Pálmi grínast Ólafur Hauksson skrifar 15. febrúar 2014 06:00 Viðskiptablaðið sagði fyrir nokkru frá gjaldþrotameðferð Iceland Express. Í fréttinni mátti lesa brandara sem er í meira lagi absúrd. Skyldi svo sem ekki furða, því að brandarasmiðurinn er Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Iceland Express. Í Viðskiptablaðinu kom fram að Iceland Express hefði höfðað skaðabótamál á hendur Icelandair í nóvember 2012, áður en félagið fór í þrot og meðan það var enn í eigu Pálma. Iceland Express krafði Icelandair um 300 milljón króna skaðabætur vegna samkeppnislagabrota. Þrotabú Iceland Express hefur nú tekið við málarekstrinum.Brandarakallinn Samkeppnislagabrot Icelandair gegn Iceland Express áttu sér stað á árunum 2003 og 2004. Þá var félagið í eigu stofnenda þess. Sá sem helst beitti sér fyrir þessum lögbrotum í stjórn Icelandair var Pálmi Haraldsson, þáverandi varaformaður stjórnar fyrirtækisins. Sá sem átta árum síðar höfðaði skaðabótamál gegn Icelandair, vegna lögbrotanna, var hinn sami Pálmi Haraldsson. Pálmi eignaðist Iceland Express haustið 2004 fyrir gjafverð, nýbúinn að selja hlut sinn í Icelandair. Iceland Express var þá komið að fótum fram vegna undirboða Icelandair, þ.e. í boði Pálma og félaga. Pálmi varð því ekki fyrir tjóni þegar hann eignaðist Iceland Express, heldur fékk hann félagið á brunaútsölu vegna elds sem hann hafði kveikt sjálfur.Báðir aðilar töpuðu Þeir sem töpuðu á lögbrotum stjórnar og forstjóra Icelandair voru stofnendur Iceland Express. Þeir töpuðu gróðavænlegu félagi. Snjallri og rétt tímasettri viðskiptahugmynd var stolið frá þeim. En ekki síður tapaði Icelandair. Farþegatekjur félagsins lækkuðu um 20 milljarða króna á núvirði á árunum 2003 og 2004 miðað við árin 2001 og 2002. Farþegum fækkaði ekkert og því má rekja tekjutapið beint til undirboðanna. En vissulega gerði það sitt til að Pálmi og félagi hans gætu eignast keppinautinn á lágu verði.Brandarinn Pálmi Haraldsson var sem sé að sækja sér skaðabætur vegna eigin lögbrota sem stjórnarmaður í Icelandair. Vægast sagt absúrd, en varpar ljósi á afskaplega sérkennilegt viðskiptasiðferði.Samráð í stað undirboða Rifja má upp að um leið og Pálmi hafði komist yfir Iceland Express á brunaútsölunni lét Icelandair af undirboðunum. Lægstu fargjöld beggja félaganna hækkuðu um 50% fyrsta hálfa árið á eftir. Iceland Express hagnaðist um 262 milljónir króna strax árið 2005. Enda var hugur þeirra Pálma og Hannesar Smárasonar, stjórnarformanns Icelandair, ekki bundinn við óvægna samkeppni heldur samráð og samstarf, meðal annars í danska flugfélaginu Sterling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Viðskiptablaðið sagði fyrir nokkru frá gjaldþrotameðferð Iceland Express. Í fréttinni mátti lesa brandara sem er í meira lagi absúrd. Skyldi svo sem ekki furða, því að brandarasmiðurinn er Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Iceland Express. Í Viðskiptablaðinu kom fram að Iceland Express hefði höfðað skaðabótamál á hendur Icelandair í nóvember 2012, áður en félagið fór í þrot og meðan það var enn í eigu Pálma. Iceland Express krafði Icelandair um 300 milljón króna skaðabætur vegna samkeppnislagabrota. Þrotabú Iceland Express hefur nú tekið við málarekstrinum.Brandarakallinn Samkeppnislagabrot Icelandair gegn Iceland Express áttu sér stað á árunum 2003 og 2004. Þá var félagið í eigu stofnenda þess. Sá sem helst beitti sér fyrir þessum lögbrotum í stjórn Icelandair var Pálmi Haraldsson, þáverandi varaformaður stjórnar fyrirtækisins. Sá sem átta árum síðar höfðaði skaðabótamál gegn Icelandair, vegna lögbrotanna, var hinn sami Pálmi Haraldsson. Pálmi eignaðist Iceland Express haustið 2004 fyrir gjafverð, nýbúinn að selja hlut sinn í Icelandair. Iceland Express var þá komið að fótum fram vegna undirboða Icelandair, þ.e. í boði Pálma og félaga. Pálmi varð því ekki fyrir tjóni þegar hann eignaðist Iceland Express, heldur fékk hann félagið á brunaútsölu vegna elds sem hann hafði kveikt sjálfur.Báðir aðilar töpuðu Þeir sem töpuðu á lögbrotum stjórnar og forstjóra Icelandair voru stofnendur Iceland Express. Þeir töpuðu gróðavænlegu félagi. Snjallri og rétt tímasettri viðskiptahugmynd var stolið frá þeim. En ekki síður tapaði Icelandair. Farþegatekjur félagsins lækkuðu um 20 milljarða króna á núvirði á árunum 2003 og 2004 miðað við árin 2001 og 2002. Farþegum fækkaði ekkert og því má rekja tekjutapið beint til undirboðanna. En vissulega gerði það sitt til að Pálmi og félagi hans gætu eignast keppinautinn á lágu verði.Brandarinn Pálmi Haraldsson var sem sé að sækja sér skaðabætur vegna eigin lögbrota sem stjórnarmaður í Icelandair. Vægast sagt absúrd, en varpar ljósi á afskaplega sérkennilegt viðskiptasiðferði.Samráð í stað undirboða Rifja má upp að um leið og Pálmi hafði komist yfir Iceland Express á brunaútsölunni lét Icelandair af undirboðunum. Lægstu fargjöld beggja félaganna hækkuðu um 50% fyrsta hálfa árið á eftir. Iceland Express hagnaðist um 262 milljónir króna strax árið 2005. Enda var hugur þeirra Pálma og Hannesar Smárasonar, stjórnarformanns Icelandair, ekki bundinn við óvægna samkeppni heldur samráð og samstarf, meðal annars í danska flugfélaginu Sterling.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar