Ljósin loga lengur Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 29. maí 2014 00:00 Í Garðabæ er kveikt lengur á ljósastaurunum en í nágrannasveitarfélögunum, grasið er slegið oftar, snjómokstur tíðari, sorpið er oftar tæmt og bæjarbúar fá aðstoð við að fjarlægja garðaúrgang og jólatré. Lögð hefur verið mikil áhersla á snyrtilegt og fallegt umhverfi. Garðabær er eina sveitarfélagið á Íslandi sem hefur innleitt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og var fyrst til að innleiða Lýðræðisstefnu. Börn komast yngri inn á leikskóla og niðurgreiðsla til dagforeldra er meiri hér en annars staðar. Þetta og fleira gerir Garðabæ að góðum bæ.Garðabær er einn eftirsóttasti staðurinn til að búa á Sveitarfélag kemst ekki í svo góða stöðu af sjálfu sér og hvorki fyrir slysni né heppni. Það er ástæða fyrir því að hér eru góðir skólar, öflugt íþrótta- og tómstundastarf fyrir alla, öruggt samfélag sem einkennist af samkennd og jákvæðni, nálægð við einstaka náttúru og gott skipulag. Forsendan fyrir þessu öllu saman er traust fjárhagsstjórn. Hún er undirstaða góðrar þjónustu og alls þess sem gerir sveitarfélag að góðum stað til að búa á. Garðbæingar eru ánægðir með þjónustuna í bæjarfélaginu. Það er líka góð og gild ástæða fyrir því. Einn af lykilþáttum í þjónustu íbúanna hefur verið valið. Við höfum lagt áherslu á það að bæjarbúar hafi val um fjölbreytta og ólíka valkosti hvort sem það eru skólar, íþrótta- og tómstundastarf, heimaþjónusta eða annað. Með valinu færum við valdið til fólksins og ánægja Garðbæinga er afleiðing af því.Höldum áfram að gera betur Tækifærin eru víða og við þurfum að halda áfram að jafnt grípa þau sem og að búa til fleiri. Við eigum að vera framsækin og metnaðarfull. Í samvinnu við íbúa Garðabæjar höfum við náð að byggja upp sterka stöðu bæjarins. Við eigum að efla og virkja enn frekar þann félagsauð, þekkingu og reynslu sem er innan frjálsra félaga, grasrótarsamtaka og annarra hópa með aukinni samvinnu, samráði og stuðningi. Við þurfum að gefa í og gera stórátak í viðhaldi gatna, stíga, lóða og mannvirkja bæjarins. Fjölga smábarnaleikskólum og efla dagforeldrakerfið. Þéttum net göngu-, hlaupa- og hjólreiðastíga milli hverfa, opinna svæða, upplandið og við bæjarmörk. Merkjum betur minjar og sögufræga staði og aukum aðgengi að þeim. Við munum gera þetta allt saman og fleira af því að við getum það. Og við getum það af því að Garðabær hefur verið og verður áfram rekinn með traustri og skynsamlegri fjárhagsstjórn. Garðabær á að vera áfram í fremstu röð bæjarfélaga, bæði í þjónustu við íbúa og rekstri sveitarfélagsins enda fer þetta tvennt saman. Við viljum halda áfram að efla gott og jákvætt samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Í Garðabæ er kveikt lengur á ljósastaurunum en í nágrannasveitarfélögunum, grasið er slegið oftar, snjómokstur tíðari, sorpið er oftar tæmt og bæjarbúar fá aðstoð við að fjarlægja garðaúrgang og jólatré. Lögð hefur verið mikil áhersla á snyrtilegt og fallegt umhverfi. Garðabær er eina sveitarfélagið á Íslandi sem hefur innleitt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og var fyrst til að innleiða Lýðræðisstefnu. Börn komast yngri inn á leikskóla og niðurgreiðsla til dagforeldra er meiri hér en annars staðar. Þetta og fleira gerir Garðabæ að góðum bæ.Garðabær er einn eftirsóttasti staðurinn til að búa á Sveitarfélag kemst ekki í svo góða stöðu af sjálfu sér og hvorki fyrir slysni né heppni. Það er ástæða fyrir því að hér eru góðir skólar, öflugt íþrótta- og tómstundastarf fyrir alla, öruggt samfélag sem einkennist af samkennd og jákvæðni, nálægð við einstaka náttúru og gott skipulag. Forsendan fyrir þessu öllu saman er traust fjárhagsstjórn. Hún er undirstaða góðrar þjónustu og alls þess sem gerir sveitarfélag að góðum stað til að búa á. Garðbæingar eru ánægðir með þjónustuna í bæjarfélaginu. Það er líka góð og gild ástæða fyrir því. Einn af lykilþáttum í þjónustu íbúanna hefur verið valið. Við höfum lagt áherslu á það að bæjarbúar hafi val um fjölbreytta og ólíka valkosti hvort sem það eru skólar, íþrótta- og tómstundastarf, heimaþjónusta eða annað. Með valinu færum við valdið til fólksins og ánægja Garðbæinga er afleiðing af því.Höldum áfram að gera betur Tækifærin eru víða og við þurfum að halda áfram að jafnt grípa þau sem og að búa til fleiri. Við eigum að vera framsækin og metnaðarfull. Í samvinnu við íbúa Garðabæjar höfum við náð að byggja upp sterka stöðu bæjarins. Við eigum að efla og virkja enn frekar þann félagsauð, þekkingu og reynslu sem er innan frjálsra félaga, grasrótarsamtaka og annarra hópa með aukinni samvinnu, samráði og stuðningi. Við þurfum að gefa í og gera stórátak í viðhaldi gatna, stíga, lóða og mannvirkja bæjarins. Fjölga smábarnaleikskólum og efla dagforeldrakerfið. Þéttum net göngu-, hlaupa- og hjólreiðastíga milli hverfa, opinna svæða, upplandið og við bæjarmörk. Merkjum betur minjar og sögufræga staði og aukum aðgengi að þeim. Við munum gera þetta allt saman og fleira af því að við getum það. Og við getum það af því að Garðabær hefur verið og verður áfram rekinn með traustri og skynsamlegri fjárhagsstjórn. Garðabær á að vera áfram í fremstu röð bæjarfélaga, bæði í þjónustu við íbúa og rekstri sveitarfélagsins enda fer þetta tvennt saman. Við viljum halda áfram að efla gott og jákvætt samfélag fyrir alla.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar