Er þjóðin föl fyrir fé? Sighvatur Björgvinsson skrifar 30. apríl 2014 06:00 Er íslenska þjóðin föl fyrir fé? Þessi spurning hefur sótt á huga minn. Eftir að hafa lesið skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um hrunið – sem 99% Íslendinga hafa ekki nennt að lesa. Eftir að hafa lesið skýrsluna um vanda Íbúðalánasjóðs – sem sömu 99% Íslendinga hafa ekki nennt að lesa. Eftir að hafa lesið skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna – sem sömu 99% Íslendinga hafa ekki heldur nennt að lesa. Eftir að hafa lesið bók Inga Freys Vilhjálmssonar, Hamskiptin, þar sem hann bendir á samsekt okkar allra í því sem gerðist – sem 99% Íslendinga munu ekki heldur nenna að lesa. Enda ekki furða. Hjá þjóð, þar sem þriðji hver drengur getur ekki lesið sér til skilnings eftir tíu ára grunnskólanám. Hvers annars er að vænta hjá þjóð á hraðri leið til ólæsis?Kominn að niðurlotum Fyrir tveimur árum var svo komið að stjórnmálaflokkur sem hafði verið ráðandi afl í stjórnmálasögu landsins alla síðustu öld var kominn að niðurlotum. Eftir hrunið var búið að skipta þar um alla áhöfn og slá striki yfir fortíðina – eða var það svo? Þrátt fyrir það var fylgið komið niður í smáflokksfylgi. Nú voru góð ráð dýr. Leitað var í gamalt vopnabúr þar sem meðal annars mátti finna fyrirheit um fíknaefnalaust Ísland og 90 prósenta húsnæðislán, sem gagnast höfðu eftir vonum til fylgiskaupa meðal þjóðarinnar. Þar fundu menn nýtt og miklu sterkara vopn af sama tagi. Þjóðinni var lofað stórfé, 280 til 300 þúsundum milljóna sem teknar yrðu af einhverju sem látið var heita „erlendir hrægammar“ og enginn sannur Íslendingur hafði minnstu samúð með. Til viðbótar var því lofað að sá sem taka myndi lán myndi ekki þurfa að borga til baka nema brot af þeim verðmætum sem viðkomandi hefði fengið lánað. Með því yrðu þjóðinni afhentir miklu meiri peningar en næmi þeim 280 til 300 þúsund milljónum sem sækja ætti til útlendra hrægamma og gefa henni. Gull var boðið – mikið gull. Yrði þjóðin föl fyrir fé?Nú fjarar hratt Sú spurning hefur þráfaldlega leitað á huga minn hvort svo væri. Nýir herrar hafa komist til valda á Íslandi. Nú fjarar hratt undan fylginu við þá, sem var svo mikið fyrir aðeins hálfu ári. Hvers vegna? Að sögn vegna þess að þjóðin hefur ekki fengið að sjá nema brot af þeim fjármunum sem henni voru lofaðir. Ekki nema svo sem eins og 80 þúsund milljónir af því gjafafé sem þjóðin segist eiga heimtingu á. 200 þúsund milljónir vantar. Svo á hún að borga allt úr eigin vasa. Engir hrægammar! Og fyrirheitið um að fólk geti fengið lán án þess að þurfa að borga til baka nema hluta af verðmætunum sem fengin voru að láni? Hvað hefur orðið um alla þá peninga? Enginn veit neitt! Og fylgið hrynur. Voru þá völdin fengin fyrir fé? Fé borið í dóminn? Ef ekki – hvers vegna þá allt þetta tap?Að vera föl fyrir fé Er þjóðin föl fyrir fé? Hvers vegna snýst gagnrýni „minna manna“ þá fyrst og fremst um að það stórvanti á þá fjármuni, sem þjóðinni hafði verið lofað fyrir atkvæðin? Hvers vegna láta „mínir menn“ í það skína, að ef fólkið aðeins vildi styðja þá myndi miklu meira gull koma til skiptanna en raunin hefur orðið á? Hvers vegna láta „mínir menn“ það hjá líða að taka undir réttmæta gagnrýni þeirra Guðmundar Steingrímssonar og Vilhjálms Bjarnasonar á hversu röng sú aðferðafræði er að sækja fjármuni í vasa almennings á Íslandi til þess að ríkisvæða einkaskuldir fólks, sem margt þarf ekki á neinni aðstoð að halda og aðrir sem geta engum um kennt nema sjálfum sér?Veröld sem var? Er íslenska þjóðin föl fyrir fé? Getur asni klyfjaður glópagulli átt greiða leið um borgarhlið íslensks samfélags? Er samfélag mitt og samferðamanna minna þá bara veröld sem var? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Er íslenska þjóðin föl fyrir fé? Þessi spurning hefur sótt á huga minn. Eftir að hafa lesið skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um hrunið – sem 99% Íslendinga hafa ekki nennt að lesa. Eftir að hafa lesið skýrsluna um vanda Íbúðalánasjóðs – sem sömu 99% Íslendinga hafa ekki nennt að lesa. Eftir að hafa lesið skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna – sem sömu 99% Íslendinga hafa ekki heldur nennt að lesa. Eftir að hafa lesið bók Inga Freys Vilhjálmssonar, Hamskiptin, þar sem hann bendir á samsekt okkar allra í því sem gerðist – sem 99% Íslendinga munu ekki heldur nenna að lesa. Enda ekki furða. Hjá þjóð, þar sem þriðji hver drengur getur ekki lesið sér til skilnings eftir tíu ára grunnskólanám. Hvers annars er að vænta hjá þjóð á hraðri leið til ólæsis?Kominn að niðurlotum Fyrir tveimur árum var svo komið að stjórnmálaflokkur sem hafði verið ráðandi afl í stjórnmálasögu landsins alla síðustu öld var kominn að niðurlotum. Eftir hrunið var búið að skipta þar um alla áhöfn og slá striki yfir fortíðina – eða var það svo? Þrátt fyrir það var fylgið komið niður í smáflokksfylgi. Nú voru góð ráð dýr. Leitað var í gamalt vopnabúr þar sem meðal annars mátti finna fyrirheit um fíknaefnalaust Ísland og 90 prósenta húsnæðislán, sem gagnast höfðu eftir vonum til fylgiskaupa meðal þjóðarinnar. Þar fundu menn nýtt og miklu sterkara vopn af sama tagi. Þjóðinni var lofað stórfé, 280 til 300 þúsundum milljóna sem teknar yrðu af einhverju sem látið var heita „erlendir hrægammar“ og enginn sannur Íslendingur hafði minnstu samúð með. Til viðbótar var því lofað að sá sem taka myndi lán myndi ekki þurfa að borga til baka nema brot af þeim verðmætum sem viðkomandi hefði fengið lánað. Með því yrðu þjóðinni afhentir miklu meiri peningar en næmi þeim 280 til 300 þúsund milljónum sem sækja ætti til útlendra hrægamma og gefa henni. Gull var boðið – mikið gull. Yrði þjóðin föl fyrir fé?Nú fjarar hratt Sú spurning hefur þráfaldlega leitað á huga minn hvort svo væri. Nýir herrar hafa komist til valda á Íslandi. Nú fjarar hratt undan fylginu við þá, sem var svo mikið fyrir aðeins hálfu ári. Hvers vegna? Að sögn vegna þess að þjóðin hefur ekki fengið að sjá nema brot af þeim fjármunum sem henni voru lofaðir. Ekki nema svo sem eins og 80 þúsund milljónir af því gjafafé sem þjóðin segist eiga heimtingu á. 200 þúsund milljónir vantar. Svo á hún að borga allt úr eigin vasa. Engir hrægammar! Og fyrirheitið um að fólk geti fengið lán án þess að þurfa að borga til baka nema hluta af verðmætunum sem fengin voru að láni? Hvað hefur orðið um alla þá peninga? Enginn veit neitt! Og fylgið hrynur. Voru þá völdin fengin fyrir fé? Fé borið í dóminn? Ef ekki – hvers vegna þá allt þetta tap?Að vera föl fyrir fé Er þjóðin föl fyrir fé? Hvers vegna snýst gagnrýni „minna manna“ þá fyrst og fremst um að það stórvanti á þá fjármuni, sem þjóðinni hafði verið lofað fyrir atkvæðin? Hvers vegna láta „mínir menn“ í það skína, að ef fólkið aðeins vildi styðja þá myndi miklu meira gull koma til skiptanna en raunin hefur orðið á? Hvers vegna láta „mínir menn“ það hjá líða að taka undir réttmæta gagnrýni þeirra Guðmundar Steingrímssonar og Vilhjálms Bjarnasonar á hversu röng sú aðferðafræði er að sækja fjármuni í vasa almennings á Íslandi til þess að ríkisvæða einkaskuldir fólks, sem margt þarf ekki á neinni aðstoð að halda og aðrir sem geta engum um kennt nema sjálfum sér?Veröld sem var? Er íslenska þjóðin föl fyrir fé? Getur asni klyfjaður glópagulli átt greiða leið um borgarhlið íslensks samfélags? Er samfélag mitt og samferðamanna minna þá bara veröld sem var?
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun