Ingólfur Arnarson var Pírati Ingólfur Árni Gunnarsson skrifar 30. maí 2014 07:00 Margir kjósendur í Kópavogi velta fyrir sér hvernig atkvæði þeirra sé best varið í bæjarstjórnarkosningunum. Það ætti að vera minni ágreiningur um málefni bæjarstjórnar Kópavogs heldur en landsmálin. Allir flokkar hljóta að geta verið sammála um flesta þætti bæjarmálanna. Við viljum öll: Góða leik- og grunnskóla og lipra stjórnsýslu sem þjónar bæjarbúum. Að bærinn sé rekinn með almannahagsmuni að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni. Að þeim skatttekjum sem bærinn innheimtir sé vel varið en ekki sóað í bruðl. Að bæjarstjórnarmenn hætti að rífast og leysi úr ágreiningi á uppbyggilegan hátt. Í bæjarstjórnarkosningum er ekki kosið um Evrópusambandið, veiðigjöld eða verðtryggingu. Hefðbundnar átakalínur landsmálanna eiga því miklu síður við í kosningum til bæjarstjórnar heldur en í alþingiskosningum. Þeim sem venjulega kjósa Samfylkingu eða Sjálfstæðisflokk til Alþingis er því óhætt að kjósa Pírata í bæjarstjórnarkosningunum án þess að gefa nokkurn afslátt af skoðunum sínum í landsmálunum.Píratar í Kópavogi leggja áherslu á: Að bæjarfélagið sé rekið fyrir opnum tjöldum. Að bæjarbúar hafi aukið val um á hvern hátt þjónusta bæjarins er veitt. Að stóru málin og átakamálin fari í íbúakosningar. Samkvæmt nýlegri alþjóðlegri könnun um spillingu í stjórnsýslunni kemur Ísland verst út af öllum Norðurlöndunum. Við getum ekki fullyrt um hvernig staðan er í stjórnsýslunni í Kópavogi en grunnstoðir Pírata, gegnsæi og sjálfsákvörðunarréttur, eru hvor tveggja öflugar forvarnir gegn spillingu. Flest okkar vilja hafa eitthvað um það að segja hvernig stór mál í samfélagi okkar eru til lykta leidd. Fulltrúalýðræði þar sem kjósendur fá bara að segja skoðun sína á fjögurra ára fresti er úrelt útfærsla á hugmyndinni að fólkið skuli ráða. Með netvæðingu íslenskra heimila er auðveldara og ódýrara að koma á íbúakosningum um stór mál bæjarfélaga. Þannig vilja Píratar færa valdið til fólksins. Sagnfræðingar telja að uppgangur Haralds hárfagra í Noregi hafi flýtt fyrir landnámi á Íslandi því margir norskir höfðingjar sættu sig ekki við að beygja sig undir miðstýrt vald konungsins. Það má því leiða líkur að því að Ingólfur Arnarson og aðrir landnámsmenn hafi verið fyrstu Píratarnir á Íslandi. Við erum hins vegar svo heppin að þurfa ekki að flýja land til að fá að hafa eitthvað um okkar mál að segja á næsta kjörtímabili. Við getum einfaldlega kosið Pírata til bæjarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Margir kjósendur í Kópavogi velta fyrir sér hvernig atkvæði þeirra sé best varið í bæjarstjórnarkosningunum. Það ætti að vera minni ágreiningur um málefni bæjarstjórnar Kópavogs heldur en landsmálin. Allir flokkar hljóta að geta verið sammála um flesta þætti bæjarmálanna. Við viljum öll: Góða leik- og grunnskóla og lipra stjórnsýslu sem þjónar bæjarbúum. Að bærinn sé rekinn með almannahagsmuni að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni. Að þeim skatttekjum sem bærinn innheimtir sé vel varið en ekki sóað í bruðl. Að bæjarstjórnarmenn hætti að rífast og leysi úr ágreiningi á uppbyggilegan hátt. Í bæjarstjórnarkosningum er ekki kosið um Evrópusambandið, veiðigjöld eða verðtryggingu. Hefðbundnar átakalínur landsmálanna eiga því miklu síður við í kosningum til bæjarstjórnar heldur en í alþingiskosningum. Þeim sem venjulega kjósa Samfylkingu eða Sjálfstæðisflokk til Alþingis er því óhætt að kjósa Pírata í bæjarstjórnarkosningunum án þess að gefa nokkurn afslátt af skoðunum sínum í landsmálunum.Píratar í Kópavogi leggja áherslu á: Að bæjarfélagið sé rekið fyrir opnum tjöldum. Að bæjarbúar hafi aukið val um á hvern hátt þjónusta bæjarins er veitt. Að stóru málin og átakamálin fari í íbúakosningar. Samkvæmt nýlegri alþjóðlegri könnun um spillingu í stjórnsýslunni kemur Ísland verst út af öllum Norðurlöndunum. Við getum ekki fullyrt um hvernig staðan er í stjórnsýslunni í Kópavogi en grunnstoðir Pírata, gegnsæi og sjálfsákvörðunarréttur, eru hvor tveggja öflugar forvarnir gegn spillingu. Flest okkar vilja hafa eitthvað um það að segja hvernig stór mál í samfélagi okkar eru til lykta leidd. Fulltrúalýðræði þar sem kjósendur fá bara að segja skoðun sína á fjögurra ára fresti er úrelt útfærsla á hugmyndinni að fólkið skuli ráða. Með netvæðingu íslenskra heimila er auðveldara og ódýrara að koma á íbúakosningum um stór mál bæjarfélaga. Þannig vilja Píratar færa valdið til fólksins. Sagnfræðingar telja að uppgangur Haralds hárfagra í Noregi hafi flýtt fyrir landnámi á Íslandi því margir norskir höfðingjar sættu sig ekki við að beygja sig undir miðstýrt vald konungsins. Það má því leiða líkur að því að Ingólfur Arnarson og aðrir landnámsmenn hafi verið fyrstu Píratarnir á Íslandi. Við erum hins vegar svo heppin að þurfa ekki að flýja land til að fá að hafa eitthvað um okkar mál að segja á næsta kjörtímabili. Við getum einfaldlega kosið Pírata til bæjarstjórnar.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun