Verk fimmtán ára tónskálds flutt í Berlín Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. apríl 2014 13:30 Hjalti Nordal Gunnarsson: „Það voru fjögur verk valin til flutnings á tónleikunum og mitt var eitt af þeim.“ Mynd: Gunnar Karlsson Þetta er tónsmíðakeppni á vegum Berlínarfílharmóníunnar sem heitir Opus one og er fyrir unglinga á aldrinum fjórtán til nítján ára,“ segir Hjalti Nordal Gunnarsson spurður út í tildrög þess að meðlimir úr Berlínarfílharmóníunni og hljómsveit akademíu hennar fluttu strengjatríó eftir hann á tónleikum á sunnudagskvöldið. „Á vefsíðunni stóð að keppnin væri fyrir þýska ríkisborgara en ég sendi þeim tölvupóst og spurði hvort ég mætti vera með, sem var samþykkt. Það voru fjögur verk valin til flutnings á tónleikunum og mitt var eitt af þeim. Auk þess var það eina verkið úr samkeppninni sem var valið til flutnings á sérstökum kammertónleikum Fílharmóníunnar seinna um kvöldið.“ Hjalti, sem er fimmtán ára, stundar fiðlunám hér heima og hefur ekki lært tónsmíðar en segist þó hafa samið nokkur tónverk. „Ég hef samt ekki samið mjög mikið,“ segir hann hógvær. Hjalti tók ekki þátt í flutningi verksins en var viðstaddur tónleikana og segir það hafa verið góða upplifun. „Ég var bara áhorfandi og það var mjög góð tilfinning að hlusta á þessa fínu spilara flytja verkið mitt,“ segir hann. „Ég var mjög ánægður.“ Íslenskum áheyrendum til upplyftingar bendir hann á að ákveðið hafi verið að nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík flytji strengjatríóið á næstunni en ekki sé enn ákveðið hvenær það verði. „Þetta er allt svo nýtilkomið,“ segir hann. „En verkið verður flutt heima fljótlega.“ Menning Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Þetta er tónsmíðakeppni á vegum Berlínarfílharmóníunnar sem heitir Opus one og er fyrir unglinga á aldrinum fjórtán til nítján ára,“ segir Hjalti Nordal Gunnarsson spurður út í tildrög þess að meðlimir úr Berlínarfílharmóníunni og hljómsveit akademíu hennar fluttu strengjatríó eftir hann á tónleikum á sunnudagskvöldið. „Á vefsíðunni stóð að keppnin væri fyrir þýska ríkisborgara en ég sendi þeim tölvupóst og spurði hvort ég mætti vera með, sem var samþykkt. Það voru fjögur verk valin til flutnings á tónleikunum og mitt var eitt af þeim. Auk þess var það eina verkið úr samkeppninni sem var valið til flutnings á sérstökum kammertónleikum Fílharmóníunnar seinna um kvöldið.“ Hjalti, sem er fimmtán ára, stundar fiðlunám hér heima og hefur ekki lært tónsmíðar en segist þó hafa samið nokkur tónverk. „Ég hef samt ekki samið mjög mikið,“ segir hann hógvær. Hjalti tók ekki þátt í flutningi verksins en var viðstaddur tónleikana og segir það hafa verið góða upplifun. „Ég var bara áhorfandi og það var mjög góð tilfinning að hlusta á þessa fínu spilara flytja verkið mitt,“ segir hann. „Ég var mjög ánægður.“ Íslenskum áheyrendum til upplyftingar bendir hann á að ákveðið hafi verið að nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík flytji strengjatríóið á næstunni en ekki sé enn ákveðið hvenær það verði. „Þetta er allt svo nýtilkomið,“ segir hann. „En verkið verður flutt heima fljótlega.“
Menning Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“