Hin hliðin á þjóðrembunni Sighvatur Björgvinsson skrifar 5. júní 2014 07:00 Mikið veður hefur verið gert út af ummælum oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík um meinta andúð á múslimum. Öfugt við marga aðra kenningasmiði held ég ekki að þarna sé um að ræða úthugsað samsæri um að snúa Framsóknarflokknum til öfgastefnu fasista til þess að afla atkvæða í gruggugum polli þegar allt annað var þrotið. Ég held að málið sé miklu einfaldara. Byrjandi í pólitík með enga reynslu og harla litla þekkingu jafnvel á samþykktri stefnu síns eigin flokks en með tiltekna persónulega tengslasögu við múslimska borgara í útlöndum, gerði sér ekki þau sannindi ljós að einstaklingur sem valinn er til þess að leiða hóp flokkssystkina sinna í kosningabaráttu verður að hafa gætur á því hvað hann segir. Frambjóðandinn gerði sér ekki ljóst að slíkur einstaklingur í oddvitasæti talar fyrir fleiri en sjálfan sig og ummæli eins og þau sem viðhöfð voru teljast vera gefin fyrir framboðsins hönd. Svo festi frambjóðandinn sig fyrr en varði í sinni eigin bullinkollu og spriklaði þar eins og fiskur fastur á öngli. Festist æ meir því meir sem spriklað var. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þeir fjölmörgu, góðu Framsóknarmenn sem ég þekki munu taka að sér að uppfræða þennan byrjanda á vígvelli framboða um einföldustu undirstöðuatriði og trúi ekki öðru en hún muni læra þegar fram í sækir – svona þegar góðir félagar úr flokknum og reynslan taka höndum saman um að hjálpa til við heimalærdóminn.Draugur vakinn úr myrkri þjóðarsál Ég hef því sannast sagna ekki miklar áhyggjur af því að Framsóknarflokkurinn sé að verða fasískur þótt byrjanda í framboði blautum á bak við bæði eyrun hafi illa orðið fótaskortur á eigin tungu. Ég hef miklu meiri áhyggjur af því að sú bullinkolla vakti upp mikinn og óvæntan stuðning í hópi íslenskra kjósenda sem mættu fúsir til leiks þegar foringi gaf sig fram sem að minnsta kosti sýndist vera að flytja boðskap fasisma um ekki bara óvild heldur blint hatur á tilteknum hópi mikils minnihluta Íslendinga. Miklu verri er þó eftirleikurinn. Þegar þessi hópur veitti fordómum sínum og hatri útrás á blogginu með heiftúðugu orðbragði og jafnvel líflátshótunum.Getur ekkert sjálft – nema æpt og hótað Nú er það vel þekkt úr evrópskri sögu að sá hópur einstaklinga sem móttækilegastur er fyrir slíkum boðskap og blindu hatri á minnihlutahópa og útlendinga er yfirleitt fólk sem er illa upplýst, illa að sér, illa skrifandi og illa máli farið og þarfnast því einhvers foringja sem getur komið orðum að þeim hugsunum sem þrífast þarna í myrkum afkimum þjóðarsálar. Það ræður ekki við að taka sjálft þátt í upplýstri umræðu, hvað þá heldur að færa þekkingarleg rök fyrir skoðunum sínum en er umsvifalaust mætt öllum að óvörum þegar slíkur málflutningur öðlast einhvers konar viðurkenningu í orðræðum einhvers foringja. Þá er það mætt tilbúið jafnvel til ofbeldisverka ef á þarf að halda, æpandi fúkyrði með hnefana á lofti. Þessi sögusannindi koma óhjákvæmilega í hugann þegar lesið hefur verið bloggið og hlustað hefur verið á innhringingarnar þennan sólarhring sem liðið hefur frá kosningaúrslitunum í Reykjavík. Satt er það að ekki er þar víða fyrir að fara mikilli uppfræðslu, ekki mikilli þekkingu, ekki miklum orðaforða umfram sóðaskap, blót, ragn, heift, og heitingar, ekki mikilli málvöndun og varla getu til þess að stafsetja á skiljanlegri íslensku algengustu orð tungunnar eins og reynt hefur þó verið að kenna yngstu börnum fjögurra kynslóða. Margt af þessu fólki fengi hvergi inni í prentmiðlum en lætur sig hafa það að koma fyrir augu alþjóðar á netinu með þennan grunnfærna hatursboðskap, jafnvel undir mynd af sjálfu sér með fjölskyldunni!Sagan endurtekin? Ritstjóri Morgunblaðsins mun hafa sagt eitthvað á þá leið að umræðuna um hatursfulla afstöðu margra Íslendinga til útlendinga og minnihlutahópa þurfi að fara að taka ef ekki á illa að fara. Það er rétt hjá honum að tími er kominn til þess að draga þessa skoðanahópa, sem nú tjá sig ákafast á netinu, fram í dagsljósið og láta þá standa fyrir máli sínu opinberlega svo það komi áþreifanlega í ljós á hve þunnri þekkingu og á hve veikluðum röksemdum málflutningurinn hvílir. Þegar það hefur verið eftirminnilega opinberað held ég að fáir myndu vilja láta aðra kenna sig við aðild að þeim „hæfileikahópi“. Og þó? Það skyldi þó aldrei vera?!? Það skyldi þó aldrei vera að slíkt hugarfar sé hin hliðin á íslensku þjóðrembunni? Þannig var það í nasistaríkinu þýska. Þar var fasisminn einfaldlega hin hliðin á þjóðrembu „aríanna“. Þannig getur sagan endurtekið sig – og á til að gera það stundum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið veður hefur verið gert út af ummælum oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík um meinta andúð á múslimum. Öfugt við marga aðra kenningasmiði held ég ekki að þarna sé um að ræða úthugsað samsæri um að snúa Framsóknarflokknum til öfgastefnu fasista til þess að afla atkvæða í gruggugum polli þegar allt annað var þrotið. Ég held að málið sé miklu einfaldara. Byrjandi í pólitík með enga reynslu og harla litla þekkingu jafnvel á samþykktri stefnu síns eigin flokks en með tiltekna persónulega tengslasögu við múslimska borgara í útlöndum, gerði sér ekki þau sannindi ljós að einstaklingur sem valinn er til þess að leiða hóp flokkssystkina sinna í kosningabaráttu verður að hafa gætur á því hvað hann segir. Frambjóðandinn gerði sér ekki ljóst að slíkur einstaklingur í oddvitasæti talar fyrir fleiri en sjálfan sig og ummæli eins og þau sem viðhöfð voru teljast vera gefin fyrir framboðsins hönd. Svo festi frambjóðandinn sig fyrr en varði í sinni eigin bullinkollu og spriklaði þar eins og fiskur fastur á öngli. Festist æ meir því meir sem spriklað var. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þeir fjölmörgu, góðu Framsóknarmenn sem ég þekki munu taka að sér að uppfræða þennan byrjanda á vígvelli framboða um einföldustu undirstöðuatriði og trúi ekki öðru en hún muni læra þegar fram í sækir – svona þegar góðir félagar úr flokknum og reynslan taka höndum saman um að hjálpa til við heimalærdóminn.Draugur vakinn úr myrkri þjóðarsál Ég hef því sannast sagna ekki miklar áhyggjur af því að Framsóknarflokkurinn sé að verða fasískur þótt byrjanda í framboði blautum á bak við bæði eyrun hafi illa orðið fótaskortur á eigin tungu. Ég hef miklu meiri áhyggjur af því að sú bullinkolla vakti upp mikinn og óvæntan stuðning í hópi íslenskra kjósenda sem mættu fúsir til leiks þegar foringi gaf sig fram sem að minnsta kosti sýndist vera að flytja boðskap fasisma um ekki bara óvild heldur blint hatur á tilteknum hópi mikils minnihluta Íslendinga. Miklu verri er þó eftirleikurinn. Þegar þessi hópur veitti fordómum sínum og hatri útrás á blogginu með heiftúðugu orðbragði og jafnvel líflátshótunum.Getur ekkert sjálft – nema æpt og hótað Nú er það vel þekkt úr evrópskri sögu að sá hópur einstaklinga sem móttækilegastur er fyrir slíkum boðskap og blindu hatri á minnihlutahópa og útlendinga er yfirleitt fólk sem er illa upplýst, illa að sér, illa skrifandi og illa máli farið og þarfnast því einhvers foringja sem getur komið orðum að þeim hugsunum sem þrífast þarna í myrkum afkimum þjóðarsálar. Það ræður ekki við að taka sjálft þátt í upplýstri umræðu, hvað þá heldur að færa þekkingarleg rök fyrir skoðunum sínum en er umsvifalaust mætt öllum að óvörum þegar slíkur málflutningur öðlast einhvers konar viðurkenningu í orðræðum einhvers foringja. Þá er það mætt tilbúið jafnvel til ofbeldisverka ef á þarf að halda, æpandi fúkyrði með hnefana á lofti. Þessi sögusannindi koma óhjákvæmilega í hugann þegar lesið hefur verið bloggið og hlustað hefur verið á innhringingarnar þennan sólarhring sem liðið hefur frá kosningaúrslitunum í Reykjavík. Satt er það að ekki er þar víða fyrir að fara mikilli uppfræðslu, ekki mikilli þekkingu, ekki miklum orðaforða umfram sóðaskap, blót, ragn, heift, og heitingar, ekki mikilli málvöndun og varla getu til þess að stafsetja á skiljanlegri íslensku algengustu orð tungunnar eins og reynt hefur þó verið að kenna yngstu börnum fjögurra kynslóða. Margt af þessu fólki fengi hvergi inni í prentmiðlum en lætur sig hafa það að koma fyrir augu alþjóðar á netinu með þennan grunnfærna hatursboðskap, jafnvel undir mynd af sjálfu sér með fjölskyldunni!Sagan endurtekin? Ritstjóri Morgunblaðsins mun hafa sagt eitthvað á þá leið að umræðuna um hatursfulla afstöðu margra Íslendinga til útlendinga og minnihlutahópa þurfi að fara að taka ef ekki á illa að fara. Það er rétt hjá honum að tími er kominn til þess að draga þessa skoðanahópa, sem nú tjá sig ákafast á netinu, fram í dagsljósið og láta þá standa fyrir máli sínu opinberlega svo það komi áþreifanlega í ljós á hve þunnri þekkingu og á hve veikluðum röksemdum málflutningurinn hvílir. Þegar það hefur verið eftirminnilega opinberað held ég að fáir myndu vilja láta aðra kenna sig við aðild að þeim „hæfileikahópi“. Og þó? Það skyldi þó aldrei vera?!? Það skyldi þó aldrei vera að slíkt hugarfar sé hin hliðin á íslensku þjóðrembunni? Þannig var það í nasistaríkinu þýska. Þar var fasisminn einfaldlega hin hliðin á þjóðrembu „aríanna“. Þannig getur sagan endurtekið sig – og á til að gera það stundum.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun