„Eina sem þurfti var sjálfstraust“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2014 08:00 Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, ræðir við sína leikmenn. fréttablaðið/Daníel Svo virðist sem lið í efstu deild kvenna í handbolta séu jafnari nú en oft áður, ef marka má úrslit helgarinnar í Olísdeildinni. Haukar, sem eru í áttunda sæti, gerðu sér lítið fyrir og skelltu Val, 31-27, í Vodafone-höllinni og þá varð HK aðeins annað liðið í vetur til að taka stig af toppliði Stjörnunnar er liðin skildu jöfn, 18-18. Þá má einnig nefna að Fylkir stóð lengi vel í Íslandsmeisturum Fram en tapaði á endanum með tveggja marka mun. „Það er í raun ekkert sem breyttist hjá okkur. Við erum með ungt lið sem tekist hefur að byggja upp síðustu tvö ár, jafnt og þétt,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, við Fréttablaðið um helgina. Þetta var fimmti sigur Hauka í röð í bæði deild og bikar en liðið er komið í undanúrslit í Coca-Cola-bikar kvenna. „Það þurfti bara að efla sjálfstraustið í liðinu og það hefur tekist með þessum sigrum,“ bætir Halldór Harri við en úrslitahelgin í bikarnum fer fram í lok mánaðarins. „Það eru ekkert nema sterk lið eftir í bikarnum en þessi sigur okkar um helgina sýndi að við eigum fullt erindi í höllina og ætlum ekki að fara þangað bara til að vera með.“Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, segir ýmislegt benda til þess að leikar séu að jafnast í deildinni. „Við höfðum fulla trú á því að við gætum náð góðum úrslitum gegn Stjörnunni og mættum tilbúin í leikinn. Stjarnan hefur átt frábært tímabil en þetta sýnir að það getur enn allt gerst í deildinni,“ segir Hilmar. Stjörnukonur geta þó verið sáttar við stigið gegn HK því liðið færði sér tap Vals í nyt og jók forystu sína á toppnum í sex stig. Alls komast átta lið í úrslitakeppni deildarinnar í vor. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Stjarnan missteig sig líka | Úrslit dagsins Topplið Stjörnunnar tapaði aðeins sínu öðru stigi á tímabilinu í Olísdeild kvenna er liðið mátti sætta sig við jafntefli gegn HK í Digranesi, 18-18. 8. febrúar 2014 18:03 Valskonur töpuðu óvænt fyrir Haukum á heimavelli Haukar virðast sjóðheitir þessa dagana en liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Vals í Vodafone-höllinni í Olísdeild kvenna. 8. febrúar 2014 15:56 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Svo virðist sem lið í efstu deild kvenna í handbolta séu jafnari nú en oft áður, ef marka má úrslit helgarinnar í Olísdeildinni. Haukar, sem eru í áttunda sæti, gerðu sér lítið fyrir og skelltu Val, 31-27, í Vodafone-höllinni og þá varð HK aðeins annað liðið í vetur til að taka stig af toppliði Stjörnunnar er liðin skildu jöfn, 18-18. Þá má einnig nefna að Fylkir stóð lengi vel í Íslandsmeisturum Fram en tapaði á endanum með tveggja marka mun. „Það er í raun ekkert sem breyttist hjá okkur. Við erum með ungt lið sem tekist hefur að byggja upp síðustu tvö ár, jafnt og þétt,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, við Fréttablaðið um helgina. Þetta var fimmti sigur Hauka í röð í bæði deild og bikar en liðið er komið í undanúrslit í Coca-Cola-bikar kvenna. „Það þurfti bara að efla sjálfstraustið í liðinu og það hefur tekist með þessum sigrum,“ bætir Halldór Harri við en úrslitahelgin í bikarnum fer fram í lok mánaðarins. „Það eru ekkert nema sterk lið eftir í bikarnum en þessi sigur okkar um helgina sýndi að við eigum fullt erindi í höllina og ætlum ekki að fara þangað bara til að vera með.“Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, segir ýmislegt benda til þess að leikar séu að jafnast í deildinni. „Við höfðum fulla trú á því að við gætum náð góðum úrslitum gegn Stjörnunni og mættum tilbúin í leikinn. Stjarnan hefur átt frábært tímabil en þetta sýnir að það getur enn allt gerst í deildinni,“ segir Hilmar. Stjörnukonur geta þó verið sáttar við stigið gegn HK því liðið færði sér tap Vals í nyt og jók forystu sína á toppnum í sex stig. Alls komast átta lið í úrslitakeppni deildarinnar í vor.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Stjarnan missteig sig líka | Úrslit dagsins Topplið Stjörnunnar tapaði aðeins sínu öðru stigi á tímabilinu í Olísdeild kvenna er liðið mátti sætta sig við jafntefli gegn HK í Digranesi, 18-18. 8. febrúar 2014 18:03 Valskonur töpuðu óvænt fyrir Haukum á heimavelli Haukar virðast sjóðheitir þessa dagana en liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Vals í Vodafone-höllinni í Olísdeild kvenna. 8. febrúar 2014 15:56 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Stjarnan missteig sig líka | Úrslit dagsins Topplið Stjörnunnar tapaði aðeins sínu öðru stigi á tímabilinu í Olísdeild kvenna er liðið mátti sætta sig við jafntefli gegn HK í Digranesi, 18-18. 8. febrúar 2014 18:03
Valskonur töpuðu óvænt fyrir Haukum á heimavelli Haukar virðast sjóðheitir þessa dagana en liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Vals í Vodafone-höllinni í Olísdeild kvenna. 8. febrúar 2014 15:56
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni