Lítur á tölvuárás Norður-Kóreu sem skemmdarverk ekki árás Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2014 18:40 Obama hefði viljað að Sony hefði haft samband við sig áður en hætt var við birtingu The Interview. Vísir/AP Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segist ekki líta á tölvuárás Norður-Kóreu á tölvukerfi Sony, sem stríðsaðgerð. Þess í stað horfi yfirvöld þar í landi á árásina sem skemmdarverk. Washington íhugar nú að setja Norður-Kóreu aftur á lista yfir ríki sem styðja við hryðjuverk. Kvikmyndadeild Sony hætti við útgáfu myndarinnar The Interview eftir að kvikmyndahús hættu við að sýna hana. Hakkararnir höfðu þá hótað að gera árásir á kvikmyndahús þar sem myndin væri sýnd. Sony vill þrátt fyrir það sýna myndina á einhvern hátt. „Hvernig það verður gert veit enginn enn,“ hefur AP fréttaveitan eftir lögmanni Sony. Í myndinni er Kim Jong-un, einræðisherra Norður Kóreu ráðinn af dögum. Obama lofar þó að bregðast við árásinni og segir að Bandaríkin muni ekki sæta sig við ógnanir hakkara. „Í lít ekki á þetta sem árás í stríði. Ég tel að þetta hafi verið skemmdarverk sem reyndist okkur mjög dýrt. Við tökum þessu að mikilli alvöru,“ segir Obama.Ný tegund stríðs Repúblikaninn John McCain er þó ekki sáttur við þessa skilgreiningu forsetans. „Þetta er ný tegund stríðs og við verðum að bregðast við þeirri tegund með betri tegund stríðs. Flokkssystir McCain, Lindsey Graham segir árásina vera hryðjuverk og segir að herða eigi viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Hann vill einnig að landinu verði bætt aftur við listann yfir ríki sem styðja við hryðjuverk. Norður-Kórea var á þeim lista í tvo áratugi, en ríkisstjórn George Bush tók þá af listanum árið 2008 þegar kjarnorkuviðræður stóðu yfir. Einungis Íran, Súdan, Sýrland og Kúba eru á listanum. Þá hafa yfirvöld í Pyonyang hótað því að bregðast hart við verði landið sett aftur á umræddan lista. þetta kom fram í tilkynningu frá þjóðaröryggisráði Norður-Kóreu, en ekkert var tekið fram um hver þau viðbrögð yrðu.Hafa beðið Kína um aðstoð AP hefur heimildir fyrir því að Washington hafi beðið stjórnvöld í Kína um hugmyndir hvernig bregðast ætti við tölvuárásinni. Þá segja þeir að ríkin hafi skipst á upplýsingum um árásina. Þrátt fyrir að Obama hafi áður sakað Kína um tölvuárásir á Bandaríkin. Í nýlegu viðtali við CNN ítrekaði Obama að hann væri óánægður ákvörðun Sony um að birta The Interview ekki. Sony hefur hins vegar gefið út að þeir hefðu ekki haft aðra kosti eftir að kvikmyndahús hættu við að sýna myndina. Obama sagðist hafa viljað að Sony hefði haft samband við sig. „Ég hefði mögulega haft samband við kvikmyndahúsakeðjurnar og dreifingaraðila og spurt þá um hvað málið snerist.“ Norður-Kórea hefur neitað því að hafa komið að árásinni og buðu yfirvöld þar fram hjálp sína við rannsókn málsins í gær. Hvíta húsið hafnaði því og segjast þeir vera öryggir með að Norður-Kórea hafi komið að árásinni. Sony-hakkið Tengdar fréttir Obama segir það mistök að hafa hætt við sýningu myndarinnar Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur heitið því að Bandaríkjastjórn muni bregðast við tölvuárás Norður-Kóreumanna á Sony Pictures vegna kvikmyndarinnar The Interview. 19. desember 2014 23:36 Fullyrða að Norður-Kórea hafi staðið að árásinni á Sony „Það var mjög viturt af ykkur að hætta við útgáfu The Interview,“ sagði meðal annars í póstinum sem yfirmenn hjá Sony fengu frá tölvuþrjótunum í gær. 19. desember 2014 16:15 Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40 Segir það mistök hjá Sony að hætta við dreifingu myndarinnar Barack Obama forseti Bandaríkjanna segir að það hafi verið mistök hjá Sony að hætta við dreifingu kvikmyndarinnar the Interview og Bandaríkjamenn geti ekki látið einræðisherra út í heimi ritskoða bandarísku þjóðina. 20. desember 2014 13:50 Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19 Norður-Kóreumenn vilja sameiginlega rannsókn Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja engan fót fyrir ásökunum um aðild þeirra að tölvuárásum á Sony. 20. desember 2014 23:17 Team America tekin úr sýningu Kvikmyndahús ætluðu að sýna brúðumyndina í stað The Interview, en dreifingaraðili myndarinnar bannaði það. 19. desember 2014 10:10 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segist ekki líta á tölvuárás Norður-Kóreu á tölvukerfi Sony, sem stríðsaðgerð. Þess í stað horfi yfirvöld þar í landi á árásina sem skemmdarverk. Washington íhugar nú að setja Norður-Kóreu aftur á lista yfir ríki sem styðja við hryðjuverk. Kvikmyndadeild Sony hætti við útgáfu myndarinnar The Interview eftir að kvikmyndahús hættu við að sýna hana. Hakkararnir höfðu þá hótað að gera árásir á kvikmyndahús þar sem myndin væri sýnd. Sony vill þrátt fyrir það sýna myndina á einhvern hátt. „Hvernig það verður gert veit enginn enn,“ hefur AP fréttaveitan eftir lögmanni Sony. Í myndinni er Kim Jong-un, einræðisherra Norður Kóreu ráðinn af dögum. Obama lofar þó að bregðast við árásinni og segir að Bandaríkin muni ekki sæta sig við ógnanir hakkara. „Í lít ekki á þetta sem árás í stríði. Ég tel að þetta hafi verið skemmdarverk sem reyndist okkur mjög dýrt. Við tökum þessu að mikilli alvöru,“ segir Obama.Ný tegund stríðs Repúblikaninn John McCain er þó ekki sáttur við þessa skilgreiningu forsetans. „Þetta er ný tegund stríðs og við verðum að bregðast við þeirri tegund með betri tegund stríðs. Flokkssystir McCain, Lindsey Graham segir árásina vera hryðjuverk og segir að herða eigi viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Hann vill einnig að landinu verði bætt aftur við listann yfir ríki sem styðja við hryðjuverk. Norður-Kórea var á þeim lista í tvo áratugi, en ríkisstjórn George Bush tók þá af listanum árið 2008 þegar kjarnorkuviðræður stóðu yfir. Einungis Íran, Súdan, Sýrland og Kúba eru á listanum. Þá hafa yfirvöld í Pyonyang hótað því að bregðast hart við verði landið sett aftur á umræddan lista. þetta kom fram í tilkynningu frá þjóðaröryggisráði Norður-Kóreu, en ekkert var tekið fram um hver þau viðbrögð yrðu.Hafa beðið Kína um aðstoð AP hefur heimildir fyrir því að Washington hafi beðið stjórnvöld í Kína um hugmyndir hvernig bregðast ætti við tölvuárásinni. Þá segja þeir að ríkin hafi skipst á upplýsingum um árásina. Þrátt fyrir að Obama hafi áður sakað Kína um tölvuárásir á Bandaríkin. Í nýlegu viðtali við CNN ítrekaði Obama að hann væri óánægður ákvörðun Sony um að birta The Interview ekki. Sony hefur hins vegar gefið út að þeir hefðu ekki haft aðra kosti eftir að kvikmyndahús hættu við að sýna myndina. Obama sagðist hafa viljað að Sony hefði haft samband við sig. „Ég hefði mögulega haft samband við kvikmyndahúsakeðjurnar og dreifingaraðila og spurt þá um hvað málið snerist.“ Norður-Kórea hefur neitað því að hafa komið að árásinni og buðu yfirvöld þar fram hjálp sína við rannsókn málsins í gær. Hvíta húsið hafnaði því og segjast þeir vera öryggir með að Norður-Kórea hafi komið að árásinni.
Sony-hakkið Tengdar fréttir Obama segir það mistök að hafa hætt við sýningu myndarinnar Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur heitið því að Bandaríkjastjórn muni bregðast við tölvuárás Norður-Kóreumanna á Sony Pictures vegna kvikmyndarinnar The Interview. 19. desember 2014 23:36 Fullyrða að Norður-Kórea hafi staðið að árásinni á Sony „Það var mjög viturt af ykkur að hætta við útgáfu The Interview,“ sagði meðal annars í póstinum sem yfirmenn hjá Sony fengu frá tölvuþrjótunum í gær. 19. desember 2014 16:15 Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40 Segir það mistök hjá Sony að hætta við dreifingu myndarinnar Barack Obama forseti Bandaríkjanna segir að það hafi verið mistök hjá Sony að hætta við dreifingu kvikmyndarinnar the Interview og Bandaríkjamenn geti ekki látið einræðisherra út í heimi ritskoða bandarísku þjóðina. 20. desember 2014 13:50 Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19 Norður-Kóreumenn vilja sameiginlega rannsókn Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja engan fót fyrir ásökunum um aðild þeirra að tölvuárásum á Sony. 20. desember 2014 23:17 Team America tekin úr sýningu Kvikmyndahús ætluðu að sýna brúðumyndina í stað The Interview, en dreifingaraðili myndarinnar bannaði það. 19. desember 2014 10:10 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Obama segir það mistök að hafa hætt við sýningu myndarinnar Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur heitið því að Bandaríkjastjórn muni bregðast við tölvuárás Norður-Kóreumanna á Sony Pictures vegna kvikmyndarinnar The Interview. 19. desember 2014 23:36
Fullyrða að Norður-Kórea hafi staðið að árásinni á Sony „Það var mjög viturt af ykkur að hætta við útgáfu The Interview,“ sagði meðal annars í póstinum sem yfirmenn hjá Sony fengu frá tölvuþrjótunum í gær. 19. desember 2014 16:15
Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40
Segir það mistök hjá Sony að hætta við dreifingu myndarinnar Barack Obama forseti Bandaríkjanna segir að það hafi verið mistök hjá Sony að hætta við dreifingu kvikmyndarinnar the Interview og Bandaríkjamenn geti ekki látið einræðisherra út í heimi ritskoða bandarísku þjóðina. 20. desember 2014 13:50
Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19
Norður-Kóreumenn vilja sameiginlega rannsókn Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja engan fót fyrir ásökunum um aðild þeirra að tölvuárásum á Sony. 20. desember 2014 23:17
Team America tekin úr sýningu Kvikmyndahús ætluðu að sýna brúðumyndina í stað The Interview, en dreifingaraðili myndarinnar bannaði það. 19. desember 2014 10:10