Viðhorfið skiptir máli Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2014 07:00 „Sífellt fleiri á framfærslu borgarinnar“ – Þannig hljómar fyrirsögn á frétt sem vísir.is birti fyrir helgi. Samkvæmt fréttinni hefur þeim fjölgað sem hafa fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta og að langtímaatvinnuleysi hafi aukist. Eftir hrun ákvað ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að lengja bótarétt atvinnuleysistrygginga úr þremur árum í fjögur. Sú ákvörðun hefur nú verið tekin til baka, því fjölgar þeim sem hafa fullnýtt bótarétt sinn, þó atvinnuástand hafi almennt batnað. Vissulega er það rétt að langtímaatvinnuleysi hefur aukist sem skilar sér meðal annars í því að fleiri verða að leita á náðir sveitarfélaganna um framfærslu. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna er öryggisnet sem grípur þá sem eiga ekki aðra möguleika til að framfleyta sér. Við erum ekki að tala um fólk sem gerir sér það að leik sínum að vera „á framfærslu“ samborgaranna. Við erum að tala um fólk sem á ekki í önnur hús að venda.Áhyggjuefni Það er auðvitað mikið áhyggjuefni að fleiri þurfi að nýta sér fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, ekki síst vegna þess að það er birtingarmynd langtímaatvinnuleysis sem við þurfum að berjast gegn. Við gerum það með samstilltu átaki ríkis og sveitarfélaga og með verkefnum á borð við „Vinnandi vegur“ og „Liðstyrk“, sem hafa komið fjölda atvinnulausra út á vinnumarkaðinn. Við þurfum að aðstoða langtímaatvinnulausa til virkni og þátttöku í samfélaginu en gerum það með jákvæðum og uppbyggjandi formerkjum. Tölum um að útrýma fátækt í stað þess að fækka þeim sem eru á „framfærslu“ sveitarfélaganna. Við þurfum fleiri úrræði fyrir atvinnuleitendur og fleiri störf. Umfram allt þurfum við að mæta fólki þar sem það er statt.Skaðleg orðræða Það er enginn hægðarleikur að lifa af rétt rúmum 156 þúsund krónum á mánuði. Við leysum ekki vandann með því að tala með niðrandi hætti um þá sem neyðast til að nýta sér fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, eða með því að gera fjárhagsaðstoðina að vandamáli. Sú neikvæða orðræða um „afæturnar“ á samfélaginu er skaðleg. Hún brýtur niður sjálfsmynd þeirra sem nú þegar glíma við erfið vandamál og grefur undan grundvallargildum íslensks samfélags: Að allir skuli fá að lifa með reisn og að engum verði hent út á guð og gaddinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
„Sífellt fleiri á framfærslu borgarinnar“ – Þannig hljómar fyrirsögn á frétt sem vísir.is birti fyrir helgi. Samkvæmt fréttinni hefur þeim fjölgað sem hafa fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta og að langtímaatvinnuleysi hafi aukist. Eftir hrun ákvað ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að lengja bótarétt atvinnuleysistrygginga úr þremur árum í fjögur. Sú ákvörðun hefur nú verið tekin til baka, því fjölgar þeim sem hafa fullnýtt bótarétt sinn, þó atvinnuástand hafi almennt batnað. Vissulega er það rétt að langtímaatvinnuleysi hefur aukist sem skilar sér meðal annars í því að fleiri verða að leita á náðir sveitarfélaganna um framfærslu. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna er öryggisnet sem grípur þá sem eiga ekki aðra möguleika til að framfleyta sér. Við erum ekki að tala um fólk sem gerir sér það að leik sínum að vera „á framfærslu“ samborgaranna. Við erum að tala um fólk sem á ekki í önnur hús að venda.Áhyggjuefni Það er auðvitað mikið áhyggjuefni að fleiri þurfi að nýta sér fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, ekki síst vegna þess að það er birtingarmynd langtímaatvinnuleysis sem við þurfum að berjast gegn. Við gerum það með samstilltu átaki ríkis og sveitarfélaga og með verkefnum á borð við „Vinnandi vegur“ og „Liðstyrk“, sem hafa komið fjölda atvinnulausra út á vinnumarkaðinn. Við þurfum að aðstoða langtímaatvinnulausa til virkni og þátttöku í samfélaginu en gerum það með jákvæðum og uppbyggjandi formerkjum. Tölum um að útrýma fátækt í stað þess að fækka þeim sem eru á „framfærslu“ sveitarfélaganna. Við þurfum fleiri úrræði fyrir atvinnuleitendur og fleiri störf. Umfram allt þurfum við að mæta fólki þar sem það er statt.Skaðleg orðræða Það er enginn hægðarleikur að lifa af rétt rúmum 156 þúsund krónum á mánuði. Við leysum ekki vandann með því að tala með niðrandi hætti um þá sem neyðast til að nýta sér fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, eða með því að gera fjárhagsaðstoðina að vandamáli. Sú neikvæða orðræða um „afæturnar“ á samfélaginu er skaðleg. Hún brýtur niður sjálfsmynd þeirra sem nú þegar glíma við erfið vandamál og grefur undan grundvallargildum íslensks samfélags: Að allir skuli fá að lifa með reisn og að engum verði hent út á guð og gaddinn.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun