Þrjár flugur í einu höggi Brynjar Guðnason og Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 28. maí 2014 09:00 Píratar bjóða fram lista til sveitarstjórnarkosninga í fjórum sveitarfélögum í vor. Framboðin sameinast sérstaklega um stórt baráttumál: opið bókhald. En hvað þýðir það eiginlega? Við viljum að hver einasta færsla sé birt, fyrir utan þær sem ekki er hægt að birta vegna persónuverndarsjónarmiða, og að sett verði upp vefsíða þar sem einfalt og aðgengilegt er að leita í gögnunum. Með opnu bókhaldi sláum við ekki bara tvær heldur þrjár flugur í einu höggi. Í fyrsta lagi sjá íbúar hvernig peningum þeirra er varið. Sveitarfélög eru rekin með okkar skattfé og við eigum rétt á að sjá í hvað peningarnir fara. Við fáum hugmyndir um betri þjónustu og fleiri tekjulindir þegar við sjáum þetta svona svart á hvítu. Íbúarýni á bókhald getur leitt til nýsköpunar í atvinnulífi og sterkari fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Í öðru lagi eykur opið bókhald aðhald. Kjörnir fulltrúar og embættismenn geta ekki falið útgjöld og líkur á spillingu og óhóflegri eyðslu minnka verulega. Í þriðja lagi hefur opið bókhald góð áhrif á rekstur almennt. Því til stuðnings bendum við á rannsóknir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem sýna fram á samsvörun milli opins bókhalds og betra lánshæfismats – og með betra lánshæfismati fást oft betri kjör á lánum. Píratar leggja áherslu á að aðgangur að bókhaldsgögnum sveitarfélaga verði auðveldur og þægilegur. Hægt verði að skoða og fletta upp útgjöldum eftir tegundum og dagsetningum. Greiðslur til fyrirtækja og verktaka verði opinberar. Þetta hefur verið gert víða um heim – til dæmis hafa mörg ríki Bandaríkjanna opnað vefsetur um gagnsæi og bjóða öllum sem áhuga hafa að skoða fjármál ríkjanna í þaula. Atkvæði til Pírata á kjördag er atkvæði með meira gagnsæi – þar sem við getum öll fylgst með útgjöldum, veitt kjörnum fulltrúum virkt aðhald, komið í veg fyrir spillingu, styrkt stöðu sveitarfélagsins og bætt þjónustu við íbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Píratar bjóða fram lista til sveitarstjórnarkosninga í fjórum sveitarfélögum í vor. Framboðin sameinast sérstaklega um stórt baráttumál: opið bókhald. En hvað þýðir það eiginlega? Við viljum að hver einasta færsla sé birt, fyrir utan þær sem ekki er hægt að birta vegna persónuverndarsjónarmiða, og að sett verði upp vefsíða þar sem einfalt og aðgengilegt er að leita í gögnunum. Með opnu bókhaldi sláum við ekki bara tvær heldur þrjár flugur í einu höggi. Í fyrsta lagi sjá íbúar hvernig peningum þeirra er varið. Sveitarfélög eru rekin með okkar skattfé og við eigum rétt á að sjá í hvað peningarnir fara. Við fáum hugmyndir um betri þjónustu og fleiri tekjulindir þegar við sjáum þetta svona svart á hvítu. Íbúarýni á bókhald getur leitt til nýsköpunar í atvinnulífi og sterkari fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Í öðru lagi eykur opið bókhald aðhald. Kjörnir fulltrúar og embættismenn geta ekki falið útgjöld og líkur á spillingu og óhóflegri eyðslu minnka verulega. Í þriðja lagi hefur opið bókhald góð áhrif á rekstur almennt. Því til stuðnings bendum við á rannsóknir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem sýna fram á samsvörun milli opins bókhalds og betra lánshæfismats – og með betra lánshæfismati fást oft betri kjör á lánum. Píratar leggja áherslu á að aðgangur að bókhaldsgögnum sveitarfélaga verði auðveldur og þægilegur. Hægt verði að skoða og fletta upp útgjöldum eftir tegundum og dagsetningum. Greiðslur til fyrirtækja og verktaka verði opinberar. Þetta hefur verið gert víða um heim – til dæmis hafa mörg ríki Bandaríkjanna opnað vefsetur um gagnsæi og bjóða öllum sem áhuga hafa að skoða fjármál ríkjanna í þaula. Atkvæði til Pírata á kjördag er atkvæði með meira gagnsæi – þar sem við getum öll fylgst með útgjöldum, veitt kjörnum fulltrúum virkt aðhald, komið í veg fyrir spillingu, styrkt stöðu sveitarfélagsins og bætt þjónustu við íbúa.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar