Ráðdeild í rekstri Eva Magnúsdóttir skrifar 22. janúar 2014 06:00 Kæri Mosfellingur, ég heillaðist af Mosfellsbæ árið 1998 og hef verið búsett hér síðan ásamt fjölskyldu minni. Dásamleg lega bæjarins felur í sér að hann er eitt allsherjar útivistarsvæði á milli fjalls og fjöru. Bærinn er náttúruperla í útjaðri höfuðborgarinnar þar sem allir þekkja alla, stutt er í skóla, íþróttir og útiveru og frábært að ala upp börn. Við þurfum að standa vörð um þessa sérstöðu og varðveita hana fyrir komandi kynslóðir. Þá er nauðsynlegt að skipulag taki mið af því að viðhalda því sem gerir Mosfellsbæ eftirsóttan; einstakt aðgengi að útivist þar sem náttúran er alls staðar í göngufæri, fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf og valfrelsi í skólamálum.Stórt heimili Sveitarfélag er eins og risastórt heimili eða fyrirtæki og á að rekast sem slíkt. Að ráðstafa fé annarra á ekki að vera auðveldara en að ráðstafa sínu eigin. Að mínu mati er ráðdeild í rekstri sveitarfélags gríðarlega mikilvæg en einnig að sköttum og öðrum álögum verði haldið í lágmarki þar sem barnafjölskyldur eru margar í Mosó. Við þurfum af virðingu að forgangsraða því hvernig við ráðstöfum fé til hinna ýmsu málaflokka. Sanngirnissjónarmiðin þurfa að vera í hávegum höfð og við þurfum að huga að komandi kynslóðum.Íbúalýðræði í skólamálum Ég er formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar og hef setið í nefndinni undanfarin 5 ár. Fræðslumálin eru stærsti einstaki útgjaldaliður bæjarins því þar erum við að leggja drög að byggingu tveggja nýrra skóla. Núverandi skólar eru orðnir yfirfullir vegna fjölgunar í bæjarfélaginu og það ýtir undir mikilvægi þess að vanda ákvarðanir. Í heilt ár hefur meirihluti Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna leitt þetta verkefni í nánu samstarfi við foreldra, skólasamfélagið og ráðgjafa og hefur það verið afar lærdómsríkt ferli. Mörg sjónarmið hafa komið fram og mun sú ákvörðun sem tekin verður því byggja á ítarlegri greiningu á stöðunni og sannkölluðu íbúalýðræði. Almennt tel ég að við þurfum að vera meðvituð um að bæta skólastarfið, vera opin og raunsæ hvað varðar skóla án aðgreiningar og hafa valfrelsi að leiðarljósi. Við þurfum að bæta grunnfærni barna á yngri stigum og samfella í skólastarfi er mikilvæg frá leikskóla til framhaldsskóla. Þá tel ég að sveitarfélög ættu að hafa val um að taka yfir framhaldsskólana til að þjóna því markmiði.Fjölbreytt tómstundastarf Mosfellsbær býður upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf þar sem hægt er að stunda fjölbreytta hreyfingu, jafnt útihlaup og göngur í dásamlegu umhverfi, fimleika, fótbolta, hestamennsku, akstur krossara, skátastarfs, tónlist, myndlist eða söngnám. Ég er hlynnt því að halda í það valfrelsi sem boðið er upp á. Ég sat í stjórn Fimleikadeildar Aftureldingar í 9 ár, þar af í 8 ár sem formaður, og leiddi þar uppbyggingu og stækkun deildarinnar ásamt því að vinna að bættri aðstöðu fimleikabarna í bæjarfélaginu. Þessi ár eru mér dýrmæt og ég þekki vel hversu gefandi það er að leiða sjálfboðastarf innan íþróttafélags og vil standa við bakið á því. Ég hef á undanförnum árum fengið tækifæri til þess að koma að margvíslegum málum í bænum okkar, aðallega er snúa að íþrótta og fræðslustarfi barna. Jafnframt hef ég setið í stjórn Framhaldsskólans í Mosfellsbæ sl. ár og verið varaþingmaður Suðvestur kjördæmis 2009-2013. Ég er með MBA í Viðskiptafræði og stjórnun og hef starfað sem forstöðumaður hjá Mílu ehf. og setið þar í framkvæmdastjórn sl. 7 ár auk þess að hafa verið forstöðumaður almannatengsla til fjölda ára hjá Símanum. Ég er reiðubúin til að nýta mína reynslu áfram í þágu Mosfellsbæjar. Ég óska eftir stuðningi þínum í 4. sætið til þess að halda áfram að taka þátt í uppbyggingu í þessu fallega bæjarfélagi. Ég hef mikla ánægju af þeim verkefnum sem mér hafa verið falin og tekst auðveldlega á við nýjar áskoranir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Mosfellingur, ég heillaðist af Mosfellsbæ árið 1998 og hef verið búsett hér síðan ásamt fjölskyldu minni. Dásamleg lega bæjarins felur í sér að hann er eitt allsherjar útivistarsvæði á milli fjalls og fjöru. Bærinn er náttúruperla í útjaðri höfuðborgarinnar þar sem allir þekkja alla, stutt er í skóla, íþróttir og útiveru og frábært að ala upp börn. Við þurfum að standa vörð um þessa sérstöðu og varðveita hana fyrir komandi kynslóðir. Þá er nauðsynlegt að skipulag taki mið af því að viðhalda því sem gerir Mosfellsbæ eftirsóttan; einstakt aðgengi að útivist þar sem náttúran er alls staðar í göngufæri, fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf og valfrelsi í skólamálum.Stórt heimili Sveitarfélag er eins og risastórt heimili eða fyrirtæki og á að rekast sem slíkt. Að ráðstafa fé annarra á ekki að vera auðveldara en að ráðstafa sínu eigin. Að mínu mati er ráðdeild í rekstri sveitarfélags gríðarlega mikilvæg en einnig að sköttum og öðrum álögum verði haldið í lágmarki þar sem barnafjölskyldur eru margar í Mosó. Við þurfum af virðingu að forgangsraða því hvernig við ráðstöfum fé til hinna ýmsu málaflokka. Sanngirnissjónarmiðin þurfa að vera í hávegum höfð og við þurfum að huga að komandi kynslóðum.Íbúalýðræði í skólamálum Ég er formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar og hef setið í nefndinni undanfarin 5 ár. Fræðslumálin eru stærsti einstaki útgjaldaliður bæjarins því þar erum við að leggja drög að byggingu tveggja nýrra skóla. Núverandi skólar eru orðnir yfirfullir vegna fjölgunar í bæjarfélaginu og það ýtir undir mikilvægi þess að vanda ákvarðanir. Í heilt ár hefur meirihluti Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna leitt þetta verkefni í nánu samstarfi við foreldra, skólasamfélagið og ráðgjafa og hefur það verið afar lærdómsríkt ferli. Mörg sjónarmið hafa komið fram og mun sú ákvörðun sem tekin verður því byggja á ítarlegri greiningu á stöðunni og sannkölluðu íbúalýðræði. Almennt tel ég að við þurfum að vera meðvituð um að bæta skólastarfið, vera opin og raunsæ hvað varðar skóla án aðgreiningar og hafa valfrelsi að leiðarljósi. Við þurfum að bæta grunnfærni barna á yngri stigum og samfella í skólastarfi er mikilvæg frá leikskóla til framhaldsskóla. Þá tel ég að sveitarfélög ættu að hafa val um að taka yfir framhaldsskólana til að þjóna því markmiði.Fjölbreytt tómstundastarf Mosfellsbær býður upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf þar sem hægt er að stunda fjölbreytta hreyfingu, jafnt útihlaup og göngur í dásamlegu umhverfi, fimleika, fótbolta, hestamennsku, akstur krossara, skátastarfs, tónlist, myndlist eða söngnám. Ég er hlynnt því að halda í það valfrelsi sem boðið er upp á. Ég sat í stjórn Fimleikadeildar Aftureldingar í 9 ár, þar af í 8 ár sem formaður, og leiddi þar uppbyggingu og stækkun deildarinnar ásamt því að vinna að bættri aðstöðu fimleikabarna í bæjarfélaginu. Þessi ár eru mér dýrmæt og ég þekki vel hversu gefandi það er að leiða sjálfboðastarf innan íþróttafélags og vil standa við bakið á því. Ég hef á undanförnum árum fengið tækifæri til þess að koma að margvíslegum málum í bænum okkar, aðallega er snúa að íþrótta og fræðslustarfi barna. Jafnframt hef ég setið í stjórn Framhaldsskólans í Mosfellsbæ sl. ár og verið varaþingmaður Suðvestur kjördæmis 2009-2013. Ég er með MBA í Viðskiptafræði og stjórnun og hef starfað sem forstöðumaður hjá Mílu ehf. og setið þar í framkvæmdastjórn sl. 7 ár auk þess að hafa verið forstöðumaður almannatengsla til fjölda ára hjá Símanum. Ég er reiðubúin til að nýta mína reynslu áfram í þágu Mosfellsbæjar. Ég óska eftir stuðningi þínum í 4. sætið til þess að halda áfram að taka þátt í uppbyggingu í þessu fallega bæjarfélagi. Ég hef mikla ánægju af þeim verkefnum sem mér hafa verið falin og tekst auðveldlega á við nýjar áskoranir.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun