10 ára stúlku neitað um vegabréf af Þjóðskrá Ingvar Haraldsson skrifar 25. júní 2014 07:00 Duncan og Harriet Cardew heita stúlka og drengur í Þjóðskrá. Nú fær Harriet ekki vegabréf vegna þess. fréttablaðið/daníel vísir/daníel „Það er búið að svipta dóttur okkar ferðafrelsi. Það stenst engan veginn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Kristín Cardew um ákvörðun Þjóðskrár að synja dóttur hennar, Harriet Cardew, um vegabréf vegna þess að nafn hennar er ekki samþykkt af mannanafnanefnd. Kristín og eiginmaður hennar, Tristan Cardew, sem fæddur er í Bretlandi, eiga saman fjögur börn, Lilju og Belindu, fæddar í Frakklandi, og Harriet, 10 ára, og Duncan, 11 ára, fædd hér á landi. Mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt nöfnin Harriet og Duncan og hafa þau hingað til borið nöfnin stúlka og drengur Cardew í Þjóðskrá. Þau hafa til þessa fengið íslensk vegabréf með þeim nöfnum. Í síðustu viku sótti Kristín um vegabréf fyrir Harriet vegna þess að fjölskyldan hyggur á ferðalag til Frakklands næstkomandi þriðjudag. Í gær tilkynnti Þjóðskrá þeim að vegna þess að nafnið Harriet væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd væri ekki hægt að gefa út vegabréf á hennar nafni. „Lögmaður Þjóðskrár tilkynnti okkur einnig að nú væri verið að hreinsa út alla þá einstaklinga sem hétu stúlka og drengur í Þjóðskrá,“ segir Tristan. Kristín bætir svo við að „…ef við værum bæði erlend mættu börnin bera erlend nöfn. Þau mættu einnig bera erlend nöfn ef þau hefðu íslenskt fornafn eða millinafn.“ Hjónin hafa haft samband við breska sendiráðið um að fá neyðarvegabréf svo þau komist til Bretlands þar sem þau geti fengið varanlegt vegabréf fyrir Harriet. „Það sem er svo ótrúlegt í þessu er að starfsmenn Þjóðskrár eða Sýslumannsins í Kópavogi hefðu auðveldlega getað látið okkur vita að Harriet yrði neitað um vegabréf. Þá hefðum við fyrr getað haft samband við breska sendiráðið og fengið vegabréf,“ segir Tristan. Hjónin hafa sent umboðsmanni barna bréf og rætt við lögfræðing um hvort úrskurður Þjóðskrár standist lög og bíða eftir svari. Þau útiloka ekki að fara með málið fyrir dómstóla snúi Þjóðskrá ekki úrskurði sínum. Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Það er búið að svipta dóttur okkar ferðafrelsi. Það stenst engan veginn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Kristín Cardew um ákvörðun Þjóðskrár að synja dóttur hennar, Harriet Cardew, um vegabréf vegna þess að nafn hennar er ekki samþykkt af mannanafnanefnd. Kristín og eiginmaður hennar, Tristan Cardew, sem fæddur er í Bretlandi, eiga saman fjögur börn, Lilju og Belindu, fæddar í Frakklandi, og Harriet, 10 ára, og Duncan, 11 ára, fædd hér á landi. Mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt nöfnin Harriet og Duncan og hafa þau hingað til borið nöfnin stúlka og drengur Cardew í Þjóðskrá. Þau hafa til þessa fengið íslensk vegabréf með þeim nöfnum. Í síðustu viku sótti Kristín um vegabréf fyrir Harriet vegna þess að fjölskyldan hyggur á ferðalag til Frakklands næstkomandi þriðjudag. Í gær tilkynnti Þjóðskrá þeim að vegna þess að nafnið Harriet væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd væri ekki hægt að gefa út vegabréf á hennar nafni. „Lögmaður Þjóðskrár tilkynnti okkur einnig að nú væri verið að hreinsa út alla þá einstaklinga sem hétu stúlka og drengur í Þjóðskrá,“ segir Tristan. Kristín bætir svo við að „…ef við værum bæði erlend mættu börnin bera erlend nöfn. Þau mættu einnig bera erlend nöfn ef þau hefðu íslenskt fornafn eða millinafn.“ Hjónin hafa haft samband við breska sendiráðið um að fá neyðarvegabréf svo þau komist til Bretlands þar sem þau geti fengið varanlegt vegabréf fyrir Harriet. „Það sem er svo ótrúlegt í þessu er að starfsmenn Þjóðskrár eða Sýslumannsins í Kópavogi hefðu auðveldlega getað látið okkur vita að Harriet yrði neitað um vegabréf. Þá hefðum við fyrr getað haft samband við breska sendiráðið og fengið vegabréf,“ segir Tristan. Hjónin hafa sent umboðsmanni barna bréf og rætt við lögfræðing um hvort úrskurður Þjóðskrár standist lög og bíða eftir svari. Þau útiloka ekki að fara með málið fyrir dómstóla snúi Þjóðskrá ekki úrskurði sínum.
Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira