Slíðrum sverðin Ellert B. Schram skrifar 4. mars 2014 06:00 Ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu er uppákoma, atburður, sem kallar fram óvenjulega sterk viðbrögð. Stór hluti þjóðarinnar er augljóslega þeirrar skoðunar, að mál af þessu tagi, sé miklu stærra en svo, að meirihluti Alþingis, sé einn um slíka ákvörðun. Málið er nefnilega svo stórt, að með því að slíta formlega viðræðum, er það ákvörðun, sem ekki verður breytt aftur í einni svipan. Slit á viðræðum við ESB hafa langtíma áhrif og afleiðingar. Fullyrt er að það taki a.m.k. tíu til tuttugu ár að snúa við því blaði. Þetta er tímamótaákvörðun sem varir. Að því leyti er ákvörðun um viðræðuslit allt önnur en breytingar á lögum, sem Alþingi setur og samþykkir alla jafna. Lögum má alltaf breyta, meðan viðræðuslit við ESB eru varanleg til margra ára. Í kjölfar hrunsins gerðu Íslendingar tilraun til að spyrja sjálfa sig: Hvað gerðum við rangt? Hvað þarf að laga í stjórnarfari okkar? Bæði rannsóknarnefndin, heimspekingar og stjórnmálamennirnir sjálfir bentu á ýmsa veikleika, sem hér verður ekki farið út í, en meginstefið var þó þetta: Íslendingar vaða áfram og gefa skít í andstæðingana, stjórnmálaflokkarnir einblína of mikið á sjálfa sig (og sína), ákvarðanir eru teknar í átökum í krafti sérhagsmuna eða í einhvers konar kappleik, eins og Páll Skúlason, fyrrum háskólarektor, segir. Það skorti og skortir samræðu, hugsun og viðleitni til að hafa almannaheill að leiðarljósi.Ekki mál tveggja flokka Ákvarðanir og umræður um tillöguna um slit á viðræðum við ESB er ekki mál eins eða tveggja stjórnmálaflokka. Þar að auki má halda því fram að kosningarnar til Alþingis í fyrra hafi alls ekki snúist um Evrópumálin. Þeim var ýtt til hliðar, með loforðum um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu. Kjósendur tóku mark á því og kosningabaráttan snerist um allt annað: niðurfellingu á skuldum heimilanna, fyrst og fremst. Evrópa var ekki á dagskrá. Ég ætla ekki að fara að tala um svik á loforðum um þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur benda á að skoðanakannanir sýna aftur og aftur þá staðreynd, að þjóðin sé klofin í tvær fylkingar, með og á móti, og þar sé kannski bita munur en ekki fjár. Ég er í hópi þeirra sem vilja vita hvað er í boði ef gengið er í ESB og hvað er í boði hvað varðar gjaldeyrismál og krónu í höftum. Af hverju geta flokkarnir okkar ekki sest niður og talað saman um hvað sé skynsamlegast að gera? Fyrir okkur öll og komandi kynslóðir. Málið á ekki að snúast um afstöðu einstakra flokka, heldur um almannaheill, um framtíðina, um lífskjör þjóðarinnar. Í stað þess eru þingmenn og stjórnmálaflokkar í sömu sporunum og við þekkjum frá fyrri tíð. Með samanbitnar varir, með lágkúrulegum orðræðum, með hugsun kappliðsmanna, að nú sé það allt eða ekkert, nú sé það eina markmiðið að sigra í þessari lotu. Þeir hugsa um flokkinn en ekki þjóðina, þeir skeyta ekki um skoðanir annarra en sjálfra sín og við erum komin aftur í sama farið og fyrir hrun. Allt eða ekkert. Nú eða aldrei.Aftur í öngstræti Þetta er sorgleg staða og dapurleg. Þjóðin er aftur í öngstræti. Aftur sundruð. Mikið mundu þeir vaxa í áliti og verða menn að meiri, foringjar stjórnarflokkanna, ef þeir legðu til að tillagan um slit á viðræðum yrði dregin til baka, að kalla saman hagsmunahópa, fulltrúa allra flokka, sérfræðinga og siðfræðinga, til rökræðu og málflutnings og gera þannig heiðarlega og vitsmunalega tilraun til að ná sameiginlegri niðurstöðu í þágu almannaheilla. Ná sátt í þágu framtíðar hér á Íslandi. Og síðast en ekki síst, sýna þjóðinni að kjörnir fulltrúar á Alþingi séu ekki í kappleik fyrir einhvern flokk, heldur beri hagsmuni samfélagsins fyrir brjósti. Eyðum þessum illindum og offorsi, sýnum að við erum hugsandi verur. Mikið mundi það hjálpa Alþingi, stjórnmálaflokkunum og þjóðinni, til að öðlast virðingu og traust og trú á betri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu er uppákoma, atburður, sem kallar fram óvenjulega sterk viðbrögð. Stór hluti þjóðarinnar er augljóslega þeirrar skoðunar, að mál af þessu tagi, sé miklu stærra en svo, að meirihluti Alþingis, sé einn um slíka ákvörðun. Málið er nefnilega svo stórt, að með því að slíta formlega viðræðum, er það ákvörðun, sem ekki verður breytt aftur í einni svipan. Slit á viðræðum við ESB hafa langtíma áhrif og afleiðingar. Fullyrt er að það taki a.m.k. tíu til tuttugu ár að snúa við því blaði. Þetta er tímamótaákvörðun sem varir. Að því leyti er ákvörðun um viðræðuslit allt önnur en breytingar á lögum, sem Alþingi setur og samþykkir alla jafna. Lögum má alltaf breyta, meðan viðræðuslit við ESB eru varanleg til margra ára. Í kjölfar hrunsins gerðu Íslendingar tilraun til að spyrja sjálfa sig: Hvað gerðum við rangt? Hvað þarf að laga í stjórnarfari okkar? Bæði rannsóknarnefndin, heimspekingar og stjórnmálamennirnir sjálfir bentu á ýmsa veikleika, sem hér verður ekki farið út í, en meginstefið var þó þetta: Íslendingar vaða áfram og gefa skít í andstæðingana, stjórnmálaflokkarnir einblína of mikið á sjálfa sig (og sína), ákvarðanir eru teknar í átökum í krafti sérhagsmuna eða í einhvers konar kappleik, eins og Páll Skúlason, fyrrum háskólarektor, segir. Það skorti og skortir samræðu, hugsun og viðleitni til að hafa almannaheill að leiðarljósi.Ekki mál tveggja flokka Ákvarðanir og umræður um tillöguna um slit á viðræðum við ESB er ekki mál eins eða tveggja stjórnmálaflokka. Þar að auki má halda því fram að kosningarnar til Alþingis í fyrra hafi alls ekki snúist um Evrópumálin. Þeim var ýtt til hliðar, með loforðum um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu. Kjósendur tóku mark á því og kosningabaráttan snerist um allt annað: niðurfellingu á skuldum heimilanna, fyrst og fremst. Evrópa var ekki á dagskrá. Ég ætla ekki að fara að tala um svik á loforðum um þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur benda á að skoðanakannanir sýna aftur og aftur þá staðreynd, að þjóðin sé klofin í tvær fylkingar, með og á móti, og þar sé kannski bita munur en ekki fjár. Ég er í hópi þeirra sem vilja vita hvað er í boði ef gengið er í ESB og hvað er í boði hvað varðar gjaldeyrismál og krónu í höftum. Af hverju geta flokkarnir okkar ekki sest niður og talað saman um hvað sé skynsamlegast að gera? Fyrir okkur öll og komandi kynslóðir. Málið á ekki að snúast um afstöðu einstakra flokka, heldur um almannaheill, um framtíðina, um lífskjör þjóðarinnar. Í stað þess eru þingmenn og stjórnmálaflokkar í sömu sporunum og við þekkjum frá fyrri tíð. Með samanbitnar varir, með lágkúrulegum orðræðum, með hugsun kappliðsmanna, að nú sé það allt eða ekkert, nú sé það eina markmiðið að sigra í þessari lotu. Þeir hugsa um flokkinn en ekki þjóðina, þeir skeyta ekki um skoðanir annarra en sjálfra sín og við erum komin aftur í sama farið og fyrir hrun. Allt eða ekkert. Nú eða aldrei.Aftur í öngstræti Þetta er sorgleg staða og dapurleg. Þjóðin er aftur í öngstræti. Aftur sundruð. Mikið mundu þeir vaxa í áliti og verða menn að meiri, foringjar stjórnarflokkanna, ef þeir legðu til að tillagan um slit á viðræðum yrði dregin til baka, að kalla saman hagsmunahópa, fulltrúa allra flokka, sérfræðinga og siðfræðinga, til rökræðu og málflutnings og gera þannig heiðarlega og vitsmunalega tilraun til að ná sameiginlegri niðurstöðu í þágu almannaheilla. Ná sátt í þágu framtíðar hér á Íslandi. Og síðast en ekki síst, sýna þjóðinni að kjörnir fulltrúar á Alþingi séu ekki í kappleik fyrir einhvern flokk, heldur beri hagsmuni samfélagsins fyrir brjósti. Eyðum þessum illindum og offorsi, sýnum að við erum hugsandi verur. Mikið mundi það hjálpa Alþingi, stjórnmálaflokkunum og þjóðinni, til að öðlast virðingu og traust og trú á betri framtíð.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun