Hvað fæ ég í skerðingar vegna lífeyrissjóðs míns? Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 22. febrúar 2014 06:00 Þann 16. janúar sl. skrifaði Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni. „Hvað fæ ég frá lífeyrissjóðnum mínum“. Þar skrifar hún að stundum heyrist sagt að við fáum „ekkert“ út úr lífeyrissjóðunum og tekur dæmi um sjóðsfélaga með að jafnaði 400 þúsund króna mánaðarlaun yfir starfsævina sem fái um 256 þúsund krónur á mánuði ævilangt eftir 67 ára aldur. Það sem vantar í grein hennar er hvað skerðingar vegna lífeyrissjóðsgreiðslna hjá ríkinu í gegnum Tryggingastofnunina eru fáránlega miklar. Sjóðsfélaginn verður skertur fjárhagslega í svelt og í mínus þegar skerðingarnar ná hæstu hæðum. Það er allt skert hjá TR nema grunnlífeyrir og að fá bara 12% hækkun á heildarbætur örorkulífeyrisins frá Tryggingastofnun ríkisins og Lífeyrissjóði verslunarmana frá 2008-2013 eru gróf svik við veikt fólk. En þeir sem eru með yfir 700 þúsund krónur í laun á mánuði og fá 350 þúsund krónur lífeyrisgreiðslur á mánuði eftir starfslok eða örorku, sleppa við Tryggingastofnun ríkisins og allar skerðingarnar sem láglaunaþeginn verður fyrir. Á sama tíma hækkuðu lágmarkslaun um 54%. Bætur þeirra sem eingöngu fá greitt frá Tryggingastofnun ríkisins hækkuðu um 29%. Þá er einnig lögvarða skylduhækkunin á verðbótum upp á um 35% tekin af lífeyrisþeganum. Þetta er lögbrot og svik ríkisins og verkalýðsfélaga við lífeyrisþega. Það vantar um 100 þúsund krónur upp á löglega hækkun á bætur mínar á mánuði fyrir skatt eða 63 þúsund krónur eftir skatt.Eignaupptaka Bætur almannatrygginga „skuli“ breytast árlega í samræmi við launaþróun, þó þannig að hækkun þeirra sé „aldrei“ minni en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem var 47% á þeim 5 árum sem hér er um rætt. Allt svikið með bráðabirgðaákvæðum og bæturnar skertar til fátæktar. Hvað eru lífeyrissjóðsgreiðslur? Eru þær bætur eða tekjur? Þær eru lögþvingaður lögvarinn sparnaður sem ekki er hægt að ganga að við gjaldþrot. Þess vegna má ekki skerða hann og skerðing á honum ekkert annað en lögbrot. Hvers vegna er honum stolið með skerðingum og það án þess að verkalýðsfélögin stoppi það? Svaraðu því, Ásta Rut, og um lögin á öryrkja hjá VR, lög um að öryrkjar væru annars flokks fólk sem ekki ætti heima í trúnaðarráði VR eða í framboði til stjórnar. Frítekjumark hjá Tryggingastofnun ríkisins er um 110 þúsund á mánuði og gildir ekki um lífeyrissjóðsgreiðslurnar. Hvers vegna ekki ef þær eru tekjur? Skerðingin er um 1,5 milljónir króna á ári hjá TR á lífeyrinum. Bara 12% hækkun á lífeyrinum mínum í stað 47% gerir tap upp á um 750 þúsund krónur á ári og við það getur bæst um 700 þúsund króna tap á húsaleigubótum. Þá skerðir TR orlofsuppbót og jólabónus vegna lífeyrissjóðsgreiðslna. Samtals geta 2 milljóna króna árstekjur eftir skatt frá lífeyrissjóðum orðið að skerðingum upp á rúmlega 3 milljónir króna á ári. Það er ekki í lagi með þetta kerfi og það ber að fara með það fyrir dóm strax, því þetta er ekkert annað en eignaupptaka og brot á stjórnarskránni. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 16. janúar sl. skrifaði Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni. „Hvað fæ ég frá lífeyrissjóðnum mínum“. Þar skrifar hún að stundum heyrist sagt að við fáum „ekkert“ út úr lífeyrissjóðunum og tekur dæmi um sjóðsfélaga með að jafnaði 400 þúsund króna mánaðarlaun yfir starfsævina sem fái um 256 þúsund krónur á mánuði ævilangt eftir 67 ára aldur. Það sem vantar í grein hennar er hvað skerðingar vegna lífeyrissjóðsgreiðslna hjá ríkinu í gegnum Tryggingastofnunina eru fáránlega miklar. Sjóðsfélaginn verður skertur fjárhagslega í svelt og í mínus þegar skerðingarnar ná hæstu hæðum. Það er allt skert hjá TR nema grunnlífeyrir og að fá bara 12% hækkun á heildarbætur örorkulífeyrisins frá Tryggingastofnun ríkisins og Lífeyrissjóði verslunarmana frá 2008-2013 eru gróf svik við veikt fólk. En þeir sem eru með yfir 700 þúsund krónur í laun á mánuði og fá 350 þúsund krónur lífeyrisgreiðslur á mánuði eftir starfslok eða örorku, sleppa við Tryggingastofnun ríkisins og allar skerðingarnar sem láglaunaþeginn verður fyrir. Á sama tíma hækkuðu lágmarkslaun um 54%. Bætur þeirra sem eingöngu fá greitt frá Tryggingastofnun ríkisins hækkuðu um 29%. Þá er einnig lögvarða skylduhækkunin á verðbótum upp á um 35% tekin af lífeyrisþeganum. Þetta er lögbrot og svik ríkisins og verkalýðsfélaga við lífeyrisþega. Það vantar um 100 þúsund krónur upp á löglega hækkun á bætur mínar á mánuði fyrir skatt eða 63 þúsund krónur eftir skatt.Eignaupptaka Bætur almannatrygginga „skuli“ breytast árlega í samræmi við launaþróun, þó þannig að hækkun þeirra sé „aldrei“ minni en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem var 47% á þeim 5 árum sem hér er um rætt. Allt svikið með bráðabirgðaákvæðum og bæturnar skertar til fátæktar. Hvað eru lífeyrissjóðsgreiðslur? Eru þær bætur eða tekjur? Þær eru lögþvingaður lögvarinn sparnaður sem ekki er hægt að ganga að við gjaldþrot. Þess vegna má ekki skerða hann og skerðing á honum ekkert annað en lögbrot. Hvers vegna er honum stolið með skerðingum og það án þess að verkalýðsfélögin stoppi það? Svaraðu því, Ásta Rut, og um lögin á öryrkja hjá VR, lög um að öryrkjar væru annars flokks fólk sem ekki ætti heima í trúnaðarráði VR eða í framboði til stjórnar. Frítekjumark hjá Tryggingastofnun ríkisins er um 110 þúsund á mánuði og gildir ekki um lífeyrissjóðsgreiðslurnar. Hvers vegna ekki ef þær eru tekjur? Skerðingin er um 1,5 milljónir króna á ári hjá TR á lífeyrinum. Bara 12% hækkun á lífeyrinum mínum í stað 47% gerir tap upp á um 750 þúsund krónur á ári og við það getur bæst um 700 þúsund króna tap á húsaleigubótum. Þá skerðir TR orlofsuppbót og jólabónus vegna lífeyrissjóðsgreiðslna. Samtals geta 2 milljóna króna árstekjur eftir skatt frá lífeyrissjóðum orðið að skerðingum upp á rúmlega 3 milljónir króna á ári. Það er ekki í lagi með þetta kerfi og það ber að fara með það fyrir dóm strax, því þetta er ekkert annað en eignaupptaka og brot á stjórnarskránni. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun