Sækjum fram í sameiningu Margrét Kristmannsdóttir skrifar 19. febrúar 2014 07:00 Íslenskur landbúnaður framleiðir mikið af gæðavöru sem á fullt erindi á aðra markaði. Nægir þar að nefna skyrið og lambakjötið – afurðir sem eru þekktar fyrir hollustu og gæði. Bændur í öðrum löndum, ekki síst í ýmsum löndum Evrópu, framleiða ekki síður gæðavörur sem eftirsóttar eru annars staðar en á þeirra heimamarkaði. Vörur sem bændur í öðrum löndum geta oft ekki framleitt. Nú hafa um hríð staðið yfir tvíhliða viðræður við Evrópusambandið um aukinn markaðsaðgang fyrir íslenskar landbúnaðarvörur inn á Evrópumarkað. Erfitt er að átta sig á því hvar þær viðræður standa, en íslensk stjórnvöld vonast til að þeim ljúki á næstu mánuðum. Eins og aðrar sambærilegar viðræður ganga þær út á gagnkvæm viðskipti, þ.e. að í staðinn fyrir aukinn markaðsaðgang fyrir íslenskar landbúnaðarvörur inn á Evrópumarkað verði opnað fyrir aukinn aðgang evrópskra landbúnaðarvara til Íslands. Flestir hljóta að sjá sanngirnina í því.Allir vinna Ekki verður betur séð en að hér sé um að ræða mál sem íslenskur landbúnaður og íslensk verslun eigi að beita sér fyrir í sameiningu og með miklum þunga. Greinilegt er að neytendur eru víða sólgnir í íslenska skyrið og það ætti því að vera sameiginlegt kappsmál að gefa sem flestum neytendum í Evrópu kost á að njóta þess. Á sama hátt er augljóst að íslenskir neytendur eru sólgnir í ýmiskonar erlendar landbúnaðarafurðir, sem ekki er möguleiki á að framleiða hér á landi. Hér er því eftirspurn á báða bóga sem á að bregðast við. Þeir sem hræðast breytingar hafa iðulega teflt íslenskum landbúnaði og íslenskri verslun fram sem andstæðingum, sem er af og frá. Því þó verslunin vilji, eins og fleiri, sjá breytingar á núverandi landbúnaðarkerfi vill hún hag hefðbundins landbúnaðar sem mestan. Sameiginlegt hagsmunamál okkar er að auka tollkvóta í báðar áttir og hér á landbúnaðurinn og verslunin að sækja fram í sameiningu og þrýsta á stjórnvöld. Ef rétt er á málum haldið er langlíklegast að niðurstaðan verði hagfelld fyrir landbúnaðinn, verslunina en ekki síst íslenska neytendur. Svo maður sletti – en þó ekki skyrinu, „win- win“ fyrir alla aðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Íslenskur landbúnaður framleiðir mikið af gæðavöru sem á fullt erindi á aðra markaði. Nægir þar að nefna skyrið og lambakjötið – afurðir sem eru þekktar fyrir hollustu og gæði. Bændur í öðrum löndum, ekki síst í ýmsum löndum Evrópu, framleiða ekki síður gæðavörur sem eftirsóttar eru annars staðar en á þeirra heimamarkaði. Vörur sem bændur í öðrum löndum geta oft ekki framleitt. Nú hafa um hríð staðið yfir tvíhliða viðræður við Evrópusambandið um aukinn markaðsaðgang fyrir íslenskar landbúnaðarvörur inn á Evrópumarkað. Erfitt er að átta sig á því hvar þær viðræður standa, en íslensk stjórnvöld vonast til að þeim ljúki á næstu mánuðum. Eins og aðrar sambærilegar viðræður ganga þær út á gagnkvæm viðskipti, þ.e. að í staðinn fyrir aukinn markaðsaðgang fyrir íslenskar landbúnaðarvörur inn á Evrópumarkað verði opnað fyrir aukinn aðgang evrópskra landbúnaðarvara til Íslands. Flestir hljóta að sjá sanngirnina í því.Allir vinna Ekki verður betur séð en að hér sé um að ræða mál sem íslenskur landbúnaður og íslensk verslun eigi að beita sér fyrir í sameiningu og með miklum þunga. Greinilegt er að neytendur eru víða sólgnir í íslenska skyrið og það ætti því að vera sameiginlegt kappsmál að gefa sem flestum neytendum í Evrópu kost á að njóta þess. Á sama hátt er augljóst að íslenskir neytendur eru sólgnir í ýmiskonar erlendar landbúnaðarafurðir, sem ekki er möguleiki á að framleiða hér á landi. Hér er því eftirspurn á báða bóga sem á að bregðast við. Þeir sem hræðast breytingar hafa iðulega teflt íslenskum landbúnaði og íslenskri verslun fram sem andstæðingum, sem er af og frá. Því þó verslunin vilji, eins og fleiri, sjá breytingar á núverandi landbúnaðarkerfi vill hún hag hefðbundins landbúnaðar sem mestan. Sameiginlegt hagsmunamál okkar er að auka tollkvóta í báðar áttir og hér á landbúnaðurinn og verslunin að sækja fram í sameiningu og þrýsta á stjórnvöld. Ef rétt er á málum haldið er langlíklegast að niðurstaðan verði hagfelld fyrir landbúnaðinn, verslunina en ekki síst íslenska neytendur. Svo maður sletti – en þó ekki skyrinu, „win- win“ fyrir alla aðila.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar