Stöðugleiki og ábyrgð S. Björn Blöndal skrifar 24. mars 2014 06:00 Fæstir tengdu Besta flokkinn við stöðugleika og ábyrgð þegar við tókum við borginni fyrir fjórum árum, ekki einu sinni við sjálf. En það kom í ljós að eftir margra ára óstöðugleika og ábyrgðarleysi var þetta einmitt það sem vantaði. Við löguðum okkur að því: það þurfa þau að gera sem eru kosin til að vinna fyrir fólk. Borgin þarf áfram stöðugleika og ábyrgð. Á þessu kjörtímabili höfum við komið Orkuveitunni úr vonlausri stöðu í góða stöðu. Við höfum unnið gegn atvinnuleysi með háu framkvæmdastigi og markvissum vinnumarkaðsaðgerðum. Og við ætlum að halda uppteknum hætti. Við getum ekki aðeins fagnað árangri á þessu kjörtímabili – við höfum líka lært. Við vitum að ábyrg fjármálastjórn skilar borginni miklu meiri hagnaði þegar til lengri tíma er litið en alls konar æfingar með gjöld og útsvar. Þær koma bara aftan að fólki síðar. Hvers vegna hefur okkur tekist að ná þessum stöðugleika og hvernig getum við tryggt hann áfram? Við nálguðumst verkefnin af auðmýkt og reyndum að skapa andrúmsloft samvinnu. Það er mikill fjársjóður falinn í stöðugleika. Það er líka mikill fjársjóður falinn í gleði og góðu viðmóti og í umhverfi samvinnu og gagnkvæmrar virðingar er eftirsóknarverðara að axla ábyrgð og auðveldara að standa undir miklum kröfum. Þannig vinnur Björt framtíð áfram. Ávinningurinn af stöðugleikanum er byrjaður að koma í ljós og hann verður ómældur ef stefna Bjartrar framtíðar ræður ferðinni. Reykjavík er nú þegar eftirsóttur áfangastaður ferðamanna, listafólks, fólks í skapandi greinum og frumkvöðla. Pólitískur stöðugleiki þýðir að stefna er mótuð til lengri tíma. Þeir sem ráða ferðinni velja áherslur sem standast og geta séð til þess að þær standist. Reykjavík er borg menningar, frumkvæðis og fjölbreytileika. Sá pólitíski stöðugleiki sem Björt framtíð getur lofað, ef hún fær góða kosningu, er að Reykjavík eflist enn frekar sem nútímaleg menningarborg. Slíkar borgir draga til sín skemmtilegt og hæfileikaríkt fólk og það gerir borgarlífið betra.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fæstir tengdu Besta flokkinn við stöðugleika og ábyrgð þegar við tókum við borginni fyrir fjórum árum, ekki einu sinni við sjálf. En það kom í ljós að eftir margra ára óstöðugleika og ábyrgðarleysi var þetta einmitt það sem vantaði. Við löguðum okkur að því: það þurfa þau að gera sem eru kosin til að vinna fyrir fólk. Borgin þarf áfram stöðugleika og ábyrgð. Á þessu kjörtímabili höfum við komið Orkuveitunni úr vonlausri stöðu í góða stöðu. Við höfum unnið gegn atvinnuleysi með háu framkvæmdastigi og markvissum vinnumarkaðsaðgerðum. Og við ætlum að halda uppteknum hætti. Við getum ekki aðeins fagnað árangri á þessu kjörtímabili – við höfum líka lært. Við vitum að ábyrg fjármálastjórn skilar borginni miklu meiri hagnaði þegar til lengri tíma er litið en alls konar æfingar með gjöld og útsvar. Þær koma bara aftan að fólki síðar. Hvers vegna hefur okkur tekist að ná þessum stöðugleika og hvernig getum við tryggt hann áfram? Við nálguðumst verkefnin af auðmýkt og reyndum að skapa andrúmsloft samvinnu. Það er mikill fjársjóður falinn í stöðugleika. Það er líka mikill fjársjóður falinn í gleði og góðu viðmóti og í umhverfi samvinnu og gagnkvæmrar virðingar er eftirsóknarverðara að axla ábyrgð og auðveldara að standa undir miklum kröfum. Þannig vinnur Björt framtíð áfram. Ávinningurinn af stöðugleikanum er byrjaður að koma í ljós og hann verður ómældur ef stefna Bjartrar framtíðar ræður ferðinni. Reykjavík er nú þegar eftirsóttur áfangastaður ferðamanna, listafólks, fólks í skapandi greinum og frumkvöðla. Pólitískur stöðugleiki þýðir að stefna er mótuð til lengri tíma. Þeir sem ráða ferðinni velja áherslur sem standast og geta séð til þess að þær standist. Reykjavík er borg menningar, frumkvæðis og fjölbreytileika. Sá pólitíski stöðugleiki sem Björt framtíð getur lofað, ef hún fær góða kosningu, er að Reykjavík eflist enn frekar sem nútímaleg menningarborg. Slíkar borgir draga til sín skemmtilegt og hæfileikaríkt fólk og það gerir borgarlífið betra.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar