Lágkúrupólitík Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. júní 2014 07:00 Forysta Framsóknarflokksins barmar sér enn yfir að vera krafin um skýra afstöðu til kosningaútspils frambjóðenda flokksins í borgarstjórn; að krækja sér í atkvæði með því að höfða til andúðar á útlendingum og fólki sem er annarrar trúar en meirihluti Íslendinga. Skoðum fyrst hvað Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sagði fyrir kosningar. Í fyrsta viðtalinu sem tekið var við hana eftir að hún sagðist á Facebook hafa fengið fyrirspurnir um afstöðu sína til mosku í Reykjavík, sagði hún: „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku [svo] rétttrúnaðarkirkjuna.“ Sveinbjörg sneri þessu síðar upp í að hún vildi íbúakosningu um hvort úthluta ætti lóð fyrir mosku. Það er reyndar hugmynd frá Danska Þjóðarflokknum, hægrilýðskrumsflokki sem gerði slíkar atkvæðagreiðslur að kosningamáli fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2009, af því að moskur væru griðastaður trúarofstækismanna og stuðningsmanna hryðjuverka. Þjóðarflokkurinn blés nýju lífi í þetta stefnumál sitt í febrúar síðastliðnum vegna deilna um mosku í Haderslev. Næst reyndi oddvitinn að halda því fram að þetta snerist bara um lóðamál í Reykjavík, en þá hafði fræjum útlendingaandúðarinnar verið sáð og fylgið, sem vissulega er að sækja á þeim miðum, byrjað að skila sér. Í sjónvarpsumræðum kvöldið fyrir kosningar bætti hún rækilega í og spurði hvort við vildum búa í samfélagi þar sem fólk væri þvingað í hjónaband. Skoðum næst hvað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði um málflutning oddvitans fyrir kosningar. Lengst af ekki neitt, enda gengu atkvæðaveiðarnar augljóslega vel. Svo kom loks pistill frá formanninum, þar sem hann tók enga efnislega afstöðu, heldur bætti enn í efnismiklar kvartanir sínar yfir því að flokkurinn hans væri gagnrýndur. Skoðum þá hvað Sigmundur hefur sagt eftir kosningarnar, eftir að metfjöldi atkvæða Framsóknar í Reykjavík í fjörutíu ár var kominn í hús. Jú, hann hefur sagt að múslimar megi alveg byggja sér mosku, ef hún falli bara að umhverfinu. Ekki samt á lóðinni sem Reykjavíkurborg hefur úthlutað henni, hún eigi áfram að vera grænt svæði. En skipulagsferlinu er lokið, engar athugasemdir bárust og borginni ber bæði að lögum og mannréttindasáttmálum að útvega múslimum lóð fyrir helgidóm sinn. Svo hefur Sigmundur líka sagt að Framsókn geri ekki upp á milli trúarbragða og starfi á grundvelli jafnréttis. Um atkvæðaveiðar flokksins í krafti fordóma og útlendingaandúðar hefur hann hins vegar ekki sagt nokkurn skapaðan hlut nema að gagnrýnin misbjóði honum. Hann vill ekki styggja nýja fylgið. Þetta er prinsipplaus og lágkúruleg pólitík, sem skortir alla reisn. Það er eðlilegt að fulltrúar samstarfsflokks framsóknarmanna í ríkisstjórn geri kröfu um að flokksforystan tali skýrar, eins og Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gerði til dæmis í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Allir kjósendur eiga raunar kröfu á að Framsóknarflokkurinn svari því skýrt, hvort taktík flokksins í borginni hafi verið forystu flokksins að skapi og hvort Framsókn hyggist áfram spila inn á andúð á minnihlutahópum í leit sinni að nýju fylgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Forysta Framsóknarflokksins barmar sér enn yfir að vera krafin um skýra afstöðu til kosningaútspils frambjóðenda flokksins í borgarstjórn; að krækja sér í atkvæði með því að höfða til andúðar á útlendingum og fólki sem er annarrar trúar en meirihluti Íslendinga. Skoðum fyrst hvað Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sagði fyrir kosningar. Í fyrsta viðtalinu sem tekið var við hana eftir að hún sagðist á Facebook hafa fengið fyrirspurnir um afstöðu sína til mosku í Reykjavík, sagði hún: „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku [svo] rétttrúnaðarkirkjuna.“ Sveinbjörg sneri þessu síðar upp í að hún vildi íbúakosningu um hvort úthluta ætti lóð fyrir mosku. Það er reyndar hugmynd frá Danska Þjóðarflokknum, hægrilýðskrumsflokki sem gerði slíkar atkvæðagreiðslur að kosningamáli fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2009, af því að moskur væru griðastaður trúarofstækismanna og stuðningsmanna hryðjuverka. Þjóðarflokkurinn blés nýju lífi í þetta stefnumál sitt í febrúar síðastliðnum vegna deilna um mosku í Haderslev. Næst reyndi oddvitinn að halda því fram að þetta snerist bara um lóðamál í Reykjavík, en þá hafði fræjum útlendingaandúðarinnar verið sáð og fylgið, sem vissulega er að sækja á þeim miðum, byrjað að skila sér. Í sjónvarpsumræðum kvöldið fyrir kosningar bætti hún rækilega í og spurði hvort við vildum búa í samfélagi þar sem fólk væri þvingað í hjónaband. Skoðum næst hvað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði um málflutning oddvitans fyrir kosningar. Lengst af ekki neitt, enda gengu atkvæðaveiðarnar augljóslega vel. Svo kom loks pistill frá formanninum, þar sem hann tók enga efnislega afstöðu, heldur bætti enn í efnismiklar kvartanir sínar yfir því að flokkurinn hans væri gagnrýndur. Skoðum þá hvað Sigmundur hefur sagt eftir kosningarnar, eftir að metfjöldi atkvæða Framsóknar í Reykjavík í fjörutíu ár var kominn í hús. Jú, hann hefur sagt að múslimar megi alveg byggja sér mosku, ef hún falli bara að umhverfinu. Ekki samt á lóðinni sem Reykjavíkurborg hefur úthlutað henni, hún eigi áfram að vera grænt svæði. En skipulagsferlinu er lokið, engar athugasemdir bárust og borginni ber bæði að lögum og mannréttindasáttmálum að útvega múslimum lóð fyrir helgidóm sinn. Svo hefur Sigmundur líka sagt að Framsókn geri ekki upp á milli trúarbragða og starfi á grundvelli jafnréttis. Um atkvæðaveiðar flokksins í krafti fordóma og útlendingaandúðar hefur hann hins vegar ekki sagt nokkurn skapaðan hlut nema að gagnrýnin misbjóði honum. Hann vill ekki styggja nýja fylgið. Þetta er prinsipplaus og lágkúruleg pólitík, sem skortir alla reisn. Það er eðlilegt að fulltrúar samstarfsflokks framsóknarmanna í ríkisstjórn geri kröfu um að flokksforystan tali skýrar, eins og Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gerði til dæmis í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Allir kjósendur eiga raunar kröfu á að Framsóknarflokkurinn svari því skýrt, hvort taktík flokksins í borginni hafi verið forystu flokksins að skapi og hvort Framsókn hyggist áfram spila inn á andúð á minnihlutahópum í leit sinni að nýju fylgi.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun