Aron tilbúinn að þjálfa bæði Ísland og Kolding Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. maí 2014 07:00 Aron vann deild og bikar í Danmörku. vísir/Daníel „Þetta var algjörlega frábært,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, sem gerði danska stórliðið KIF Kolding að dönskum meisturum eftir tvo sigra á Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Aron hefur stýrt liðinu undanfarna mánuði eftir að þjálfari þess veiktist og hefur árangurinn verið frábær. Auk þess að gera liðið að meisturum vann Aron danska bikarinn með liðið en hann hefur varla stigið feilspor með danska liðið. „Maður vissi þegar út var farið að verkefnið yrði erfitt. Það var mikið um meiðsli í liðinu og þannig vandamál en samt var stefnt að góðum árangri. Ég er án Kims Andersson og Lasse Boesen allan tímann og Joachim Boldsen kemur ekki inn fyrr en í undanúrslitunum. Ég var lengi að vinna með lítinn hóp og fyrstu vikurnar voru svona 6-8 á æfingum. Í einum leik vorum við án hornamanna og tómt rugl. Það var bara frábært að klára þetta með tveimur titlum,“ segir Aron við Fréttablaðið. Eðlilega vilja forráðamenn Kolding ólmir halda Aroni hjá félaginu en frá því hefur verið greint að Danirnir eru búnir að bjóða Aroni áframhaldandi samning. „Það skýrist í vikunni hvað verður. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér. Svona hvort þetta gangi upp gagnvart fjölskyldunni og fleira,“ segir Aron sem er tilbúinn að þjálfa liðið samhliða því að stýra íslenska landsliðinu. Íslendingar þurfa ekki að óttast að Aron sé að hætta með það alveg strax. „Ef ég tek að mér Kolding-starfið vil ég þjálfa bæði liðin. Umhverfið hjá Kolding er þannig að maður sér það sem möguleika. Ég er með tvo aðstoðarþjálfara, í Kaupmannahöfn og Kolding, og deildin er þannig að það koma léttir leikir inn á milli. Þetta er líka öðruvísi en í Þýskalandi þar sem eru t.d. mun lengri ferðalög.“ Hann er þó aðeins með samning fram yfir HM í Katar. „Það hefur ekki verið rætt um neitt framhald formlega. Við höfum aðeins talað saman en ekki komist neitt áfram með það,“ segir landsliðsþjálfarinn sem stýrir liðinu á HM í Katar, komist það í gegnum umspilið gegn Bosníu í sumar. Næst hjá Aroni taka við æfingar með úrtakshópa sem kynntir verða í dag. „Þar verður unnið með stóra hópa og við byrjum strax á miðvikudaginn. Ég verð þá kominn strax aftur í landsliðsbúninginn og verð í honum fram yfir 15. júní,“ segir Aron. Íslenski handboltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
„Þetta var algjörlega frábært,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, sem gerði danska stórliðið KIF Kolding að dönskum meisturum eftir tvo sigra á Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Aron hefur stýrt liðinu undanfarna mánuði eftir að þjálfari þess veiktist og hefur árangurinn verið frábær. Auk þess að gera liðið að meisturum vann Aron danska bikarinn með liðið en hann hefur varla stigið feilspor með danska liðið. „Maður vissi þegar út var farið að verkefnið yrði erfitt. Það var mikið um meiðsli í liðinu og þannig vandamál en samt var stefnt að góðum árangri. Ég er án Kims Andersson og Lasse Boesen allan tímann og Joachim Boldsen kemur ekki inn fyrr en í undanúrslitunum. Ég var lengi að vinna með lítinn hóp og fyrstu vikurnar voru svona 6-8 á æfingum. Í einum leik vorum við án hornamanna og tómt rugl. Það var bara frábært að klára þetta með tveimur titlum,“ segir Aron við Fréttablaðið. Eðlilega vilja forráðamenn Kolding ólmir halda Aroni hjá félaginu en frá því hefur verið greint að Danirnir eru búnir að bjóða Aroni áframhaldandi samning. „Það skýrist í vikunni hvað verður. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér. Svona hvort þetta gangi upp gagnvart fjölskyldunni og fleira,“ segir Aron sem er tilbúinn að þjálfa liðið samhliða því að stýra íslenska landsliðinu. Íslendingar þurfa ekki að óttast að Aron sé að hætta með það alveg strax. „Ef ég tek að mér Kolding-starfið vil ég þjálfa bæði liðin. Umhverfið hjá Kolding er þannig að maður sér það sem möguleika. Ég er með tvo aðstoðarþjálfara, í Kaupmannahöfn og Kolding, og deildin er þannig að það koma léttir leikir inn á milli. Þetta er líka öðruvísi en í Þýskalandi þar sem eru t.d. mun lengri ferðalög.“ Hann er þó aðeins með samning fram yfir HM í Katar. „Það hefur ekki verið rætt um neitt framhald formlega. Við höfum aðeins talað saman en ekki komist neitt áfram með það,“ segir landsliðsþjálfarinn sem stýrir liðinu á HM í Katar, komist það í gegnum umspilið gegn Bosníu í sumar. Næst hjá Aroni taka við æfingar með úrtakshópa sem kynntir verða í dag. „Þar verður unnið með stóra hópa og við byrjum strax á miðvikudaginn. Ég verð þá kominn strax aftur í landsliðsbúninginn og verð í honum fram yfir 15. júní,“ segir Aron.
Íslenski handboltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira