alþingi þarf líka að hafa aðkomu að málinu, til að mynda virðist vanta lagastoð fyrir flutningnum og að sjálfsögðu þarf að liggja fyrir kostnaðarmat. Þá þyrfti Alþingi að marka heildstæða stefnu um flutning opinberra starfa þannig að starfsfólk hinna ýmsu stofnana þurfi ekki að lifa í sífelldum ótta um að störf þess verði flutt til fyrirvaralaust. Góð vinnubrögð frá upphafi myndu skila betri árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Ekki hefur starfsfólk Fiskistofu stokkið hæð sína af fögnuði þegar sjávarútvegsráðherra tilkynnti að störf þess myndu flytjast frá Hafnarfirði til Akureyrar í einu vetfangi, enda bárust fréttir af því að starfsfólki hefði verið boðin áfallahjálp í framhaldinu. Hugmyndin með flutningi Fiskistofu er að færa störf út á landsbyggðina – jákvætt og mikilvægt markmið – en í ljósi frétta af því hvernig staðið er að flutningnum hljóta allir að velta því fyrir sér hvort ríkisstjórnin vinni hér meiri skaða en gagn. Um langt árabil var litið á það sem eins konar náttúrulögmál að opinberar stofnanir væru á höfuðborgarsvæðinu, helst í Reykjavík. Vissulega eru það úrelt sjónarmið, ekki síst nú á tímum þegar tækniþróun gerir fólki mögulegt að sinna margs konar vinnu hvar sem er í heiminum. Það er líka eðlileg krafa að opinber störf dreifist um landið allt. Flutningur opinberra starfa út á land hefur oft gengið vel, bæði með flutningi stofnana en líka þegar svokölluð „störf án staðsetningar“ eru auglýst, en þá velur starfsfólk sjálft hvar á landinu það kýs að sinna vinnu sinni. Í ljósi þessarar góðu reynslu má spyrja hvort ekki hefði verið hægt að bera sig öðruvísi að í tilfelli Fiskistofu. Í stað þess að tilkynna starfsfólki að stofnunin yrði flutt á einu bretti hefði mátt starfrækja áfram starfsstöð Fiskistofu í Hafnarfirði þar sem þeir starfsmenn sem svo kjósa gætu unnið áfram samhliða því að starfsstöð Fiskistofu á Akureyri yrði efld stig af stigi með það í huga að höfuðstöðvarnar yrðu þar til framtíðar. Vinnubrögðin eru svo kapítuli út af fyrir sig en í þessu tilfelli ætti að vinna með starfsfólki en ekki tilkynna ákvarðanir ráðherra einhliða. Alþingi þarf líka að hafa aðkomu að málinu, til að mynda virðist vanta lagastoð fyrir flutningnum og að sjálfsögðu þarf að liggja fyrir kostnaðarmat. Þá þyrfti Alþingi að marka heildstæða stefnu um flutning opinberra starfa þannig að starfsfólk hinna ýmsu stofnana þurfi ekki að lifa í sífelldum ótta um að störf þess verði flutt til fyrirvaralaust. Góð vinnubrögð frá upphafi myndu skila betri árangri.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar