Höft og hlutabréfamarkaður Ólafur Þ. Stephensen skrifar 10. janúar 2014 06:00 Merki eru farin að sjást um að eignabóla geti orðið til á íslenzka hlutabréfamarkaðnum. Það er mat tveggja sérfræðinga sem rætt var við í Fréttablaðinu í gær, þeirra Stefáns Brodda Guðjónssonar hjá greiningardeild Arion banka og Jóhanns Viðars Ívarssonar hjá IFS greiningu. Eitt af því sem helzt gæti stuðlað að slíkri bólumyndun eru gjaldeyrishöftin, sem fátt bendir til að verði afnumin á næstunni. „Þegar mikið fjármagn er að leita að fáum fjárfestingarkostum er alltaf hætta á því að bóla myndist og það er svolítið það sem við gætum farið að upplifa á Íslandi,“ sagði Stefán Broddi í blaðinu í gær. Verð hlutabréfa hefur að undanförnu hækkað mikið og veltan vaxið verulega. Enn sem komið er hefur íslenzki markaðurinn þróazt með svipuðum hætti og erlendir markaðir, að sögn Stefáns Brodda. Jóhann Viðar segir fjárfesta þó þurfa að fara varlega. Verðið sé hátt, án þess þó að vera komið „út fyrir þessi mörk sem mætti kalla bóluástand“. Hann segir að væru gjaldeyrishöftin ekki fyrir hendi mætti færa góð rök fyrir því að verðið ætti að vera lægra. Endurreisn hlutabréfamarkaðarins hefur að mörgu leyti gengið vel eftir hrun, þótt hún hafi verið hæg. Höftin hafa hins vegar spillt fyrir þróuninni. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, hefur bent á að þau hafi dregið úr hvata fyrirtækja til að skrá sig á markað, sækja sér þannig framkvæmdafé og efla hagvöxt. Fyrirtæki sem eru með áform um að fjárfesta á erlendum mörkuðum græða til dæmis lítið á því að sækja sér íslenzkar krónur í hlutafé. Merki um eignabólu ber að taka alvarlega. Fjárfestar þurfa auðvitað að sýna sérstaka aðgæzlu, en stjórnvöld þurfa líka að huga að því hvernig umgjörð hlutabréfamarkaðnum er búin. Því miður hefur ríkisstjórnin útilokað nærtækasta kostinn í afnámi gjaldeyrishaftanna með því að hætta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, en samstarf um afléttingu haftanna var hluti af þeim. Eðli bólu er auðvitað að hún springur á endanum. Það upplifðum við fyrir hrunið; fyrst hríðféllu hlutabréf í verði og svo þurrkaðist sparifjáreign margra í hlutabréfum einfaldlega út. Eftir þá kollsteypu hefur tekizt hægt og bítandi að byggja upp traust fjárfesta og almennings á hlutabréfamarkaðnum á nýjan leik. Það þarf ekki að spyrja að því hvaða áhrif það myndi hafa ef ný bóla yrði til og spryngi. Vafasamt er að hlutabréfamarkaðurinn bæri sitt barr eftir það. Það myndi skaða íslenzkt efnahagslíf til frambúðar. Það skiptir þess vegna gífurlega miklu máli að búa verðbréfamarkaðnum hér á landi eðlilegar aðstæður á nýjan leik og koma Íslandi aftur í samband við alþjóðlegan fjármagnsmarkað. Íslenzkt atvinnulíf bíður í ofvæni eftir raunhæfri áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna – en það virðist býsna djúpt á henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Merki eru farin að sjást um að eignabóla geti orðið til á íslenzka hlutabréfamarkaðnum. Það er mat tveggja sérfræðinga sem rætt var við í Fréttablaðinu í gær, þeirra Stefáns Brodda Guðjónssonar hjá greiningardeild Arion banka og Jóhanns Viðars Ívarssonar hjá IFS greiningu. Eitt af því sem helzt gæti stuðlað að slíkri bólumyndun eru gjaldeyrishöftin, sem fátt bendir til að verði afnumin á næstunni. „Þegar mikið fjármagn er að leita að fáum fjárfestingarkostum er alltaf hætta á því að bóla myndist og það er svolítið það sem við gætum farið að upplifa á Íslandi,“ sagði Stefán Broddi í blaðinu í gær. Verð hlutabréfa hefur að undanförnu hækkað mikið og veltan vaxið verulega. Enn sem komið er hefur íslenzki markaðurinn þróazt með svipuðum hætti og erlendir markaðir, að sögn Stefáns Brodda. Jóhann Viðar segir fjárfesta þó þurfa að fara varlega. Verðið sé hátt, án þess þó að vera komið „út fyrir þessi mörk sem mætti kalla bóluástand“. Hann segir að væru gjaldeyrishöftin ekki fyrir hendi mætti færa góð rök fyrir því að verðið ætti að vera lægra. Endurreisn hlutabréfamarkaðarins hefur að mörgu leyti gengið vel eftir hrun, þótt hún hafi verið hæg. Höftin hafa hins vegar spillt fyrir þróuninni. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, hefur bent á að þau hafi dregið úr hvata fyrirtækja til að skrá sig á markað, sækja sér þannig framkvæmdafé og efla hagvöxt. Fyrirtæki sem eru með áform um að fjárfesta á erlendum mörkuðum græða til dæmis lítið á því að sækja sér íslenzkar krónur í hlutafé. Merki um eignabólu ber að taka alvarlega. Fjárfestar þurfa auðvitað að sýna sérstaka aðgæzlu, en stjórnvöld þurfa líka að huga að því hvernig umgjörð hlutabréfamarkaðnum er búin. Því miður hefur ríkisstjórnin útilokað nærtækasta kostinn í afnámi gjaldeyrishaftanna með því að hætta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, en samstarf um afléttingu haftanna var hluti af þeim. Eðli bólu er auðvitað að hún springur á endanum. Það upplifðum við fyrir hrunið; fyrst hríðféllu hlutabréf í verði og svo þurrkaðist sparifjáreign margra í hlutabréfum einfaldlega út. Eftir þá kollsteypu hefur tekizt hægt og bítandi að byggja upp traust fjárfesta og almennings á hlutabréfamarkaðnum á nýjan leik. Það þarf ekki að spyrja að því hvaða áhrif það myndi hafa ef ný bóla yrði til og spryngi. Vafasamt er að hlutabréfamarkaðurinn bæri sitt barr eftir það. Það myndi skaða íslenzkt efnahagslíf til frambúðar. Það skiptir þess vegna gífurlega miklu máli að búa verðbréfamarkaðnum hér á landi eðlilegar aðstæður á nýjan leik og koma Íslandi aftur í samband við alþjóðlegan fjármagnsmarkað. Íslenzkt atvinnulíf bíður í ofvæni eftir raunhæfri áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna – en það virðist býsna djúpt á henni.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun