Hverjum eiga þjóðaratkvæðagreiðslur að vera þóknanlegar? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2014 06:00 Þjóðaratkvæðagreiðslur bar hátt í umræðunni um nýja stjórnarskrá. Þær geta ýmist verið bindandi eða ráðgefandi, eftir því hvernig lög eða reglur kveða á um. Núna er ekkert slíkt að finna hjá okkur, nema þau ákvæði stjórnarskrár sem lúta að atkvæðagreiðslu vegna synjunar forseta Íslands á samþykki við nýafgreitt lagafrumvarp Alþingis. Verði af því að Íslendingar taki upp þjóðaratkvæðagreiðslur sem hluta af almennu lýðræði, blasa fáeinar staðreyndir við. Ein er sú að sitjandi ríkisstjórn hverju sinni verður að hlíta því að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu (eða láta hana yfir sig ganga vegna ákvæða um að Alþingi eða stór hópur fólks getur náð fram atkvæðagreiðslunni) um margvísleg málefni. Í fáeinum tilvikum gerist það í máli þar sem afstaða stjórnvalda er á skjön við svokallaðan þjóðarvilja sem atkvæðagreiðslan gefur til kynna, sé þátttaka ásættanleg. Að öðrum kosti væri bara efnt til atkvæðagreiðslna um málefni eða afstöðu sem ríkisstjórn teldi sér þóknanleg. Væri það ekki undarlegt lýðræði?Undarlegt lýðræði Hin staðreyndin er sú að leiði niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að sitjandi ríkisstjórn verði skylt að gera eitthvað sem henni er mótdrægt, hlýtur hún að inna það verk af hendi, hvað sem tautar og raular. Ella væri sjálf atkvæðagreiðslan til lítils og lýðræðið enn og aftur afar undarlegt. Og væntanlega er ekki til þess ætlast að sérhver ríkisstjórn segi af sér ef þjóðaratkvæðagreiðsla útheimtir aðgerð sem ekki er í samræmi við stjórnarsáttmála hennar, er það? Ríkisstjórn er auðvitað þjónustustofnun að hluta til og hlustar á sitt fólk, innan stjórnarflokkanna, en líka á meirihlutavilja innan samfélagsins. Ef afsögn á að vera regla eða refsing, eru þjóðaratkvæðagreiðslur til lítils gagns sem hluti stjórnunarhátta. Nú ræða ábúðarmiklir stjórnmálamenn, álitsgjafar eða ræðumenn um að ekki megi efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málefni þar sem ráðamenn telja sig ekki geta framfylgt hugsanlegri niðurstöðu vegna eigin andstöðu við hana. Þá virðist sem þeir hafi ekki íhugað afstöðu sína til þjóðaratkvæðagreiðslna til enda, eða reyna að slá ryki í augu fólks. Fyrrgreindar og augljósar staðreyndir eru alveg óháðar afstöðu minni eða þinni, lesandi góður, til aðildarviðræðna við Evrópusambandið eða sjálfrar aðildarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslur bar hátt í umræðunni um nýja stjórnarskrá. Þær geta ýmist verið bindandi eða ráðgefandi, eftir því hvernig lög eða reglur kveða á um. Núna er ekkert slíkt að finna hjá okkur, nema þau ákvæði stjórnarskrár sem lúta að atkvæðagreiðslu vegna synjunar forseta Íslands á samþykki við nýafgreitt lagafrumvarp Alþingis. Verði af því að Íslendingar taki upp þjóðaratkvæðagreiðslur sem hluta af almennu lýðræði, blasa fáeinar staðreyndir við. Ein er sú að sitjandi ríkisstjórn hverju sinni verður að hlíta því að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu (eða láta hana yfir sig ganga vegna ákvæða um að Alþingi eða stór hópur fólks getur náð fram atkvæðagreiðslunni) um margvísleg málefni. Í fáeinum tilvikum gerist það í máli þar sem afstaða stjórnvalda er á skjön við svokallaðan þjóðarvilja sem atkvæðagreiðslan gefur til kynna, sé þátttaka ásættanleg. Að öðrum kosti væri bara efnt til atkvæðagreiðslna um málefni eða afstöðu sem ríkisstjórn teldi sér þóknanleg. Væri það ekki undarlegt lýðræði?Undarlegt lýðræði Hin staðreyndin er sú að leiði niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að sitjandi ríkisstjórn verði skylt að gera eitthvað sem henni er mótdrægt, hlýtur hún að inna það verk af hendi, hvað sem tautar og raular. Ella væri sjálf atkvæðagreiðslan til lítils og lýðræðið enn og aftur afar undarlegt. Og væntanlega er ekki til þess ætlast að sérhver ríkisstjórn segi af sér ef þjóðaratkvæðagreiðsla útheimtir aðgerð sem ekki er í samræmi við stjórnarsáttmála hennar, er það? Ríkisstjórn er auðvitað þjónustustofnun að hluta til og hlustar á sitt fólk, innan stjórnarflokkanna, en líka á meirihlutavilja innan samfélagsins. Ef afsögn á að vera regla eða refsing, eru þjóðaratkvæðagreiðslur til lítils gagns sem hluti stjórnunarhátta. Nú ræða ábúðarmiklir stjórnmálamenn, álitsgjafar eða ræðumenn um að ekki megi efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málefni þar sem ráðamenn telja sig ekki geta framfylgt hugsanlegri niðurstöðu vegna eigin andstöðu við hana. Þá virðist sem þeir hafi ekki íhugað afstöðu sína til þjóðaratkvæðagreiðslna til enda, eða reyna að slá ryki í augu fólks. Fyrrgreindar og augljósar staðreyndir eru alveg óháðar afstöðu minni eða þinni, lesandi góður, til aðildarviðræðna við Evrópusambandið eða sjálfrar aðildarinnar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar