„Klárum lokaleikinn með sæmd“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. júní 2014 06:00 Þórey Rósa Stefánsdóttir var meðal markahæstu leikmanna Íslands í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Stelpurnar okkar verða ekki meðal þátttökuliða í lokakeppni EM sem fer fram í Króatíu og Ungverjalandi í lok árs. Þetta varð ljóst eftir að Slóvakía gerði jafntefli við Frakka á heimavelli, 24-24, í gær og náði þar með þriggja stiga forystu á Ísland fyrir lokaumferðina. Íslensku stelpurnar unnu á sama tíma öruggan stórsigur á Finnum, 29-20, en Ísland situr eftir í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig fyrir lokaleikinn gegn Slóvakíu í Laugardalshöll á sunnudag. Frakkar voru búnir að tryggja sér áframhaldandi þátttöku og dugði jafnteflið í gær til að tryggja sigurinn í riðlinum. Einu stigin sem Ísland hefur fengið í riðlinum komu gegn botnliði Finna. Liðið tapaði tvívegis fyrir sterku liði Frakka en mestu munaði um eins marks tap fyrir Slóvakíu ytra, 19-18, í október síðastliðnum.Slóvakar eru afar öflugir „Við vorum hársbreidd frá því að ná í stig í þeim leik,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. „Sumir vildu meina að Slóvakía væri ekki með sterkt lið en úrslitin gegn Frökkum sýna hversu öflugir Slóvakar eru. Það er mjög erfitt að spila á þeirra heimavelli fyrir framan troðfullt hús,“ bætir Ágúst við. Slóvakar mæta því hingað til lands um helgina án þess að hafa að nokkru að keppa. Úrslitin í riðlinum eru ráðin og niðurröðun liðanna mun ekki breytast eftir lokaumferðina. „Við ætlum okkur að koma inn í þann leik af fullum krafti. Við ætlum okkur sigur og klára verkefnið með sæmd,“ ítrekar landsliðsþjálfarinn en hann hrósaði sínum leikmönnum fyrir sigurinn á Finnum í gær.Vantaði marga lykilmenn „Vissulega er getumunur á liðunum en við nýttum breidd leikmannahópsins vel og allir leikmenn stóðu sig með prýði. Það var bara fúlt að fá tíðindin frá Slóvakíu strax eftir leikinn,“ sagði Ágúst, sem ætlar að halda ótrauður áfram með landsliðið. „Ég er með samning til 2016 og verð því áfram,“ segir hann. „Auðvitað voru það vonbrigði að komast ekki upp úr riðlinum eins og við stefndum að en þetta varð niðurstaðan. Það hefur gengið á ýmsu en síðan ég tók við hafa aldrei verið jafn miklar sveiflur á landsliðshópnum og nú. Líklega eru tíu leikmenn ekki með nú sem voru með í fyrsta leik í undankeppninni og vantar okkur nú marga lykilmenn í hópinn.“Steinunn frábær Meðal þeirra leikmanna sem fengu tækifæri til að sýna sig og sanna í gær var hornamaðurinn Steinunn Hansdóttir. Hún skoraði fimm mörk og var markahæst ásamt Hildigunni Einarsdóttur. „Steinunn stóð sig frábærlega og er án nokkurs vafa framtíðarleikmaður landsliðsins. Við höfum lengi fylgst með henni,“ sagði Ágúst en Steinunn hefur nánast alla sína ævi búið í Danmörku. Steinunn, sem leikur með Skanderborg í næstefstu deild í Danmörku, á þó íslenska foreldra. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 20-29 | Stelpurnar gerðu sitt en fara ekki á EM Ísland vann öruggan níu marka sigur á Finnlandi í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2014. 11. júní 2014 12:44 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Stelpurnar okkar verða ekki meðal þátttökuliða í lokakeppni EM sem fer fram í Króatíu og Ungverjalandi í lok árs. Þetta varð ljóst eftir að Slóvakía gerði jafntefli við Frakka á heimavelli, 24-24, í gær og náði þar með þriggja stiga forystu á Ísland fyrir lokaumferðina. Íslensku stelpurnar unnu á sama tíma öruggan stórsigur á Finnum, 29-20, en Ísland situr eftir í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig fyrir lokaleikinn gegn Slóvakíu í Laugardalshöll á sunnudag. Frakkar voru búnir að tryggja sér áframhaldandi þátttöku og dugði jafnteflið í gær til að tryggja sigurinn í riðlinum. Einu stigin sem Ísland hefur fengið í riðlinum komu gegn botnliði Finna. Liðið tapaði tvívegis fyrir sterku liði Frakka en mestu munaði um eins marks tap fyrir Slóvakíu ytra, 19-18, í október síðastliðnum.Slóvakar eru afar öflugir „Við vorum hársbreidd frá því að ná í stig í þeim leik,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. „Sumir vildu meina að Slóvakía væri ekki með sterkt lið en úrslitin gegn Frökkum sýna hversu öflugir Slóvakar eru. Það er mjög erfitt að spila á þeirra heimavelli fyrir framan troðfullt hús,“ bætir Ágúst við. Slóvakar mæta því hingað til lands um helgina án þess að hafa að nokkru að keppa. Úrslitin í riðlinum eru ráðin og niðurröðun liðanna mun ekki breytast eftir lokaumferðina. „Við ætlum okkur að koma inn í þann leik af fullum krafti. Við ætlum okkur sigur og klára verkefnið með sæmd,“ ítrekar landsliðsþjálfarinn en hann hrósaði sínum leikmönnum fyrir sigurinn á Finnum í gær.Vantaði marga lykilmenn „Vissulega er getumunur á liðunum en við nýttum breidd leikmannahópsins vel og allir leikmenn stóðu sig með prýði. Það var bara fúlt að fá tíðindin frá Slóvakíu strax eftir leikinn,“ sagði Ágúst, sem ætlar að halda ótrauður áfram með landsliðið. „Ég er með samning til 2016 og verð því áfram,“ segir hann. „Auðvitað voru það vonbrigði að komast ekki upp úr riðlinum eins og við stefndum að en þetta varð niðurstaðan. Það hefur gengið á ýmsu en síðan ég tók við hafa aldrei verið jafn miklar sveiflur á landsliðshópnum og nú. Líklega eru tíu leikmenn ekki með nú sem voru með í fyrsta leik í undankeppninni og vantar okkur nú marga lykilmenn í hópinn.“Steinunn frábær Meðal þeirra leikmanna sem fengu tækifæri til að sýna sig og sanna í gær var hornamaðurinn Steinunn Hansdóttir. Hún skoraði fimm mörk og var markahæst ásamt Hildigunni Einarsdóttur. „Steinunn stóð sig frábærlega og er án nokkurs vafa framtíðarleikmaður landsliðsins. Við höfum lengi fylgst með henni,“ sagði Ágúst en Steinunn hefur nánast alla sína ævi búið í Danmörku. Steinunn, sem leikur með Skanderborg í næstefstu deild í Danmörku, á þó íslenska foreldra.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 20-29 | Stelpurnar gerðu sitt en fara ekki á EM Ísland vann öruggan níu marka sigur á Finnlandi í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2014. 11. júní 2014 12:44 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Umfjöllun: Finnland - Ísland 20-29 | Stelpurnar gerðu sitt en fara ekki á EM Ísland vann öruggan níu marka sigur á Finnlandi í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2014. 11. júní 2014 12:44