Refsilaust Ísland 2014 Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2014 06:00 Ráðherra heilbrigðismála sagði við Harmageddon í gær að hann væri til í að skoða afglæpavæðingu fíkniefna ef fram koma nægilega góð rök. Frá því löggjöfin um ávana- og fíkniefni varð til árið 1974 – fyrir 40 árum – hefur lögreglumálum tengdum fíkniefnum stöðugt fjölgað, fjöldi handtekinna manna margfaldast og magn haldlagðra fíkniefna verður æ meira. Þeim sem afplána fangelsisrefsingar hér á landi vegna slíkra brota hefur fjölgað mjög mikið. Árið 1981 var 21 einstaklingur í fangelsi vegna fíkniefnabrota, 112 árið 2006 og 89 árið 2009. Síðastnefnda árið voru slíkir fangar tæplega þriðjungur allra fanga í íslenskum fangelsum. Hvert fíkniefnabrot og hver refsing kostar háar fjárhæðir. Hverju slíku máli fylgir vinna lögreglumanna, jafnvel tollvarða, síðan lögmanna, ákærenda og dómara og að lokum fangelsisyfirvalda. Í langflestum tilfellum eru það síðan ekki einu sinni þeir sem bera ábyrgð á innflutningi, sölu og njóta þannig hagnaðar af fíkniefnasölunni sem dregnir eru fyrir dóm, heldur „minnimáttar“ mennirnir, neytendur – þeir sem verða undir í samfélaginu vegna vandans. Stjórnvöld hafa sett metnaðarfull markmið, skemmst er að minnast „Fíkniefnalauss Íslands árið 2000“, og lagst í herferðir sem hafa það að markmiði að sporna við vandanum. Neyslan heldur þó áfram að vera vandamál sem ekki sér fyrir endann á, jafnvel þótt menn hafi gert sér vonir um annað. Ráðherra kallar eftir nægilega góðum rökum fyrir afglæpavæðingunni. Rökin eru alls staðar. Það sem ráðherra ætti frekar að skoða er hver rökin fyrir þeirri þungu refsistefnu sem við framfylgjum eru. Miðað við reynsluna, hinn takmarkaða árangur og gríðarlega tilkostnað er erfitt að sjá hver þau eru, ef nokkur. Í greinargerð með hegningarlögum segir: „Refsingu ber ekki að beita, nema nauðsyn krefji, og ætla megi, að hún nái tilgangi sínum.“ Refsingar fyrir fíkniefnaneyslu ná ekki tilgangi sínum. Samt er þeim beitt. Það ættu að vera nægilega góð rök. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ráðherra heilbrigðismála sagði við Harmageddon í gær að hann væri til í að skoða afglæpavæðingu fíkniefna ef fram koma nægilega góð rök. Frá því löggjöfin um ávana- og fíkniefni varð til árið 1974 – fyrir 40 árum – hefur lögreglumálum tengdum fíkniefnum stöðugt fjölgað, fjöldi handtekinna manna margfaldast og magn haldlagðra fíkniefna verður æ meira. Þeim sem afplána fangelsisrefsingar hér á landi vegna slíkra brota hefur fjölgað mjög mikið. Árið 1981 var 21 einstaklingur í fangelsi vegna fíkniefnabrota, 112 árið 2006 og 89 árið 2009. Síðastnefnda árið voru slíkir fangar tæplega þriðjungur allra fanga í íslenskum fangelsum. Hvert fíkniefnabrot og hver refsing kostar háar fjárhæðir. Hverju slíku máli fylgir vinna lögreglumanna, jafnvel tollvarða, síðan lögmanna, ákærenda og dómara og að lokum fangelsisyfirvalda. Í langflestum tilfellum eru það síðan ekki einu sinni þeir sem bera ábyrgð á innflutningi, sölu og njóta þannig hagnaðar af fíkniefnasölunni sem dregnir eru fyrir dóm, heldur „minnimáttar“ mennirnir, neytendur – þeir sem verða undir í samfélaginu vegna vandans. Stjórnvöld hafa sett metnaðarfull markmið, skemmst er að minnast „Fíkniefnalauss Íslands árið 2000“, og lagst í herferðir sem hafa það að markmiði að sporna við vandanum. Neyslan heldur þó áfram að vera vandamál sem ekki sér fyrir endann á, jafnvel þótt menn hafi gert sér vonir um annað. Ráðherra kallar eftir nægilega góðum rökum fyrir afglæpavæðingunni. Rökin eru alls staðar. Það sem ráðherra ætti frekar að skoða er hver rökin fyrir þeirri þungu refsistefnu sem við framfylgjum eru. Miðað við reynsluna, hinn takmarkaða árangur og gríðarlega tilkostnað er erfitt að sjá hver þau eru, ef nokkur. Í greinargerð með hegningarlögum segir: „Refsingu ber ekki að beita, nema nauðsyn krefji, og ætla megi, að hún nái tilgangi sínum.“ Refsingar fyrir fíkniefnaneyslu ná ekki tilgangi sínum. Samt er þeim beitt. Það ættu að vera nægilega góð rök.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun