Alþjóðleg björgunarmiðstöð líklega staðsett í Keflavík Svavar Hávarsson skrifar 21. janúar 2014 16:23 Horft er til þess að alþjóðleg björgunarmiðstöð verði staðsett á Keflavíkurflugvelli þó mögulegt sé að hún verði með starfsstöðvar víðar á landinu. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er unnið að málinu í innanríkis- og utanríkisráðuneytinu og þegar það hefur tekið á sig skýrari mynd munum við keyra á þetta. Við munum ræða þetta sérstaklega í febrúar þegar varnar- og utanríkisráðherrar Norðurlandanna heimsækja okkur til Íslands,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra spurður um alþjóðlega leitar- og björgunarmiðstöð á Íslandi, en ráðherra vék að málinu í ræðu sinni á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers í borginni Tromsö í Noregi í gær. Gunnar Bragi segir í viðtali við Fréttablaðið að horft sé til Keflavíkurflugvallar fyrir grunnstarfsemina, enda sé þar allt til staðar. Hins vegar sé verið að skoða hvort ástæða sé til að dreifa starfseminni víðar um landið, en það er einmitt til skoðunar í ráðuneytunum.Gunnar Bragi SveinssonMynd/Iglika Trifonova, Arctic Frontiers & APECS InternationalHugmyndin kom fyrst fram í sumar þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði með Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Forsætisráðherra ræddi þá sérstaklega um málefni norðurslóða og mikilvægi þess að byggja upp innviði á norðurslóðum, ekki hvað síst á sviði leitar og björgunar. Ísland væri vel í stakk búið til að fóstra slíka miðstöð í krafti þekkingar og ekki síst staðsetningar landsins. Slíkt yrði í samstarfi allra ríkja norðurslóða, en NATO ætti líklega aðkomu að starfseminni með starfsfólki og tækjabúnaði. Gunnar Bragi kom víða við í ræðu sinni og, eins og aðrir ræðumenn, vék að álitamálum sem tengjast hlýnun jarðar fyrir norðurslóðir. Makrílveiðin við Ísland væri jákvæð hlið þeirrar þróunar en hann sagði jafnframt að ýmsar hættur kynnu að leynast hinum megin við hornið. Með hlýnun sjávar væri ekki loku fyrir það skotið að mikilvægir nytjastofnar Íslands gætu leitað norðar í kaldari sjó, og tiltók þorsk, síld og loðnu sem dæmi.Deilt um auðlindir á norðurslóðElisabeth Aspaker, sjávarútvegsráðherra Noregs, talaði á undan Gunnari Braga á ráðstefnunni, og er vert að minnast á hennar framlag um makríldeiluna. Hún lýsti yfir vonbrigðum sínum með að ekki hefði náðst samkomulag, þrátt fyrir tilraunir til samningagerðar í fimm ár, en tók sérstaklega fram að Noregur nálgaðist þá deilu út frá því grundvallarsjónarmiði Norðmanna að eignarhald á tilteknum fiskistofni grundvallaðist á því hvar stofninn héldi sig yfir árið – eða landfræðilegri dreifingu hans. „Noregur lítur svo á að lausn deilunnar um hvernig veiði á makríl skal skipt á milli strandríkjanna grundvallist á þessari reglu,“ sagði Aspaker. Hún bætti við að hún tæki makrílinn sem dæmi um að deilt sé um auðlindir á norðurslóðum, og eflaust verði það einnig svo í framtíðinni. Hins vegar séu fá álitamál um svæðisbundna hagsmuni á norðurslóðum og því teldust norðurslóðir eitt af friðsamari svæðum heims. Gunnar Bragi hnykkti hins vegar á því í sinni ræðu að makríllinn væri nú allt sumarið inni í íslenskri lögsögu til að éta á sig vetrarforða. Eins sýndu vísindagögn að makríll sé byrjaður að hrygna við Ísland og þar væri nú vísir að stofni sem aldrei færi út úr íslenskri lögsögu. Gunnar Bragi vék sérstaklega að jafnréttismálum í tengslum við samvinnu ríkja á norðurslóðum. Ísland mun, ásamt Noregi, leiða verkefni innan Norðurskautsráðsins sem snýr að stefnumótun í jafnréttismálum á svæðinu. Þessu starfi verður fylgt eftir með sérstakri ráðstefnu sem haldin verður á Akureyri í október næstkomandi. Loftslagsmál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira
„Það er unnið að málinu í innanríkis- og utanríkisráðuneytinu og þegar það hefur tekið á sig skýrari mynd munum við keyra á þetta. Við munum ræða þetta sérstaklega í febrúar þegar varnar- og utanríkisráðherrar Norðurlandanna heimsækja okkur til Íslands,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra spurður um alþjóðlega leitar- og björgunarmiðstöð á Íslandi, en ráðherra vék að málinu í ræðu sinni á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers í borginni Tromsö í Noregi í gær. Gunnar Bragi segir í viðtali við Fréttablaðið að horft sé til Keflavíkurflugvallar fyrir grunnstarfsemina, enda sé þar allt til staðar. Hins vegar sé verið að skoða hvort ástæða sé til að dreifa starfseminni víðar um landið, en það er einmitt til skoðunar í ráðuneytunum.Gunnar Bragi SveinssonMynd/Iglika Trifonova, Arctic Frontiers & APECS InternationalHugmyndin kom fyrst fram í sumar þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði með Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Forsætisráðherra ræddi þá sérstaklega um málefni norðurslóða og mikilvægi þess að byggja upp innviði á norðurslóðum, ekki hvað síst á sviði leitar og björgunar. Ísland væri vel í stakk búið til að fóstra slíka miðstöð í krafti þekkingar og ekki síst staðsetningar landsins. Slíkt yrði í samstarfi allra ríkja norðurslóða, en NATO ætti líklega aðkomu að starfseminni með starfsfólki og tækjabúnaði. Gunnar Bragi kom víða við í ræðu sinni og, eins og aðrir ræðumenn, vék að álitamálum sem tengjast hlýnun jarðar fyrir norðurslóðir. Makrílveiðin við Ísland væri jákvæð hlið þeirrar þróunar en hann sagði jafnframt að ýmsar hættur kynnu að leynast hinum megin við hornið. Með hlýnun sjávar væri ekki loku fyrir það skotið að mikilvægir nytjastofnar Íslands gætu leitað norðar í kaldari sjó, og tiltók þorsk, síld og loðnu sem dæmi.Deilt um auðlindir á norðurslóðElisabeth Aspaker, sjávarútvegsráðherra Noregs, talaði á undan Gunnari Braga á ráðstefnunni, og er vert að minnast á hennar framlag um makríldeiluna. Hún lýsti yfir vonbrigðum sínum með að ekki hefði náðst samkomulag, þrátt fyrir tilraunir til samningagerðar í fimm ár, en tók sérstaklega fram að Noregur nálgaðist þá deilu út frá því grundvallarsjónarmiði Norðmanna að eignarhald á tilteknum fiskistofni grundvallaðist á því hvar stofninn héldi sig yfir árið – eða landfræðilegri dreifingu hans. „Noregur lítur svo á að lausn deilunnar um hvernig veiði á makríl skal skipt á milli strandríkjanna grundvallist á þessari reglu,“ sagði Aspaker. Hún bætti við að hún tæki makrílinn sem dæmi um að deilt sé um auðlindir á norðurslóðum, og eflaust verði það einnig svo í framtíðinni. Hins vegar séu fá álitamál um svæðisbundna hagsmuni á norðurslóðum og því teldust norðurslóðir eitt af friðsamari svæðum heims. Gunnar Bragi hnykkti hins vegar á því í sinni ræðu að makríllinn væri nú allt sumarið inni í íslenskri lögsögu til að éta á sig vetrarforða. Eins sýndu vísindagögn að makríll sé byrjaður að hrygna við Ísland og þar væri nú vísir að stofni sem aldrei færi út úr íslenskri lögsögu. Gunnar Bragi vék sérstaklega að jafnréttismálum í tengslum við samvinnu ríkja á norðurslóðum. Ísland mun, ásamt Noregi, leiða verkefni innan Norðurskautsráðsins sem snýr að stefnumótun í jafnréttismálum á svæðinu. Þessu starfi verður fylgt eftir með sérstakri ráðstefnu sem haldin verður á Akureyri í október næstkomandi.
Loftslagsmál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira