Traust fjármálastjórn, grunnur framtíðar Ármann Kr. Ólafsson skrifar 24. maí 2014 07:00 Frá því að nýr meirihluti tók við um mitt kjörtímabil má segja að skipt hafi verið um gír í Kópavogi. Í raun má segja að í tíð síðasta meirihluta hafi Kópavogur verið í handbremsu. Það er að mörgu leyti skiljanlegt því það er flókið að vera með fjögurra flokka meirihluta þar sem ólík sjónarmið og andstæðir kraftar eru sífellt að takast á. Með tilkomu nýs meirihluta var strax hafist handa við að koma hreyfingu á hlutina. Það tókst og voru greinileg merki um viðhorfsbreytingu í bænum á fyrstu dögum meirihlutans. Við tók tímabil þar sem bærinn og atvinnulífið tók höndum saman. Þess má víða sjá merki í bænum þar sem endurreisn byggingamarkaðarins hófst í Kópavogi. Nú þegar hefur verið flutt inn í fjölmörg hús og íbúðir sem byrjað var á fyrir einungis tveimur árum.Kröftug uppbygging Við munum halda áfram kröftugri uppbyggingu íbúðahverfa sem var hrundið af stað þegar nýr meirihluti tók við en um leið verður áfram lögð áhersla á niðurgreiðslu skulda. Allar tekjur af lóðaúthlutunum munu fara í niðurgreiðslu skulda. Það er mjög mikilvægt að halda sig við þá stefnu því þar sparast 70-100 milljónir króna á ári af hverjum milljarði sem við greiðum upp. Þetta eru miklir fjármunir, ekki síst þegar horft er yfir heilt kjörtímabil. Þessa peninga er hægt að nota til að bæta þjónustuna við bæjarbúa. Við munum einnig halda áfram á braut skatta- og gjaldalækkana.Enn betri skólar Helsta áherslumál okkar á næsta kjörtímabili er að gera skólana okkar enn þá betri. Við munum halda áfram á þeirri braut sem við höfum markað og skilað góðum árangri. Við munum horfa til allra skóla og skólastiga. Við munum auka fjölbreytni í dægradvölinni og beita okkur fyrir því að heimanámið verði hluti af daglegu starfi dægradvalar. Við munum leggja áherslu á að skólarnir okkar séu í fremstu röð og nýti sér kosti upplýsingatækninnar. Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hefur okkur tekist að snúa vörn í sókn. Við horfum björtum augum til framtíðar. Verum þess minnug að traust fjármálastjórn með lækkun skulda bæjarsjóðs og lækkun gjalda er ekki sjálfgefin. Við verðum að vinna markvisst að framgangi Kópavogs og það verður best gert með markvissum vinnubrögðum. Gylliboð stjórnmálaflokka mega ekki verða til þess að við beygjum af þeirri leið sem mörkuð hefur verið síðustu tvö árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Sjá meira
Frá því að nýr meirihluti tók við um mitt kjörtímabil má segja að skipt hafi verið um gír í Kópavogi. Í raun má segja að í tíð síðasta meirihluta hafi Kópavogur verið í handbremsu. Það er að mörgu leyti skiljanlegt því það er flókið að vera með fjögurra flokka meirihluta þar sem ólík sjónarmið og andstæðir kraftar eru sífellt að takast á. Með tilkomu nýs meirihluta var strax hafist handa við að koma hreyfingu á hlutina. Það tókst og voru greinileg merki um viðhorfsbreytingu í bænum á fyrstu dögum meirihlutans. Við tók tímabil þar sem bærinn og atvinnulífið tók höndum saman. Þess má víða sjá merki í bænum þar sem endurreisn byggingamarkaðarins hófst í Kópavogi. Nú þegar hefur verið flutt inn í fjölmörg hús og íbúðir sem byrjað var á fyrir einungis tveimur árum.Kröftug uppbygging Við munum halda áfram kröftugri uppbyggingu íbúðahverfa sem var hrundið af stað þegar nýr meirihluti tók við en um leið verður áfram lögð áhersla á niðurgreiðslu skulda. Allar tekjur af lóðaúthlutunum munu fara í niðurgreiðslu skulda. Það er mjög mikilvægt að halda sig við þá stefnu því þar sparast 70-100 milljónir króna á ári af hverjum milljarði sem við greiðum upp. Þetta eru miklir fjármunir, ekki síst þegar horft er yfir heilt kjörtímabil. Þessa peninga er hægt að nota til að bæta þjónustuna við bæjarbúa. Við munum einnig halda áfram á braut skatta- og gjaldalækkana.Enn betri skólar Helsta áherslumál okkar á næsta kjörtímabili er að gera skólana okkar enn þá betri. Við munum halda áfram á þeirri braut sem við höfum markað og skilað góðum árangri. Við munum horfa til allra skóla og skólastiga. Við munum auka fjölbreytni í dægradvölinni og beita okkur fyrir því að heimanámið verði hluti af daglegu starfi dægradvalar. Við munum leggja áherslu á að skólarnir okkar séu í fremstu röð og nýti sér kosti upplýsingatækninnar. Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hefur okkur tekist að snúa vörn í sókn. Við horfum björtum augum til framtíðar. Verum þess minnug að traust fjármálastjórn með lækkun skulda bæjarsjóðs og lækkun gjalda er ekki sjálfgefin. Við verðum að vinna markvisst að framgangi Kópavogs og það verður best gert með markvissum vinnubrögðum. Gylliboð stjórnmálaflokka mega ekki verða til þess að við beygjum af þeirri leið sem mörkuð hefur verið síðustu tvö árin.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar