Segja Þorstein ekki eiga Vatnsendaland Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 20. janúar 2014 11:00 Kópavogsbær telur að samkvæmt dómi Hæstaréttar eigi dánarbú Kristjáns Hjaltested Vatnsendaland. Landið er afar verðmætt byggingarland fyrir Kópavog. Fréttablaðið/Valli „Það er ekkert um þennan úrskurð að segja á þessu stigi málsins. Það eru engin komment frá mér,“ segir Þorsteinn Hjaltested á Vatnsenda. Þorsteinn hafði krafist þess fyrir dómi að Kópavogsbæ yrði gert að greiða honum um 6,9 milljarða króna með dráttarvöxtum frá 1. júní 2007 til greiðsludags auk málskostnaðar. Forsagan málsins er sú að Kópavogsbær tók eignarnámi 864 hektara úr jörðinni Vatnsenda árið 2007. Gerð var svokölluð „sáttagerð“ í málinu samkvæmt henni fékk Þorsteinn 2.250 milljónir króna fyrir landið. Þá átti Þorsteinn að fá 300 lóðir undir sérbýli á 35 hekturum jarðarinnar sem ekki voru teknir eignarnámi. Einnig átti hann að fá 11 prósent af öllum byggingarrétti fyrir íbúðarhús og atvinnuhúsnæði sem úthlutað yrði á svæðinu. Þorsteinn taldi að bærinn hefði ekki staðið við sáttagjörðina og krafðist bóta. Kópavogsbær krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi með þeim rökum Þorsteinn ætti ekki landið. Hæstiréttur hefði dæmt að í maí á síðasta ári að beinn eignarréttur á jörðinni væri en á hendi dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested en Sigurður var afi Þorsteins. Í úrskurði Héraðsdóms segir að því verði ekki slegið föstu hvort Þorsteinn eigi í raun fjárkröfu sem hann hefur uppi í málinu. Eins og málið liggi fyrir dómnum sé hvorki mögulegt að dæma stefnanda hina umkröfðu fjárhæð í heild eða að hluta, né sýkna stefnda af kröfum hans. Málið þykir vanreifað af hálfu Þorsteins og því beri að vísa því frá dómi og Þorsteini gert að greiða hálfa milljón í málskostnað. „Ef þetta verður endanleg niðurstaða þá eru þetta auðvitað mjög góð tíðindi fyrir Kópavogsbæ enda tekist á um gríðarlega háar fjárhæðir í málinu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi. „Málið hefur verið fyrir dómi í tæp þrjú ár og hefur Kópavogsbær allt frá upphafi talið að kröfur stefnanda væru byggðar á afar veikum grunni. Deilur um Vatnsendaland Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
„Það er ekkert um þennan úrskurð að segja á þessu stigi málsins. Það eru engin komment frá mér,“ segir Þorsteinn Hjaltested á Vatnsenda. Þorsteinn hafði krafist þess fyrir dómi að Kópavogsbæ yrði gert að greiða honum um 6,9 milljarða króna með dráttarvöxtum frá 1. júní 2007 til greiðsludags auk málskostnaðar. Forsagan málsins er sú að Kópavogsbær tók eignarnámi 864 hektara úr jörðinni Vatnsenda árið 2007. Gerð var svokölluð „sáttagerð“ í málinu samkvæmt henni fékk Þorsteinn 2.250 milljónir króna fyrir landið. Þá átti Þorsteinn að fá 300 lóðir undir sérbýli á 35 hekturum jarðarinnar sem ekki voru teknir eignarnámi. Einnig átti hann að fá 11 prósent af öllum byggingarrétti fyrir íbúðarhús og atvinnuhúsnæði sem úthlutað yrði á svæðinu. Þorsteinn taldi að bærinn hefði ekki staðið við sáttagjörðina og krafðist bóta. Kópavogsbær krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi með þeim rökum Þorsteinn ætti ekki landið. Hæstiréttur hefði dæmt að í maí á síðasta ári að beinn eignarréttur á jörðinni væri en á hendi dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested en Sigurður var afi Þorsteins. Í úrskurði Héraðsdóms segir að því verði ekki slegið föstu hvort Þorsteinn eigi í raun fjárkröfu sem hann hefur uppi í málinu. Eins og málið liggi fyrir dómnum sé hvorki mögulegt að dæma stefnanda hina umkröfðu fjárhæð í heild eða að hluta, né sýkna stefnda af kröfum hans. Málið þykir vanreifað af hálfu Þorsteins og því beri að vísa því frá dómi og Þorsteini gert að greiða hálfa milljón í málskostnað. „Ef þetta verður endanleg niðurstaða þá eru þetta auðvitað mjög góð tíðindi fyrir Kópavogsbæ enda tekist á um gríðarlega háar fjárhæðir í málinu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi. „Málið hefur verið fyrir dómi í tæp þrjú ár og hefur Kópavogsbær allt frá upphafi talið að kröfur stefnanda væru byggðar á afar veikum grunni.
Deilur um Vatnsendaland Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira