Opið bréf til Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Ágæti ráðherra. Landssamtökunum Þroskahjálp hefur borist fjöldi ábendinga og kvartana vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á kostnaðarþátttöku notenda í bleyjukaupum við setningu nýrrar reglugerðar sem tók gildi nú um áramótin. Þessi breyting hefur í för með sér verulega kjaraskerðingu hjá því fólki sem vegna veikinda eða fötlunar er háð því að nota bleyjur að staðaldri. Samkvæmt upplýsingum sem samtökin hafa aflað sér getur kostnaðarþátttaka hjá fullorðnum einstaklingi numið 4-5.000 krónum á mánuði. Þær u.þ.b 5.700 króna auknu ráðstafanatekjur sem margir af skjólstæðingum samtakanna fengu nú um áramót vegna verðlagshækkana örorkulífeyris hefur ríkissjóði tekist að ná til baka að stærstum hluta. Fyrir manneskju sem eingöngu hefur tekjur sínar af örorkulífeyri er hér um að ræða alvarlega og viðvarandi kjaraskerðingu sem ekki getur talist ásættanleg. Kaup á bleyjum geta ekki talist til eðlilegra útgjalda fyrir fólk sem komið er af barnsaldri og engar líkur á að um misnotkun sé að ræða enda ekki varningur sem er eftirsóttur nema fyrir þá sem þurfa nauðsynlega á honum að halda. Því eru öll rök fyrir því að það sé bæði sanngjarnt og eðlilegt að Sjúkratryggingar Íslands taki 100% þátt í kostnaði við bleyjukaup. Landssamtökin Þroskahjálp fara fram á það við ráðherra að hann endurskoði umrædda reglugerð og færi hana aftur til fyrra horfs, þ.e. í 100% greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna bleyjukaupa einstaklinga þriggja ára og eldri. Jafnframt vilja samtökin benda á að þær breytingar sem gerðar hafa verið á bótum almannatrygginga og skattamálum að undanförnu hafa ekki komið þeim einstaklingum til góða sem einvörðungu hafa bætur almannatrygginga sér til framfærslu. Hagur þessara einstaklinga mun því hreinlega versna frá því sem áður var. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Ágæti ráðherra. Landssamtökunum Þroskahjálp hefur borist fjöldi ábendinga og kvartana vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á kostnaðarþátttöku notenda í bleyjukaupum við setningu nýrrar reglugerðar sem tók gildi nú um áramótin. Þessi breyting hefur í för með sér verulega kjaraskerðingu hjá því fólki sem vegna veikinda eða fötlunar er háð því að nota bleyjur að staðaldri. Samkvæmt upplýsingum sem samtökin hafa aflað sér getur kostnaðarþátttaka hjá fullorðnum einstaklingi numið 4-5.000 krónum á mánuði. Þær u.þ.b 5.700 króna auknu ráðstafanatekjur sem margir af skjólstæðingum samtakanna fengu nú um áramót vegna verðlagshækkana örorkulífeyris hefur ríkissjóði tekist að ná til baka að stærstum hluta. Fyrir manneskju sem eingöngu hefur tekjur sínar af örorkulífeyri er hér um að ræða alvarlega og viðvarandi kjaraskerðingu sem ekki getur talist ásættanleg. Kaup á bleyjum geta ekki talist til eðlilegra útgjalda fyrir fólk sem komið er af barnsaldri og engar líkur á að um misnotkun sé að ræða enda ekki varningur sem er eftirsóttur nema fyrir þá sem þurfa nauðsynlega á honum að halda. Því eru öll rök fyrir því að það sé bæði sanngjarnt og eðlilegt að Sjúkratryggingar Íslands taki 100% þátt í kostnaði við bleyjukaup. Landssamtökin Þroskahjálp fara fram á það við ráðherra að hann endurskoði umrædda reglugerð og færi hana aftur til fyrra horfs, þ.e. í 100% greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna bleyjukaupa einstaklinga þriggja ára og eldri. Jafnframt vilja samtökin benda á að þær breytingar sem gerðar hafa verið á bótum almannatrygginga og skattamálum að undanförnu hafa ekki komið þeim einstaklingum til góða sem einvörðungu hafa bætur almannatrygginga sér til framfærslu. Hagur þessara einstaklinga mun því hreinlega versna frá því sem áður var.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar