Skrúfað fyrir bull Ólafur Stephensen skrifar 18. janúar 2014 09:52 Atli Harðarson, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, gerði vel í því að gagnrýna furðulegar tillögur frá menntamálaráðuneytinu um hvað ætti að standa í umsagnarbréfi um nemendur sem klára framhaldsskólapróf. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær leggur ráðuneytið til að í bréfinu komi fram fullyrðingar eins og „hann/hún ber virðingu fyrir lífsgildum, mannréttindum og jafnrétti“, „hann/hún ber virðingu fyrir náttúru og umhverfi í alþjóðlegu samhengi“ og „hann/hún getur verið virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu nær- og fjærsamfélagi.“ Fyrir nú utan það að lengi má deila um hvað svona orðaleppar þýða, ef nokkuð, er varla hægt að ætlast til þess af kennurum að þeir viti yfirleitt þessa hluti um átján ára gamla nemendur sína. Í bréfi sem Atli skólameistari sendi ráðuneytinu og birti lítið breytt á vef Félags framhaldsskólakennara bendir hann meðal annars á að kennarar hafi ekki í höndum nein gögn til að meta þessa hluti eða leggja einhvern siðferðisdóm á nemendur. Að tjá sig um lífsskoðanir fólks sé auk þess viðkvæmt mál sem geti varðað við persónuvernd. „Ríkisstarfsmenn sem fullyrða af og á um hverjir bera virðingu fyrir réttum gildum og geta verið ábyrgir borgarar setja sjálfa sig á ansi háan hest,“ segir skólameistarinn og hefur rétt fyrir sér í því. Það eru eingöngu nemendur sem ljúka framhaldsskólaprófi, ekki stúdentsprófi eða iðnprófi, sem eiga að fá umsögn af þessu tagi. Framhaldsskólaprófið varð til með nýjum lögum um framhaldsskóla og er í rauninni ekki próf, af því að nemendur þurfa ekki að ná lágmarkseinkunnum til að fá skírteinið. Það hefur verið skilgreint sem „ásættanleg skólalok“ eftir 3-4 annir hjá nemendum sem ekki treysta sér til að ljúka framhaldsskólanum öllum og er góðra gjalda vert sem slíkt. Það á að auðvelda fólki að sækja um vinnu eða halda áfram námi síðar og þjónar þannig mikilvægum tilgangi. Atli Harðarson segir hins vegar réttilega: „Það stendur semsagt til að skólar úrskurði um almenna mannkosti þeirra sem útskrifast með minni skammt af námi úr framhaldsskóla en sleppi slíkum palladómum um þá sem klára lengra nám. Þetta er svolítið eins og sagt sé við þá sem fara styttra eftir menntabrautinni að þeir geti fengið vottorð upp á að vera nokkurn veginn í húsum hæfir en alvöruskírteini séu fyrir þá sem geta lært eitthvað meira. Er líklegt að nemandi með snefil af sjálfsvirðingu kæri sig um slíka umsögn og verði stoltur af skírteini sínu?“ Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra lýsti því yfir í gær að það stæði ekki til að gefa kjánalegar umsagnir af þessu tagi á prófskírteinum. Það er ágætt að hann grípur fram fyrir hendurnar á undirmönnum sínum. Hann mætti gera það oftar, því að þetta er ekki eina dæmið um endemis bullið sem vellur út af kontórum menntamálaráðuneytisins. Tillagan um umsagnarbréfið er raunar í ágætu samræmi við aðrar áherzlur menntamálaráðuneytisins varðandi framhaldsskólann, sem eru aðallega að allir eigi að fá framhaldsskólavist, fólki eigi að líða vel í skólanum og framhaldsskólarnir eigi að vera sem líkastir hver öðrum. Áhugi á gæðum námsins, árangri nemenda og að gerðar séu til þeirra raunverulegar kröfur virðist hins vegar stundum hverfandi í ráðuneyti menntamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Atli Harðarson, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, gerði vel í því að gagnrýna furðulegar tillögur frá menntamálaráðuneytinu um hvað ætti að standa í umsagnarbréfi um nemendur sem klára framhaldsskólapróf. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær leggur ráðuneytið til að í bréfinu komi fram fullyrðingar eins og „hann/hún ber virðingu fyrir lífsgildum, mannréttindum og jafnrétti“, „hann/hún ber virðingu fyrir náttúru og umhverfi í alþjóðlegu samhengi“ og „hann/hún getur verið virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu nær- og fjærsamfélagi.“ Fyrir nú utan það að lengi má deila um hvað svona orðaleppar þýða, ef nokkuð, er varla hægt að ætlast til þess af kennurum að þeir viti yfirleitt þessa hluti um átján ára gamla nemendur sína. Í bréfi sem Atli skólameistari sendi ráðuneytinu og birti lítið breytt á vef Félags framhaldsskólakennara bendir hann meðal annars á að kennarar hafi ekki í höndum nein gögn til að meta þessa hluti eða leggja einhvern siðferðisdóm á nemendur. Að tjá sig um lífsskoðanir fólks sé auk þess viðkvæmt mál sem geti varðað við persónuvernd. „Ríkisstarfsmenn sem fullyrða af og á um hverjir bera virðingu fyrir réttum gildum og geta verið ábyrgir borgarar setja sjálfa sig á ansi háan hest,“ segir skólameistarinn og hefur rétt fyrir sér í því. Það eru eingöngu nemendur sem ljúka framhaldsskólaprófi, ekki stúdentsprófi eða iðnprófi, sem eiga að fá umsögn af þessu tagi. Framhaldsskólaprófið varð til með nýjum lögum um framhaldsskóla og er í rauninni ekki próf, af því að nemendur þurfa ekki að ná lágmarkseinkunnum til að fá skírteinið. Það hefur verið skilgreint sem „ásættanleg skólalok“ eftir 3-4 annir hjá nemendum sem ekki treysta sér til að ljúka framhaldsskólanum öllum og er góðra gjalda vert sem slíkt. Það á að auðvelda fólki að sækja um vinnu eða halda áfram námi síðar og þjónar þannig mikilvægum tilgangi. Atli Harðarson segir hins vegar réttilega: „Það stendur semsagt til að skólar úrskurði um almenna mannkosti þeirra sem útskrifast með minni skammt af námi úr framhaldsskóla en sleppi slíkum palladómum um þá sem klára lengra nám. Þetta er svolítið eins og sagt sé við þá sem fara styttra eftir menntabrautinni að þeir geti fengið vottorð upp á að vera nokkurn veginn í húsum hæfir en alvöruskírteini séu fyrir þá sem geta lært eitthvað meira. Er líklegt að nemandi með snefil af sjálfsvirðingu kæri sig um slíka umsögn og verði stoltur af skírteini sínu?“ Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra lýsti því yfir í gær að það stæði ekki til að gefa kjánalegar umsagnir af þessu tagi á prófskírteinum. Það er ágætt að hann grípur fram fyrir hendurnar á undirmönnum sínum. Hann mætti gera það oftar, því að þetta er ekki eina dæmið um endemis bullið sem vellur út af kontórum menntamálaráðuneytisins. Tillagan um umsagnarbréfið er raunar í ágætu samræmi við aðrar áherzlur menntamálaráðuneytisins varðandi framhaldsskólann, sem eru aðallega að allir eigi að fá framhaldsskólavist, fólki eigi að líða vel í skólanum og framhaldsskólarnir eigi að vera sem líkastir hver öðrum. Áhugi á gæðum námsins, árangri nemenda og að gerðar séu til þeirra raunverulegar kröfur virðist hins vegar stundum hverfandi í ráðuneyti menntamála.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun