ESB… hugs hugs Stefán Víðisson skrifar 25. febrúar 2014 06:00 Fyrir tæpum tíu árum hafði ég þá bjargföstu trú að við, Íslendingar, hefðum ekkert að gera inn í þetta batterí sem við í daglegu tali köllum Evrópusambandið. Ég trúði að í landi með allar þessar auðlindir, öll þessi tækifæri og allan mannauðinn (við eigum jú heimsmet í flestu, allavega ef miðað er við höfðatölu) gæti varla verið nokkuð sem við hefðum að sækja þarna út. Það er líka að verða áratugur síðan ég kynntist konu, sem í dag er eiginkonan mín. Ég man eftir því nokkrum mánuðum eftir að við kynntumst, svona þegar mesti ástarbríminn fór að renna af okkur og byrjað var ræða málin í einhverri alvöru, að ég komst að því mér til nokkurrar undrunar að hún var Evrópusinni. Hún færði nú svo sem engin sérstök rök fyrir þessari skoðun sinni. Hún hafði reyndar búið úti í Danmörku í nokkur ár og kannski hafði hún bara eitthvað blindast af því að umgangast Baunann full mikið. Mér fannst eiginlega á þessum tíma að ég þyrfti að leiðrétta þetta viðhorf hennar eða m.ö.o. að fá hana bara ofan af þessari vitleysu. Það er þó eitt sem ég verð að nefna varðandi sjálfan mig svona áður en ég kem mér að efninu en það er að ég er gæddur þeim eiginleika, veit samt ekki alveg ennþá hvort það er meiri kostur eða galli, að ég er oft fljótur að mynda mér skoðun á málum og er þá yfirleitt tilbúinn að hafa hátt um þá skoðun og þá helst bara að yfirgnæfa aðra í „rökræðunni“. En þannig hagar maður sér nú ekki gagnvart konunni sinni þannig að ég var nú eiginlega tilneyddur að finna einhverja aðra leið til að fá hana til að skipta um skoðun varðandi þetta málefni. Svo kom að því einn daginn að ég ákvað að ég yrði trúlega að lesa mér eitthvað til um þetta svo að ég gæti bara sýnt henni þetta svart á hvítu. Og ég fór að lesa. Svo las ég aðeins meira og eftir því sem ég las meira þá fór þessi skoðun mín að breytast. Fyrstu merkin um að ég væri farinn að efast um að ég hefði verið á réttri braut í þessu máli var að ég hætti á ákveðnu tímabili, svona að mestu, að tjá mig um þetta. Í dag er ég orðinn sannfærður um að Íslendingar eigi að taka fullan þátt í þessu samstarfi með aðild og vinna þar með okkar nágrannaþjóðum í að þróa þetta samband áfram. Ég er sannfærður um að landbúnaður mun eflast og vaxa með því að fá aðgang að risamarkaði og eins er ég sannfærður um að sjávarútvegur mun vaxa og þá helst vegna fulls aðgangs að mörkuðum Evrópu fyrir fullunnar sjávarafurðir, en það mun þýða mikla fjölgun starfa í landinu á því sviði. Þegar ég hugsa til baka velti ég því fyrir mér hvort þetta geti ekki átt við um miklu fleiri, þ.e. að það vanti þó nokkuð upp á að fólk kynni sér málið? Reyndar virðist vera margt sem bendir til þess að þetta muni vera reyndin og er það aðallega vegna þeirra röksemda sem maður heyrir frá þeim sem finna hugsanlegri aðild Íslands að ESB allt til foráttu. Ég hvet alla til þess að mynda sér upplýsta skoðun á málinu. Þetta er gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir okkur og ég er sannfærður um að innganga í ESB mun verða öllum Íslendingum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ESB-málið Mest lesið Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum tíu árum hafði ég þá bjargföstu trú að við, Íslendingar, hefðum ekkert að gera inn í þetta batterí sem við í daglegu tali köllum Evrópusambandið. Ég trúði að í landi með allar þessar auðlindir, öll þessi tækifæri og allan mannauðinn (við eigum jú heimsmet í flestu, allavega ef miðað er við höfðatölu) gæti varla verið nokkuð sem við hefðum að sækja þarna út. Það er líka að verða áratugur síðan ég kynntist konu, sem í dag er eiginkonan mín. Ég man eftir því nokkrum mánuðum eftir að við kynntumst, svona þegar mesti ástarbríminn fór að renna af okkur og byrjað var ræða málin í einhverri alvöru, að ég komst að því mér til nokkurrar undrunar að hún var Evrópusinni. Hún færði nú svo sem engin sérstök rök fyrir þessari skoðun sinni. Hún hafði reyndar búið úti í Danmörku í nokkur ár og kannski hafði hún bara eitthvað blindast af því að umgangast Baunann full mikið. Mér fannst eiginlega á þessum tíma að ég þyrfti að leiðrétta þetta viðhorf hennar eða m.ö.o. að fá hana bara ofan af þessari vitleysu. Það er þó eitt sem ég verð að nefna varðandi sjálfan mig svona áður en ég kem mér að efninu en það er að ég er gæddur þeim eiginleika, veit samt ekki alveg ennþá hvort það er meiri kostur eða galli, að ég er oft fljótur að mynda mér skoðun á málum og er þá yfirleitt tilbúinn að hafa hátt um þá skoðun og þá helst bara að yfirgnæfa aðra í „rökræðunni“. En þannig hagar maður sér nú ekki gagnvart konunni sinni þannig að ég var nú eiginlega tilneyddur að finna einhverja aðra leið til að fá hana til að skipta um skoðun varðandi þetta málefni. Svo kom að því einn daginn að ég ákvað að ég yrði trúlega að lesa mér eitthvað til um þetta svo að ég gæti bara sýnt henni þetta svart á hvítu. Og ég fór að lesa. Svo las ég aðeins meira og eftir því sem ég las meira þá fór þessi skoðun mín að breytast. Fyrstu merkin um að ég væri farinn að efast um að ég hefði verið á réttri braut í þessu máli var að ég hætti á ákveðnu tímabili, svona að mestu, að tjá mig um þetta. Í dag er ég orðinn sannfærður um að Íslendingar eigi að taka fullan þátt í þessu samstarfi með aðild og vinna þar með okkar nágrannaþjóðum í að þróa þetta samband áfram. Ég er sannfærður um að landbúnaður mun eflast og vaxa með því að fá aðgang að risamarkaði og eins er ég sannfærður um að sjávarútvegur mun vaxa og þá helst vegna fulls aðgangs að mörkuðum Evrópu fyrir fullunnar sjávarafurðir, en það mun þýða mikla fjölgun starfa í landinu á því sviði. Þegar ég hugsa til baka velti ég því fyrir mér hvort þetta geti ekki átt við um miklu fleiri, þ.e. að það vanti þó nokkuð upp á að fólk kynni sér málið? Reyndar virðist vera margt sem bendir til þess að þetta muni vera reyndin og er það aðallega vegna þeirra röksemda sem maður heyrir frá þeim sem finna hugsanlegri aðild Íslands að ESB allt til foráttu. Ég hvet alla til þess að mynda sér upplýsta skoðun á málinu. Þetta er gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir okkur og ég er sannfærður um að innganga í ESB mun verða öllum Íslendingum til hagsbóta.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar