Endurfjármögnun fasteignalána getur margborgað sig Valur Þráinsson skrifar 17. júní 2014 07:00 Vissir þú að ef vextir á 20 milljóna króna óverðtryggðu jafngreiðsluláni, til 20 ára, lækka úr 7,5% í 6,5% þá lækka afborganir þess um 145 þúsund krónur á ári? Í kjölfarið myndast umtalsverður sparnaður ef litið er til líftíma lánsins. Sé sparnaðurinn núvirtur, sem kallað er, má meta verðmæti lækkunarinnar á um 1,5 milljónir króna (miðað við 7,5% ávöxtunarkröfu). Það er því augljóst að það margborgar sig að skoða hvaða lánakjör standa þér til boða. Með því að fylgja nokkrum einföldum þumalputtareglum þá getur þú tryggt betur að fá sem lægsta vexti á fasteignalánum þínum. Það getur sparað þér umtalsverða fjármuni.Fylgdu þrem þumalputtareglum Í fyrsta lagi skaltu búa til yfirlit yfir þau lán sem hvíla á fasteigninni þinni og eðli þeirra. Í því gæti t.d. komið fram hvort þau eru verðtryggð eða óverðtryggð, hversu langur tími er eftir af hverju láni, afborganir á mánuði, vextir, hvort vextirnir eru breytilegir eða fastir, hvort uppgreiðslugjöld séu til staðar og svo framvegis. Í öðru lagi skaltu afla upplýsinga um fasteignamat og markaðsverðmæti fasteignar þinnar. Þær upplýsingar geturðu nýtt til þess að meta hversu hátt hlutfall eignarinnar er veðsett en möguleikar til lántöku ráðast að miklu leyti af veðsetningarhlutfallinu. Í þriðja lagi skaltu bera saman vexti og kjör hjá þeim aðilum sem starfa á markaðnum. Ef ársvextirnir lækka um 1% eða meira þá ætti það að öllum líkindum að vera hagstætt fyrir þig að endurfjármagna fasteignlánin þín. Í upphafi gætirðu t.d. fengið upplýsingar um lánakjör hjá Arion banka, Landsbankanum, MP banka, Íbúðalánasjóði, Íslandsbanka og lífeyrissjóðnum þínum (lífeyrissjóðir bjóða í mörgum tilfellum upp á mjög hagstæð kjör á fasteignalánum).Taktu ákvörðun Í dag er lítill kostnaður sem fylgir því að endurfjármagna fasteignalán en ástæða þess er m.a. sú að nú um áramótin voru stimpilgjöld af veðskjölum felld niður. Því er lántökugjaldið oft nánast eini kostnaðurinn sem fylgir því að endurfjármagna fasteignalán en gjaldið er á bilinu 0,5-1% af upphæð nýja lánsins. Það getur því margborgað sig að skoða þessi mál, hvort heldur upp á eigin spýtur eða með aðstoð óháðs fjármálaráðgjafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valur Þráinsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Vissir þú að ef vextir á 20 milljóna króna óverðtryggðu jafngreiðsluláni, til 20 ára, lækka úr 7,5% í 6,5% þá lækka afborganir þess um 145 þúsund krónur á ári? Í kjölfarið myndast umtalsverður sparnaður ef litið er til líftíma lánsins. Sé sparnaðurinn núvirtur, sem kallað er, má meta verðmæti lækkunarinnar á um 1,5 milljónir króna (miðað við 7,5% ávöxtunarkröfu). Það er því augljóst að það margborgar sig að skoða hvaða lánakjör standa þér til boða. Með því að fylgja nokkrum einföldum þumalputtareglum þá getur þú tryggt betur að fá sem lægsta vexti á fasteignalánum þínum. Það getur sparað þér umtalsverða fjármuni.Fylgdu þrem þumalputtareglum Í fyrsta lagi skaltu búa til yfirlit yfir þau lán sem hvíla á fasteigninni þinni og eðli þeirra. Í því gæti t.d. komið fram hvort þau eru verðtryggð eða óverðtryggð, hversu langur tími er eftir af hverju láni, afborganir á mánuði, vextir, hvort vextirnir eru breytilegir eða fastir, hvort uppgreiðslugjöld séu til staðar og svo framvegis. Í öðru lagi skaltu afla upplýsinga um fasteignamat og markaðsverðmæti fasteignar þinnar. Þær upplýsingar geturðu nýtt til þess að meta hversu hátt hlutfall eignarinnar er veðsett en möguleikar til lántöku ráðast að miklu leyti af veðsetningarhlutfallinu. Í þriðja lagi skaltu bera saman vexti og kjör hjá þeim aðilum sem starfa á markaðnum. Ef ársvextirnir lækka um 1% eða meira þá ætti það að öllum líkindum að vera hagstætt fyrir þig að endurfjármagna fasteignlánin þín. Í upphafi gætirðu t.d. fengið upplýsingar um lánakjör hjá Arion banka, Landsbankanum, MP banka, Íbúðalánasjóði, Íslandsbanka og lífeyrissjóðnum þínum (lífeyrissjóðir bjóða í mörgum tilfellum upp á mjög hagstæð kjör á fasteignalánum).Taktu ákvörðun Í dag er lítill kostnaður sem fylgir því að endurfjármagna fasteignalán en ástæða þess er m.a. sú að nú um áramótin voru stimpilgjöld af veðskjölum felld niður. Því er lántökugjaldið oft nánast eini kostnaðurinn sem fylgir því að endurfjármagna fasteignalán en gjaldið er á bilinu 0,5-1% af upphæð nýja lánsins. Það getur því margborgað sig að skoða þessi mál, hvort heldur upp á eigin spýtur eða með aðstoð óháðs fjármálaráðgjafa.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar