Enga sýnagógu Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. júní 2014 07:00 Umræðan um múslima, sem spratt upp í kjölfar mosku- og nauðungarhjónabandaútspils oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur á köflum farið algjörlega úr böndunum og getur ekki kallazt neitt annað en hatursorðræða. Vísir birti fyrr í vikunni frétt þar sem haft var eftir formanni Félags múslima að fljótlega væri hægt að hefja framkvæmdir við byggingu moskunnar í Sogamýri. Í athugasemdakerfi vefjarins spratt fram svo mikið af ógeðslegu hatri, þar á meðal hreinum og klárum morðhótunum í garð forsvarsmanna trúfélagsins, að við hljótum að staldra við. Ef við prófuðum að setja inn í þennan almennt illa orðaða og rangt stafsetta texta orðin „sýnagóga“ og „gyðingar“ í stað „moska“ og „múslimar“, verða hugrenningatengslin við stærstu hatursglæpi sögunnar býsna óþægileg. Margir þeir sem amast við veru og sýnileika múslima á Íslandi vitna í trúarrit þeirra, Kóraninn, máli sínu til stuðnings, til dæmis um alls konar mannhatur og ómannúðlegar refsingar. Hafa þeir prófað að lesa Biblíuna með sömu gleraugum? Morðhótanirnar hafa verið kærðar til lögreglunnar og sennilega væri hægt að kæra fleiri ummæli sem hafa fallið um múslima á Íslandi síðustu daga með vísan til ákvæða hegningarlaga um að menn skuli ekki þurfa að sæta háði, rógi, smánun eða ógnun vegna trúar sinnar. Á sama tíma kemur í ljós að hreinræktaður og augljós hatursglæpur gegn múslimum á Íslandi, þegar trúarrit þeirra var atað svínsblóði og svínshausum dreift á moskulóðina í fyrra, hefur verið rannsakað með hangandi hendi hjá lögreglunni í Reykjavík og engin niðurstaða fengizt. Yfirmenn lögreglunnar virðast áhugalausir um málið og lítið inni í því. Kærum við okkur um þetta andrúm haturs og mismununar gagnvart fámennum trúarhópi? Við getum að minnsta kosti ekki sætt okkur við að það gangi yfir ákveðin mörk. Karl Popper, austurrískur heimspekingur sem horfði á heimaland sitt verða gyðingahatri og nazisma að bráð, skrifaði í bók sinni Opið samfélag og óvinir þess, að í opnu lýðræðissamfélagi yrðu menn að umbera jafnvel þá óumburðarlyndu. En ef óumburðarlyndið væri endalaust umborið, endaði það á því að ganga af umburðarlyndi hins opna samfélags dauðu. Popper var á því að það ætti ekki að berja óumburðarlyndið niður, svo lengi sem svara mætti því með rökum og almenningsálitið héldi því í skefjum. En um leið ætti hið opna samfélag að áskilja sér rétt til að segja: Hingað og ekki lengra. Bannið við hatursorðræðu og hatursglæpum eru slík varnarviðbrögð samfélags, sem er opið og umburðarlynt og vill vera það áfram. Það er engin leið að kenna Framsóknarflokknum í Reykjavík um hatursorðræðuna í garð múslima. Hún var þarna fyrir. En þeir sem hata múslima túlka margir hverjir moskuútspilið sem stuðning við hugmyndir sínar frá flokki, sem hingað til hefur verið talinn standa vörð um hið opna samfélag. Það kaldhæðnislega er að í stað þess að stíga myndarlega fram gegn hatrinu og í þágu umburðarlyndisins halda sumir talsmenn flokksins því fram að þeir séu sjálfir fórnarlömb hatursorðræðu. Þeir eiga að vera stærri en svo. Þeir eiga eins og allir aðrir málsmetandi menn að segja skýrt og skorinort: Hatur og mismunun gagnvart einum trúarhópi fær ekki að viðgangast. Við erum opið samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Umræðan um múslima, sem spratt upp í kjölfar mosku- og nauðungarhjónabandaútspils oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur á köflum farið algjörlega úr böndunum og getur ekki kallazt neitt annað en hatursorðræða. Vísir birti fyrr í vikunni frétt þar sem haft var eftir formanni Félags múslima að fljótlega væri hægt að hefja framkvæmdir við byggingu moskunnar í Sogamýri. Í athugasemdakerfi vefjarins spratt fram svo mikið af ógeðslegu hatri, þar á meðal hreinum og klárum morðhótunum í garð forsvarsmanna trúfélagsins, að við hljótum að staldra við. Ef við prófuðum að setja inn í þennan almennt illa orðaða og rangt stafsetta texta orðin „sýnagóga“ og „gyðingar“ í stað „moska“ og „múslimar“, verða hugrenningatengslin við stærstu hatursglæpi sögunnar býsna óþægileg. Margir þeir sem amast við veru og sýnileika múslima á Íslandi vitna í trúarrit þeirra, Kóraninn, máli sínu til stuðnings, til dæmis um alls konar mannhatur og ómannúðlegar refsingar. Hafa þeir prófað að lesa Biblíuna með sömu gleraugum? Morðhótanirnar hafa verið kærðar til lögreglunnar og sennilega væri hægt að kæra fleiri ummæli sem hafa fallið um múslima á Íslandi síðustu daga með vísan til ákvæða hegningarlaga um að menn skuli ekki þurfa að sæta háði, rógi, smánun eða ógnun vegna trúar sinnar. Á sama tíma kemur í ljós að hreinræktaður og augljós hatursglæpur gegn múslimum á Íslandi, þegar trúarrit þeirra var atað svínsblóði og svínshausum dreift á moskulóðina í fyrra, hefur verið rannsakað með hangandi hendi hjá lögreglunni í Reykjavík og engin niðurstaða fengizt. Yfirmenn lögreglunnar virðast áhugalausir um málið og lítið inni í því. Kærum við okkur um þetta andrúm haturs og mismununar gagnvart fámennum trúarhópi? Við getum að minnsta kosti ekki sætt okkur við að það gangi yfir ákveðin mörk. Karl Popper, austurrískur heimspekingur sem horfði á heimaland sitt verða gyðingahatri og nazisma að bráð, skrifaði í bók sinni Opið samfélag og óvinir þess, að í opnu lýðræðissamfélagi yrðu menn að umbera jafnvel þá óumburðarlyndu. En ef óumburðarlyndið væri endalaust umborið, endaði það á því að ganga af umburðarlyndi hins opna samfélags dauðu. Popper var á því að það ætti ekki að berja óumburðarlyndið niður, svo lengi sem svara mætti því með rökum og almenningsálitið héldi því í skefjum. En um leið ætti hið opna samfélag að áskilja sér rétt til að segja: Hingað og ekki lengra. Bannið við hatursorðræðu og hatursglæpum eru slík varnarviðbrögð samfélags, sem er opið og umburðarlynt og vill vera það áfram. Það er engin leið að kenna Framsóknarflokknum í Reykjavík um hatursorðræðuna í garð múslima. Hún var þarna fyrir. En þeir sem hata múslima túlka margir hverjir moskuútspilið sem stuðning við hugmyndir sínar frá flokki, sem hingað til hefur verið talinn standa vörð um hið opna samfélag. Það kaldhæðnislega er að í stað þess að stíga myndarlega fram gegn hatrinu og í þágu umburðarlyndisins halda sumir talsmenn flokksins því fram að þeir séu sjálfir fórnarlömb hatursorðræðu. Þeir eiga að vera stærri en svo. Þeir eiga eins og allir aðrir málsmetandi menn að segja skýrt og skorinort: Hatur og mismunun gagnvart einum trúarhópi fær ekki að viðgangast. Við erum opið samfélag.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun