Valsmenn lofuðu mér stóru hlutverki í 2. flokki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2014 08:00 Agnar Smári Jónsson faðmar hér að ofan félaga sinn í Eyjaliðinu eftir að Íslandsbikarinn er kominn á loft. Liðsfélagar þeirra dást að bikarnum fyrir aftan þá. Fréttablaðið/Stefán „Ég ákvað að sofna með medalíuna í gær bara til þess að þegar ég vaknaði þá vissi ég að þetta væri satt. Ég vaknaði því með medalíuna í morgun og hugsaði: Þetta er ekki draumur,“ segir Agnar Smári Jónsson, hetja fyrsta Íslandsmeistaraliðs ÍBV. Áður en hann lagðist á koddann var hann þó ásamt liðsfélögum sínum búinn að fá magnaðar móttökur í Vestmannaeyjahöfn. „Það var flugeldasýning, rauðu blysin eins og á Þjóðhátíð og 700 manns á bryggjunni klukkan hálf tvö á fimmtudegi. Þetta var ólýsanlegt,“ rifjar Agnar upp en hann skoraði þrettán mörk á móti Haukum, þar á meðal sigurmarkið sem sendi alla Eyjamenn upp í sjöunda himin. Agnar Smári gerði gott betur en að tryggja ÍBV titilinn því hann jafnaði um leið markamet Sigurðar Vals Sveinssonar. Þeir tveir eru nú þeir einu sem hafa náð að skora tólf mörk utan af velli í einum leik í lokaúrslitum karla. Agnar er að gera þetta aðeins tvítugur og í sinni fyrstu úrslitakeppni. Stóra spurningin er samt hvernig datt Valsmönnum í hug að láta þennan strák fara síðasta haust? „Ég hef ekki hugmynd. Þeir fengu Geir Guðmundsson til sín og mér leist ekki á það því ég vildi fá stærra hlutverk. Þeir sögðu mér að ég myndi fá stórt hlutverk í 2. flokki en ég vildi það ekki. Það er náttúrulega bara hneisa og ég sé aldrei eftir þessu,“ sagði Agnar en hann segir Valsmenn ekki þekkja sig nógu vel.Elskar svona aðstæður „Þeir héldu vídeófund fyrir oddaleikinn á móti okkur og þar var sagt að ég myndi verða stressaður. Ég elska hins vegar svona aðstæður og ég þrífst á stemmingu. Maður verður líka ekkert stressaður því þessi stemming er úti í Eyjum líka,“ segir Agnar. Hann skoraði úr átta fyrstu skotunum sínum og var með tíu af fyrstu sautján mörkum Eyjaliðsins fyrir framan troðfullt hús. „Það er rosalega gott að ná fyrstu þremur skotunum inn því það gefur manni mikið sjálfstraust. Maður hættir ekkert að skjóta þegar maður er heitur,“ segir Agnar léttur. Reyndar var þetta hálfgert einvígi á milli Agnars og Haukamannsins Sigurbergs Sveinssonar. „Það er ömurlegt náttúrulega fyrir Sigurberg að vera með tólf mörk en samt ekki markahæstur,“ segir Agnar í smá stríðnistón. Hann hrósar þjálfurunum Gunnari Magnússyni og Arnari Péturssyni. „Gunni er frábær og ótrúlegur maður. Hann á endalaust hrós skilið og Arnar Péturs líka. Þetta er magnað kombó og þeir eru rosalega flottir saman og arkitektar að þessu öllu,“ segir Agnar, sem verður áfram í Eyjum. „Við verðum að sjá til hvernig næsta tímabil verður. Þetta er náttúrulega öskubuskuævintýri hérna. Við missum náttúrulega Róbert (Aron Hostert), sem er Zlatan íslenska handboltans því hann fer í lið og vinnur titla. Vonandi fáum við sterkan mann í hans stað,“ segir Agnar en Róbert Aron varð einnig Íslandsmeistari með Fram í fyrra.Faðmaður og kysstur „Við strákarnir erum mögnuð liðsheild og Vestmannaeyjabær allur. Núna er bara lítil Þjóðhátíð. Þessa dagana er maður faðmaður og kysstur við hvert tækifæri. Ég held að það sé ekki hægt að vinna þetta á betri stað. Það er allt sumarið og Þjóðhátíðin eftir. Fyrsta helgin í ágúst, hversu geggjað verður það. Ég held ég verði heimamaður í hverju einasta hvíta tjaldi,“ sagði Agnar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Íslandsmeistararnir fengu gæsahúðar-móttökur úti í Eyjum - myndband Eyjamenn fögnuðu vel í gærkvöldi og nótt eftir að karlalið félagsins tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í fyrsta sinn í sögunni. 16. maí 2014 08:30 Þreföld Þjóðhátíð í Vestmannaeyjahöfn | Myndband Stemningin á bryggjunni í Vestmannaeyjum í nótt var lyginni líkust þegar Íslandsmeistarar ÍBV komu í höfn. 16. maí 2014 12:08 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 28-29 | ÍBV Íslandsmeistari ÍBV varð í kvöld Íslandsmeistari karla í handknattleik í fyrsta skipti er liðið vann ævintýralegan sigur á Haukum í oddaleik. Gríðarlega jafn leikur en Eyjapeyjar kórónuðu ævintýri vetrarins með mögnuðum sigri. 15. maí 2014 14:27 Agnar Smári: Orðinn mesti Eyjamaður í heimi Agnar Smári Jónsson fór á kostum í oddaleiknum í kvöld og skoraði 13 mörk. 15. maí 2014 22:05 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
„Ég ákvað að sofna með medalíuna í gær bara til þess að þegar ég vaknaði þá vissi ég að þetta væri satt. Ég vaknaði því með medalíuna í morgun og hugsaði: Þetta er ekki draumur,“ segir Agnar Smári Jónsson, hetja fyrsta Íslandsmeistaraliðs ÍBV. Áður en hann lagðist á koddann var hann þó ásamt liðsfélögum sínum búinn að fá magnaðar móttökur í Vestmannaeyjahöfn. „Það var flugeldasýning, rauðu blysin eins og á Þjóðhátíð og 700 manns á bryggjunni klukkan hálf tvö á fimmtudegi. Þetta var ólýsanlegt,“ rifjar Agnar upp en hann skoraði þrettán mörk á móti Haukum, þar á meðal sigurmarkið sem sendi alla Eyjamenn upp í sjöunda himin. Agnar Smári gerði gott betur en að tryggja ÍBV titilinn því hann jafnaði um leið markamet Sigurðar Vals Sveinssonar. Þeir tveir eru nú þeir einu sem hafa náð að skora tólf mörk utan af velli í einum leik í lokaúrslitum karla. Agnar er að gera þetta aðeins tvítugur og í sinni fyrstu úrslitakeppni. Stóra spurningin er samt hvernig datt Valsmönnum í hug að láta þennan strák fara síðasta haust? „Ég hef ekki hugmynd. Þeir fengu Geir Guðmundsson til sín og mér leist ekki á það því ég vildi fá stærra hlutverk. Þeir sögðu mér að ég myndi fá stórt hlutverk í 2. flokki en ég vildi það ekki. Það er náttúrulega bara hneisa og ég sé aldrei eftir þessu,“ sagði Agnar en hann segir Valsmenn ekki þekkja sig nógu vel.Elskar svona aðstæður „Þeir héldu vídeófund fyrir oddaleikinn á móti okkur og þar var sagt að ég myndi verða stressaður. Ég elska hins vegar svona aðstæður og ég þrífst á stemmingu. Maður verður líka ekkert stressaður því þessi stemming er úti í Eyjum líka,“ segir Agnar. Hann skoraði úr átta fyrstu skotunum sínum og var með tíu af fyrstu sautján mörkum Eyjaliðsins fyrir framan troðfullt hús. „Það er rosalega gott að ná fyrstu þremur skotunum inn því það gefur manni mikið sjálfstraust. Maður hættir ekkert að skjóta þegar maður er heitur,“ segir Agnar léttur. Reyndar var þetta hálfgert einvígi á milli Agnars og Haukamannsins Sigurbergs Sveinssonar. „Það er ömurlegt náttúrulega fyrir Sigurberg að vera með tólf mörk en samt ekki markahæstur,“ segir Agnar í smá stríðnistón. Hann hrósar þjálfurunum Gunnari Magnússyni og Arnari Péturssyni. „Gunni er frábær og ótrúlegur maður. Hann á endalaust hrós skilið og Arnar Péturs líka. Þetta er magnað kombó og þeir eru rosalega flottir saman og arkitektar að þessu öllu,“ segir Agnar, sem verður áfram í Eyjum. „Við verðum að sjá til hvernig næsta tímabil verður. Þetta er náttúrulega öskubuskuævintýri hérna. Við missum náttúrulega Róbert (Aron Hostert), sem er Zlatan íslenska handboltans því hann fer í lið og vinnur titla. Vonandi fáum við sterkan mann í hans stað,“ segir Agnar en Róbert Aron varð einnig Íslandsmeistari með Fram í fyrra.Faðmaður og kysstur „Við strákarnir erum mögnuð liðsheild og Vestmannaeyjabær allur. Núna er bara lítil Þjóðhátíð. Þessa dagana er maður faðmaður og kysstur við hvert tækifæri. Ég held að það sé ekki hægt að vinna þetta á betri stað. Það er allt sumarið og Þjóðhátíðin eftir. Fyrsta helgin í ágúst, hversu geggjað verður það. Ég held ég verði heimamaður í hverju einasta hvíta tjaldi,“ sagði Agnar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Íslandsmeistararnir fengu gæsahúðar-móttökur úti í Eyjum - myndband Eyjamenn fögnuðu vel í gærkvöldi og nótt eftir að karlalið félagsins tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í fyrsta sinn í sögunni. 16. maí 2014 08:30 Þreföld Þjóðhátíð í Vestmannaeyjahöfn | Myndband Stemningin á bryggjunni í Vestmannaeyjum í nótt var lyginni líkust þegar Íslandsmeistarar ÍBV komu í höfn. 16. maí 2014 12:08 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 28-29 | ÍBV Íslandsmeistari ÍBV varð í kvöld Íslandsmeistari karla í handknattleik í fyrsta skipti er liðið vann ævintýralegan sigur á Haukum í oddaleik. Gríðarlega jafn leikur en Eyjapeyjar kórónuðu ævintýri vetrarins með mögnuðum sigri. 15. maí 2014 14:27 Agnar Smári: Orðinn mesti Eyjamaður í heimi Agnar Smári Jónsson fór á kostum í oddaleiknum í kvöld og skoraði 13 mörk. 15. maí 2014 22:05 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Íslandsmeistararnir fengu gæsahúðar-móttökur úti í Eyjum - myndband Eyjamenn fögnuðu vel í gærkvöldi og nótt eftir að karlalið félagsins tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í fyrsta sinn í sögunni. 16. maí 2014 08:30
Þreföld Þjóðhátíð í Vestmannaeyjahöfn | Myndband Stemningin á bryggjunni í Vestmannaeyjum í nótt var lyginni líkust þegar Íslandsmeistarar ÍBV komu í höfn. 16. maí 2014 12:08
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 28-29 | ÍBV Íslandsmeistari ÍBV varð í kvöld Íslandsmeistari karla í handknattleik í fyrsta skipti er liðið vann ævintýralegan sigur á Haukum í oddaleik. Gríðarlega jafn leikur en Eyjapeyjar kórónuðu ævintýri vetrarins með mögnuðum sigri. 15. maí 2014 14:27
Agnar Smári: Orðinn mesti Eyjamaður í heimi Agnar Smári Jónsson fór á kostum í oddaleiknum í kvöld og skoraði 13 mörk. 15. maí 2014 22:05